Leita í fréttum mbl.is

Umgangur

er ekki til fyrirmyndar á tjaldstæðum þar sem tjöld hafa verið felld og ruslið liggur eftir eins og skæðadrífa. En er aðeins við tjaldbúa að sakast?

Sveitavargurinn tekur hátt gjald fyrir tjaldstæðið en lætur hann nokkuð í staðinn? Ekki öskutunnupoka, ekki rafmagn, ekki salerni, ekki ruslagám ? Bara rukkar?

Er þetta bara ekki Quid pro Quo?

Ég var í pottinum á Flúðum með svona tjaldgæjum. Glæsilegir strákar. Þrútnir um augun töluðu þeir um atburði næturinnar og lífið yfirleitt, hvernig maður færi með bjórinn inn á kanttspyrnuleikinn ofrv. Ég er alveg viss um að þetta voru vel uppaldir strákar. En tjaldstæðið þar sem þeir voru á var eins og vígvöllur. Það er ekkert víst að akkúrat þeir hafi ekki skilið vel við en svona almennt var þetta eins og maður sér verst á myndum.

En ég velti þessu bara fyrir mér hvort sé við bara annan að sakast þegar að umgangi kemur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vitanlega er þetta uppeldisatriði, sóðaskapur og kæruleysi, það er ekki hægt að kenna neinu öðru um, ábyrgðin er í höndum tjaldbúa.    Foreldrar og ekki síður leikskólakennarar verða að taka sig á og kenna börnunum betri umgegni straks frá unga aldri. Það má alls ekki afsaka þessa sóða með því að ekki séu ruslapokar á svæinu, er það kanski vegna þess að ekki sé ruslapoki  í bílnum sem fólk kastar rusli út um bílrúðuna. Þakka þarfa umræðu.

Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 11:25

2 Smámynd: Sigrún Óskars

það eru yfirleitt ruslatunnur eða ruslagámar á tjaldstæðum og þar sem ég hef verið hefur verið góð umgengni.

og almennt á það við að þar sem rukkað er fyrir tjaldstæði þar er einhver aðstaða, það er ekki bara rukkað fyrir grasið undir tjaldinu..... eða hvað??

það sem mér finnst aftur á móti athyglisvert og það er hvort virðisaukaskatturinn af þessari þjónustu skili sér ..... t.d. á Vík í Mýrdal, þar er ekki tekið við korti og ekki gefin kvittun  

Sigrún Óskars, 1.8.2011 kl. 11:33

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég held að flest öll börn séu vel upp alinn, en þegar stór hópur únglinga er saman kominn, verður oft kátt á hjalla og ef Bakkus er með í för, vill ímislegt fara úrskeiðis, og múg æsingur getur gert vart við sig hjáfólki á öllum aldri! ( Saman: Mómælafundi. Og þar er ekki bakkus með) En ef einhver er með góð ráð til að stoppa þetta myndi hann fá mikið hrós frá mörgum!!

Eyjólfur G Svavarsson, 1.8.2011 kl. 14:43

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakk ykkur öllum fyrir undirtektir. ÞAð er rétt sem Eyjólfur segir með múgæsinguna. Menn gangast kannski upp í að sýna einhver töffheit eins og mér fannst stórkostlegt þegar ég heyrði af gæjunum sem voru á Elborgarhátíðinni sem bara kveiktu í tjaldinu sínu og viðlegubúnaðnum þegar mál var komið að halda heim! Þeir hvaf kannski kveikt í ruslinu sínu um leið?

Já frú Norberg, mér finnst hræðilegt að sjá þegar fólk grýtir frá sér rusli út um bílrúður eða brýtur glerflösku viljandi á gangstéttinni fyrir framan sig. Það er margt sem Íslendingar mættu almennt vanda sig betur við í umgengni.

Ég held að partur af afsiðun þjóðarinnar hafi verið þegar þéringarnar voru lagðar af í skólum landsins, það voru einhverjir alþýðlegheitamenn sem stóðu fyrir því. Allar aðrar þjóðir hafa þéringar.

Halldór Jónsson, 1.8.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband