Leita í fréttum mbl.is

Heiladautt samfélag?

kemur mér í hug þegar maður veltir fyrir sér fréttaflutningi af síðustu transaksjónum þeirra Pálma og Jóhannesar í Fons. Hirða þrjá milljarða bara si sona og afskrifa útúr búi Fons. Aurinn bara gufar upp í Panama. Hvað sagði Eva Joly? Pálmi er hérna allavega en fréttmenn virðast ekki einu sinni nenna að hringja í hann til að fá útskýringar. 

Engum bloggara finnst þetta þess virði að velta þessu fyrir sér. Er þetta bara allt í lagi? Ísberg dómari búinn að stimpla svona gerninga sem venjuleg viðskipti? Sigrún Davíðsdóttir skrifar um Exeter málin í bresk blöð og það vekur athygli þar. Ekki hér. Bara ósköp hversdagleg viðskipti eins og var í Baugsmálinu.

Ég held að íslenskt samfélag sé heiladautt þegar afskriftatalan fer yfir milljarð. Kerfið okkar ræður ekki við nema innbrot í sjoppu og tuttugu hassplöntur.

Ég held að við verðskuldum núverandi ríkisstjórn. Okkur er ekki við bjargandi. Þessvegna kýs fólkið að ganga í Evrópusambandið. Þetta er heiladautt lið í þessu landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ætli það sé ekki frekar vanmáttarkennd? Fólk upplifir samfélagið þannig að það sé sama hvað gerist þá sleppi þeir verstu alltaf.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.7.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband