Leita í fréttum mbl.is

Hver fjandinn er framundan?

spyrja margir sig í dag þegar fregnir berast af hruninu á kauphöllinni í Wall Street. Gull hækkar, olía hækkar,skuldirnar hækka.Tekjurnar lækka hjá fólkinu hvað sem líður "kjarasamningum". Skuldavandi fleiri ríkja kemur meira upp á yfirborðið. Fjárfestingar dragast saman víðast hvar og einkaneysla lætur undan. Fólkið er óttaslegið og kippir að sér höndunum.

Munu Þjóðverjar samþykkja að halda áfram að borga fyrir þá skuldugu eða mun þeir yforgefa evruna fyrstir? Hinn þögli meirihluti í landinu því gæti tekið upp á því að fara að hafa skoðun og hætta að láta segja sér fyrir verkum og skipa sér að þegja. Litli maðurinn þýski, þessi miðaldra, því það er svo lítið af ungu fólki í landinu, hann hristir hausinn. Hann man gamla D-Markið og er farinn að hugsa sitt um þetta basl með evruna. Af hverju á hann að láta skattpína sig fyrir Grikki? Trúir hann raunverulega á framtíð ESB?

Ef sllstaðar er heimtað að ríkissjóðir skeri niður og hætti að eyða umfram tekjur, þá blasir hryllingurinn við. Atvinnuleysi, upplausn, einangrunarstefna. Síðan kemur væntanlega uppgangur svokallaðra öfgaflokka, og þá gæti stefnt aftur í stærstu skuldabrennslurnar,- stríð.

Hvernig var ástandið fyrir 1939? Hvað hefði gerst ef hervæðingin hefði ekki farið af stað? Hvert átti framleiðslukrafturinn að fara ef engir voru kaupendur? Hefur heimurinn ekki síðan 1945 verið drifinn af fólksfjölgun sem býr til eftirspurn? Ef fjölgunin hættir utan Afríku hvað geerist þá? Áður þurfti alltaf meira af þessu og meira af hinu. Ef hægir á fjölgun þeirra sem geta keypt, hvað gerist þá? Velsæld myndast ekki á samdráttarskeiðum.

Draga ríkin fyrst saman í öllum útgjöldum eins og Steingrímur hér?.Hækka skatta eins og hann? Fólkið fer að kaupa gull og grafa í jörð eins og Frakkar hafa lengi gert vegna biturrar reynslu? Enginn treystir öðrum fyrir láni. Menn og þjóðir einangra sig. Hvað verður um Kínverja ef Bandaríkin hætta að kaupa? Hvað gera Indland, Kína og Japan?

Makróeconomics er fræðigrein sem ég veit ekki mikið um.En það er stofnun í Bandaríkjunum sem hugsar hið óhugsanlega.Rand-Corporation. Hvað skyldu þeir vera að spekúlera þessa dagana?

Það er orðið vandlifað lagsmaður Gróa ef þessi þróun vestanhafs heldur áfram. Allur fjandinn getur verið framundan sem við ekki bjuggumst við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband