Leita í fréttum mbl.is

Veit Joschka ekkei neitt?

um Evrópusambandið? Hvað er hann að skrifa svona:

"...Mun sambandið nú skiptast í framvarðasveit (hóp evruríkja) og bakvarðasveit (hin í hópi aðildarríkjanna 27). Þessi formlega skipting mun breyta innra skipulagi ESB í grundvallaratriðum. Undir regnhlíf stækkaðs Evrópusambands munu hinar gömlu brotalínur á milli evrópsks efnahagsbandalags sem leitt er af Þjóðverjum og Frökkum annars vegar og evrópsks fríverslunarbandalags sem leitt er af Bretum og Norðurlöndum hins vegar koma fram á ný. Héðan í frá munu evruríkin ákvarða örlög ESB meira en nokkru sinni, vegna sameiginlegra hagsmuna.

Í öðru lagi mun stökkið inn í gjaldeyrissjóð og sameiginlega stjórn efnahagsmála leiða til frekari og víðtækrar skerðingar á fullveldi aðildarríkjanna, í þágu evrópskrar lausnar á vettvangi sambandsins. Má til dæmis nefna að innan myntbandalagsins munu fjárlög einstakra aðildarríkja heyra undir evrópska eftirlitsstofnun...."...

Og enn segir Joschka:

..."Ef evran á að lifa af mun ósvikin sameining, með frekari tilfærslu á fullveldi til sameiginlegs evrópsks vettvangs, verða óhjákvæmileg...."

Hvernig stendur á því að þessi fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherra talar með þessum hætti? Eru ekki íslenskir aðildarsinnar með það á hreinu að fullveldi Íslands muni í engu skerðast og við munum ef til vill fá Evru þegar við erum búnir að kíkja í pakkann?

Maður heyrir Íslendinga halda því fram að það skipti þá engu máli hver veiði fiskinn. Það sé búið að stela honum frá þeim hvort sem er af kvótagreifunum þannig að tilfærsla til Brüssel skipti þá persónulega engu. Sama sé um landbúnaðinn, það breyti engu fyrir þá hvort kvóti sé aukinn eða ekki.

Breytir það þá nokkru fyrir þetta fólk hvaða þjóð býr í landinu okkar? Okkur sé alveg sama hvort Þjóðverjar eða Rúmenar búi í Þýskalandi því það snertir okkur ekki neitt. Það skiptir okkur engu máli hvort okkur séð stjórnað af Austurvelli eða frá Brüssel. Við verðum þáttakendur í samfélagi þjóðanna segja þeir líka, þó 92 % mannkyns standi utan Evrópusambandsins.

Hvorir skyldu vita meira um Evrópusambandið: Okkar aðildarsinnar eða Joschka Fischer?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband