Leita í fréttum mbl.is

Stattu þig Ögmundur!

því það er ekki allt alvont i Fréttablaðinu. Afbragðs grein er eftir Ögmund ráðherra um nauðsyn flugvallar í Vatnsmýrinni. Hann vekur athygli á því að meirihluti hans standa á ríkislandi sem borgin á ekki neitt í.

Er ekki rétt að reyna að koma honum öllum á ríkisland svo þessu þrasi geti lokið? Ég fullyrði og styðst við skoðankönnun mína sem nú hefur gengið nokkur ár hér á síðunni, að 80 % fólks vill hafa flugvöllinn kyrran í Vatnsmýri. Svipað hlutfall og vill ekki fara í Evrópusambandið.Allt annað er óraunhæft fimulfamb óábyrgs fólks,sem hugsar ekki málið til enda.

Það er skandall hvernig búið er að Reykjavíkurflugvelli með banni á öllum framkvæmdum, flugstöðvarviðbyggingu hjá Flugfélaginu og fleira og fleira.Það er skandall að líða Reykjavíkurborg að sækja að vellinum á allar hliðar með sífelldum skipulagsbreytingum sem rýra gildi hans. Við verðum að verja landamærin Ögmundur! Settu niður nýjar víglínur sem stöðva eyðingaröflin.

Áfram Ögmundur! Þú hressir upp á gengi þitt og jafnvel þeirrar ömurlegu ríkisstjórnar sem þú ert í, með því að sýna af þér snerpu og snöfurmennsku í flugvallarmálinu. það getur orðið til þess að einhverjir muni eftir þér ekki að illu einu þótt síðar verði.

Stattu þig Ögmundur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband