Leita í fréttum mbl.is

Yfirburðir Fréttablaðsins?

eru mikið auglýstir í því blaði. Þar er tekin upplagstala blaðsins og landsmönnum tilkynnt að þetta jafngildi lestri blaðsins.

Læsu menn þetta blað almennt ætti þegar að vera kominn yfirburðastuðningur við inngöngu í Evrópusambandið, svo eindreginn stuðningur er við það mál leynir á síðum blaðsins. Og ef áróður yfirleitt er einhlítur til árangurs. Það má eiginlega segja að evrópusmabandsaðild  sé eina stefnumál blaðsins sem eitthvað að kveður og sker blaðið sig í engu frá Samfylkingunni, sem er einskonar eins máls flokkur þegar sjávarútvegsmálum sleppir.

Morgunblaðið beitti mig lævísri aðferð á dögunum. Það gaf mér áskrift í mánuð.Þennan mánuð les ég blaðið, sem nú kemur með Fréttablaðinu fyrir klukkan sjö á morgnana, með morgunkaffinu og les yfirleitt leiðarann og fleira upphátt fyrir konuna. Svo eru það minningargreinarnar sem maður skoðar á þessum aldri. Maður undrast hvernig blaðið hefur ráð á heilsíðum undir minningargreinar um börn. Verður ekki blaðið að fara að minnka plássið fyrir hvern og einn genginn dánumann, smækka letrið eða selja aðgang? En sálfræðingar segja sumir að það sé þetta sem heldur Mogganum á lífi og víst er að án þeirra vill maður ekki vera. Hinsvegar skil ég alls ekki útgáfu fylgiritsins Finns, sem ég sé engan tilgang í. Ættu ekki framhaldsminningargreinar að vera þar í ?   

 

Ég fletti svo Fréttablaðinu á eftir á vissum stað, lít yfir forsíðuna,  skoða kannski síðu 2, fletti svo áfram,  les Jónínu ef hún er, sjaldan eða aldrei leiðarana sem eru yfirleitt ekki um neitt sem ég hef áhuga á, Þorvald Gylfason tel ég mér skylt að lesa þó ekki nema væri til að æsa mig upp og svo stöku greinar sem vekja áhuga minn. Þegar kemur aftur fyrir miðju hendi ég blaðinu. Ef það dettur á klósettgólfið og baksíðan snýr upp sé ég hugsanlega auglýsingu án þess að leggja hana sérstaklega á minnið þar sem maður er hættur að safna dauðum hlutum.

Ég held að menn eigi að taka súluritin um lestur Fréttblaðsins á móti Morgunblaðinu með gát. Ég held að fylgi stjórnmálaflokkanna sé betri mælikvarði á lesturinn en upplagstölur. Svo er Mogginn með einn stærsta vef landsins þar sem landsmenn koma margir við á. Mogginn rekur líka bloggsíður okkar og þar geta hinir minni spámenn eins og ég fengið útrás fyrir geðvonsku sína, sem ekki er þá að þvælast fyrir skoðanamyndun í landinu.

Ég held bara að það verði erfitt að venja sig af Mogganum eftir að hann hefur beitt mann þessari lævísu aðferð sem hefur verið kennd við fíkniefnasalana, með að gefa fyrstu skammtana fría. Allavega kvíði ég því ef hann hættir að koma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Eini sanngjarni mælikvarðinn í dag er netlesturinn, þ.e. mbl vs. visir. Þar hefur mbl.is yfirburðarstöðu. Það er ekkert óeðlilegt að ruslpóstuinn Fréttablaðið,sem troðið er inn um lúguna hjá manni óbeðið, fái meiri lestur en Mogginn. En Mogginn ber höfuð og herðar yfir Fréttablaðssorpið hvað varðar gagnrýnislega umræðu og vandaðan fréttaflutning. Svo ekki sé nú minnst á Sunnudags-Moggann sem er langbezta dagblaðið á markaðnum í dag !!

Sigurður Sigurðsson, 5.7.2011 kl. 20:30

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður,

Þú segir það sem mig mynndi langa að segja en kem mér ekki til líklega vegna eðlislægrar feimni og óframfærni.

Halldór Jónsson, 5.7.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband