7.7.2011 | 21:52
Góður, betri, bestur !
burtu voru reknir
Illur, verri verstur
voru aftur teknir.
Mér datt þessi húsgangur í hug þegar ég hlustaði á hann Eirík Stefánsson og Höskuld á Útvarpi Sögu í dag. Eiríkur sagaði að búsáhaldabyltingin hefði ekki breytt neinu. Vinstri menn hefðu getað fengið fólkið til að kjósa sig í stað íhaldsins og framsóknar. En það hefði ekkert breyst? Það væru sömu valdablokkirnar sem héldu öllum þráðum í höndum sér. Lífeyrissjóðirnir sætu á sínum gullhrúgum og gerðu ekkert. LÍÚ heldi um kvótann og gerði út Sjálfstæðisflokkinn sem hagsmunagæsluarm sinn. Alþingismenn væru ekki hugsjónamenn heldur fulltrúar einhverra sérhagsmuna. Þeir væru þarna ekki af hugsjón. Þeir væru allir að verja einhverja hagsmuni. Stjórnmálamönnum dytti því ekkert í hug sem yrði þjóðinni lyftistöng enda launin þannig að enginn kærði sig um að standa í þingmennsku. Fjórflokkurinn ríkti hér óumbreytanlegur. Nýir flokkar hefðu aldrei fengið nema 4 þingmenn þegar reynt væri að breyta einhverju nema þegar Albert gerði Borgaraflokkinn og fékk 7. Nú væri talað um að fá ungt og vel menntað fólk til valda og láta það stjórna.
En hverjir hefðu stjórnað í hruninu spurði Eiríkur? Var það ekki allt háskólafólkið, hagfræðingar og hámenntamennirnir. Allit voru keyptir í greiningardeildir bankanna til að dásama efnahagsundrið og keyra upp hlutabréfaverðið. Nú ætti að gera Ingibjörgu Sólrúnu að sendiherra.Fyrir hvað spurði Eiríkur? Hún yrði svosem ekkert verri sendiherra en hver önnur kona en hvað hefði hún til þess unnið?
Höskuldur sagði að besta fólkið væri sem óðast að flytja úr landi því það nennti þessu fokki hér ekki lengur. Fólkið var fjúkandi illt og kaus Sjálfstæðisflokkinn í burtu, kenndi honum um hrun Lehmannsbræðra og glæpaverk bankastrákanna og verstu útrásarvíkinganna. Kaus Jón G.Narr fyrir borgarstjóra.
Það sem það sá ekki fyrir hvernig málin myndu þróast. Hversu illa gengur í þjóðlífinu. Enginn læknir hefur flust til landsins í 3 ár. Umönnunarstéttirnar flytja nú unnvörpum burt. Enda getum við ekki borgað fyrir þær.
Höskuldur vildi velta upp framtíðinni og ellinni upp með Eiríki. Hann sagði að best væri fyrir eldri borgara að gerast glæpamenn og fara á Litla Hraun í sérherbergi með tölvu og sjónvarpi í og fínum baðherbergjum stað þess að vera sett í fjölbýli með öðrum gamalmennum og verða spúlað með slöngu einu sinni í mánuði þegar væri komin nógu mikil fýla af því. Því við hefðum ekki ráð á að sjá um gamla fókið lengur.
Höskuldur fann ekki íslenska orðið brain drain en það hefur verið kallaður atgerfisflótti á íslensku. Og það er áreiðanlega í fullum gangi hjá okkur um þessar mundir. Fólkið er að flýja framtíðarleysið. Þetta fólk mun ekki sjá fyrir okkur í ellinni.
Aldrei þessu vant var ég núna nokkuð ánægður með Eirík Stefánsson enda maðurinn bæði greindur og víðlesinn. Eiríkur virðist hinsvegar virkilega trúa því að ný stjórnarskrá frá nefndinni gæti bjargað landinu. Ekki deili ég nú þeirri skoðun með honum. Ég held að nákvæmlega ekkert muni gerast. Þó að einhver bitastæð tillaga slysaðist fram þá verður hún kafskotin af hagsmunaaðilunum sem Eiríkur var áður búinn að tala um.
Er það kannski hin pólitíska stefna á bak við tjöldin að keyra hér allt nægilega mikið niður í svaðið þar til að fólkið sem eftir er sér sitt óvænna og samþykkir að ganga í Evrópusambandið?
Hvað er fólkið að hugsa þegar það kýs eins og segir í vísunni um þann góða og betri?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Athyglisvert, Norðmenn sniðu stjórnarskrá sína eftir stjórnarskrá Bandaríkjanna er þeir hlutu fresli undan dönum! Hefur greinilega gefist þeim vel. Bandarísk fyritæki komu jú olíuæfintýrinu í Stavanger í gang á sínum tíma.
Björn Emilsson, 8.7.2011 kl. 00:01
EU byrjaði um 1957 og varð að veruleika nánast 50 árum síðar. EU Seðlabankinn er 65% eign höfundanna Þjóðverja og Frakka, ásamt UK og Ítölum. Hirða öll jafnan hagnað. Einnig er EU Seðlanbankinn yfir Þjóðaseðlabankakerfi Meðlima Ríkjanna og Kauphallarnetkerfum EU. Leikreglur eru einfaldar bein lán milli ríkja bönnuð allt fer í gegnum kauphallir [kallað opin markaður undur rós] bréf seljast ef keypt eru meðmæli frá einhverjum þjónunust Seðlabankanna. 80% til 100 stjórnu á öllu reiðfé innan EU. Toppur er kalla þetta einkaframtak og ráða passalega lítt greinda til vera eigendur, og þá mun almenningur allur sem læra að hata einkafrantakið eins og pestina og lofa Miðstýringuna sem greiðir allt niður sem hún skattlagt áður. Peningar eru 5. valdið. Sauðirnir sækjast eftir áhrifavaldinu, enda er metnaðurinn ekki meiri. EU er hernaðstórveldi á pappírunum með varnarsókanar á kvæði. EU er stofnum með sjálfdæmi í skatta álagningu, og ákveður hámarksafla á öllu fiskum útahafanna, í nafni verndarsjónarmiða. Ísland hefur ekki ekki fengið að vita um lámarks Meðlima-skatta sem fylgja formlegri inngöngu inn í áhrifadeild EU.
Júlíus Björnsson, 8.7.2011 kl. 04:01
Sæll Halldór og takk fyrir skemmtilegan pistil.
Það er öllum nauðsynlegt að eiga von. Meira að segja tálvon er betri en engin von. Sjálfur er ég ekki áhugamaður um breytingu á stjórnarskránni enda felldi hún ekki Ísland. En gefum þessu séns.
Sammála Eiríki í því að brjóstvitið öðru nafni heilbrigð skynsemi hefur látið í minni pokann fyrir áliti sérfræðinga sem samkvæmt hinu kapítalíska lögmáli eru styrkt (keypt) af kostunaraðilum (sérhagsmunaaðilum).
Það er nóg af innantómum slagorðum um skjaldborg og norræna velferðarstjórn osf.
Vantar ekki frjóa hugmyndavinnu um hvert við viljum stefna?
Sigurður Þórðarson, 8.7.2011 kl. 08:17
Sæll Sigurður, long time no see in Laugar, why?
Það er alltof mikið af þessum sérfræðilegu álitsgjöfum, alltof mikið af samráðshópum, vinnuhopum, nefndum og bulli. Það vantar einhvern Davíð til að afgreiða eitthvað með hraði þó eitthvað mislukkist gerir það ekkert til. Þ´ví eins og Hannes sagði: Ef skipið aðeins fer í för og fúnar ekki í naustum
Halldór Jónsson, 8.7.2011 kl. 15:21
Björn, Nojarinn er nú með kóng og samsuðustjórnir eins og við er það ekki ?
Halldór Jónsson, 8.7.2011 kl. 15:21
Ég er ekki að forðast neinn, þvert á móti, tók bara upp á því að fara í Sundhöllina. Lífið er vani.
Hannes góður og sígildur. Já og Davíð blassaður, þó ég sé ekki sammála honum varðandi kvótann verð ég að segja að ólíkt fannst mér hann betri formaður, svo ekki sé talað um hvað hann var þjóðlegri, en Þorsteinn Pálsson (í mínum munni er það hrós). Hann hefði örugglega haft tíma og dug til að tala við kínverska forsætirráðherrann svo mikið er víst.
Sigurður Þórðarson, 8.7.2011 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.