Leita í fréttum mbl.is

Mogginn hættur að koma

í fríáskriftinni og Fréttablaðið eitt í kassanum. Þetta var því ömurlegri morgun en í gær.

Á innsíðu Frétablaðsins hrósar það sér af auknum lestri. Blaðið hefur rétt fyrir sér í dag hvað mig varðar. Í leiðindunum legg ég það á mig að lesa leiðarann eftir Ólaf ritsjóra upphátt fyrir konuna. Hann stendur fyllilega undir væntingum. Endemis steypa um ágæti þess að ganga í EU og leyfa erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Það sé hættuaust ef kvótinn sé skilgreindur sem afnotaréttur. Íslendingar muni hinsvegar kaupa upp sjávarútveg í EU af því að íslenskur sjávarútvegur sé svo öflugur og öflugri en í EU.

Ólafur hefur greinilega ekki hugmynd um að í útlöndum er miklu meira fjármagn til en mann órar fyrir hér á skerinu. Íslensk fyrirtæki eru hreinir dvergar þegar það er skoðað. Kínverjar geta keypt allt Ísland ef þeim býður svo við að horfa. Þeir eru þegar búnir að kaupa hér útgerðir með kvóta og öllu saman.Ólafur ætti að kanna það nánar.

Það er rétt að við getum gert breytingar á kvótakerfinu og verðum að gera það. En við verðum að gera það með Sjálfstæðisflokknum en ekki í andstöðu við hann. Annars gengur það aldrei í þjóðina. En það er líka rétt að að þýðir ekki fyrir landsölumennina að halda því fram að það skipti engu máli fyrir þjóðina hverjir fara með yfirstjórnina í þessu landi og auðlindum hennar.
Alveg sama hversu mörg fríblöð Baugur gefur út og treður í kassana, þá breytist sú staðreynd ekki, að 80 % af þjóðinni ætlar ekki í Evrópusambandið.

Og 34 % þjóðarinnar trúa fremur Davíð Oddssyni en 11% sem trúa Jóhönnu. Þannig er þetta og meiri steypa Jóhönnu í samtölum við Merkel um að stuðningur við EU aðild fari vaxandi er enn ekki orðinn að veruleika. Maður getur blekkt suma stundum en aldrei alla alltaf. Til þess eru skipulögð skemmdarverk ríkisstjórnarinnar á efnahag þjóðarinnar ekki enn orðin nógu mikil að þjóðin gefist upp og samþykki aðild. Þjóðin er enn ekki úrkula vonar um að hér geti aftur dagað og þjóðin nái vopnum sínum með nýjum ráðamönnum.

Ég ætla að hringja á eftir og panta áskrift af Mogganum. Það er gersamlega óþolandi lengur að sitja bara undir þessum einhliða áróðri peningaveldis Baugsliðsins og Samfylkingarinnar. "Gef mér loft, gef mér loft, því ég lifi ekki í kalkaðri gröf" sagði séra Matthías.

Moggi minn, hættu við að hætta að koma og komdu aftur!Kannski geturðu lækkað áskriftargjöldin með fleiri áskrifendum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband