Leita í fréttum mbl.is

Hverjir munu kjósa?

þegar greitt verður atkvæði um inngönguna í ESB? Verður kosið eftir lögunum um kosningar til Alþingis þar sem einungis íslenskir ríkisborgarar kjósa? Eða verður kosið eftir lögum um sveitarstjórnarkosninar, þar sem Norðurlandabúar mega kjósa eftir 3 ára búsetu og allir aðrir útlendingar eftir fimmára búsetu?

Eða þá bara nýjum lögum þar sem allur lögheimilismenn megi kjósa?  Verður ríkisstjórninni þá nokkur skotaskuld úr því að efla aðildarsinna með innflutningi hjálparsveita frá Evrópusambandinu?

Það verður ekkert til sparað af hálfu Steingríms og Jóhönnu þegar til stykkisins kemur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Síðast þegar vísað var í lög um kosningar til Alþingis dæmdi Hæstiréttur niðurstöðuna ógilda. ESB kosningin verður miklu einfaldari.

Þegar kosið var til stjórnlagaþingsins sáluga voru 520 kostir í boði en í þjóðaratkvæði um ESB-aðild er kosturinn aðeins einn: Nei!

Haraldur Hansson, 22.7.2011 kl. 16:59

2 Smámynd: Halldór Jónsson

En góði Haraldur

Fær þjóðin að kjósa ein, eða fá aðrir að kjósa með henni, eða fær hún yfirleitt nokkuð að kjósa ef þú skoðar tillögur Stjórnlagaráðs?

Halldór Jónsson, 22.7.2011 kl. 17:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að 10% kosningabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru um 22.000 manns.

Ég hef tvisvar staðið að undirskriftasöfnun, í fyrra skiptið söfnuðust 42.000, og sú sem er núna er komin í tæp 12.000 nöfn og fer jafnt og þétt hækkandi. (Munið: undirskrift.heimilin.is)

Ef við fáum ekki að kjósa um ESB-aðild, þá væri heldur engin ástæða til að kjósa nokkurn skapaðan hlut yfir höfuð, og meiriháttar ákvarðanir yrðu í staðinn framvegis útkljáðar með byltingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2011 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband