Leita í fréttum mbl.is

Lánið afskrifað í bókum Fons!

er varla fréttnæmt þegar fréttir berast af því að Pálmi í Fons og félagi Jóhannes hafi lánað Panamafélaginu Pace 3 milljarða og afskrifað það samdægurs. Væntanlega séð of seint að þeir hjá Pace myndu ekki borga því þeir væri líka í forsetabísness eins og Pálmi og Jói. Enda smáupphæð á þeirra tíma mælikvarða hjá Fons. Nú eru nýjir tímar og Pálmi hefur miklu hlutverki að gegna með því að eiga og reka Iceland Express til að flytja fölann landann í sólina. En hið sterka fjárfestingarfélag Fons með fjárfestingargetuna uppá 10 milljarða er löngu farið á hausinn og kröfuhafar mega éta það sem úti frýs. Einhver leiðinda skiptastjóri er með kjaft.Skilur hann ekki eðli og nauðsyn aflúsunar? En skuldafráganga er kölluð aflúsun á æðra bísnessmáli sem menn geta lært um í Ameríku í MBA námi ef ekki á Íslandi.

Ef ég hefði þegið 71 milljón frá einhverjum vini mínum og skrifað jafnvel málamyndareikning á hans fyrirtæki til að setja í sitt bókhald þá hefði ég farið beint í grjótið ef ég hefði ekki skilað 14 milljónum til ríkisins í formi virðisaukaskatts.Og ef ég hefði ekki talið afganginn fram sem skattskyldar tekjur, þá hefði ég líka farið í steininn fyrir það.

Ef hann vinur minn hefði lánað mér þessa peninga og látið sitt fyrirtæki afskrifa það jafnharðan í sínu bókhaldi, þá hefði hann lækkað skattskyldar tekjur sins félags um sömu upphæð. Ég hefði hinsvegar orðið að telja upphæðina fram og borga tekjuskatt af gjöfinni. Farið í steininn ef ég hefði ekki borgað í öllum tilvikum.

En ef ég héti til dæmis Pálmi og væri einskonar þjóðfrelsari í Glóbal bísness og þyrfti endilega að tapa þremur milljörðum á einni transaksjón, þá bara afskrifar maður og borgar bara skatt af því sem eftir er. Gæti þýtt svona 600 miljónir í sparaðan tekjuskatt hjá mínu þjóðþrifafyrirtæki. Og ef svo vildi til að félagið sem maður lánar er í útlöndum, þá getur skattstofuna hér ekkert vitað um það hvort erlenda félagið borgar tekjuskatt af niðurfellingunni.

Maður skilur vel að menn nenni ekki tala við fjölmiðla eins vtlausir og fréttamennn eru nú annars. Gefi engar upplýsingar um svona smáeinkamál eins og bókhalds-og skattahagræði. Maður sendir kannski orðsendingar á Baugsfréttastofurnar um að þetta hafi allt verið fullkomlega eðlilegt. Ríkisútvarpið og skattstofan vonandi bæði ánægð. Arngrímur Ísberg hefur fyrir löngu sýnt fram á að völundarhús viðskipalífsins er vandratað fyrir óupplýsta alþýðusem sér kannski ekki réttu tenginguna við málin. Vonandi fær Fons að tilnefna Jóhannes í dóminn ef málið kemur fyrir Héraðsdóm?

Á meðan bara afskrifum við svona smáupphæðir í bókhaldi Fons!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Skyldi engum finnast þetta athyglisvert?

Svei mnér ég held að þetta þjóðfélag sé að verða heiladautt. Pálmi er ekki einu sinni spurður hvað hann hafi gert við aurinn? Enginn fréttamaður sér ástæðu til að hringja í hann.

Ég held að maður eigi að fara að halda sér saman og hætta að blogga. 

Halldór Jónsson, 11.7.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband