Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna tók sig vel út

á myndunum með Merkel. Þær stilltu sér upp fyrir framan púlt með míkrófónum eins og Obama gerir. Angela talaði mikinn í sinn míkrófón um hvað Íslendingar væru klárir í jarðhita og gjaldeyrismálum. Við biðum eftir því að heyra hvaða boðskap Jóhanna myndi flytja Þjóðverjum en RÚV klippti fréttina ekki þannig. Kannski hefur hún bara ekki komist að fyrir Merkel? Þær voru báðar fínar og flottar, álíka stórar og þriflegar.

Við hljótum að fá frásagnir af því um hvað var rætt. En heyrst hefur að Jóhanna hafi flutt Angelu þau vondu tíðindi að Íslendingar væru ekkert upprifnir af því að ganga í evrubandalagið. Higsanlega hafa þeir rætt fjórfrelsið og örlög þess hjá Dönum og Íslendingum.

Eða á Hrannar B. að sjá um að skammta okkur fréttirnar af þessu eins og öðru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Halldór! Þú ert smekkmaður,þær voru bara sætar,maður getur látið sem allt sé í ,orden, meðan Jóhanna brosir,hefur ekki lengi sést reið. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2011 kl. 21:37

2 Smámynd: Skúli Pálsson

Hér er hægt að sjá fundinn: http://www.bundeskanzlerin.de/nn_707282/Content/DE/AudioVideo/2011/Video/2011-07-11-Streaming-Sigurdardottir/2011-07-11-streaming-sigurdardottir.html

Skúli Pálsson, 12.7.2011 kl. 00:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Skúli

Öll tungumál bandalagsþjóðanna eru jafnrétthá. Það var stórglæsilegt að sjá Jóhönnu mælast við Merkel á íslensku eins og Jón Baldvin gerði.

Það var líka æðislegt að heyra hvernig Jóhanna lítur á spurningar blaðamanna um framtíð Evrunnar og sambandsins.Svaraði eins og Sfinxinn í eyðimörkinni með dulræðum svip.

Ég er að rifna úr stolti og trú á Jóhönnu.

Halldór Jónsson, 12.7.2011 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband