Leita í fréttum mbl.is

Sósíalismi andskotans

fær góða umfjöllun í grein Magnúsar Hallddórssonar í Viðskiptablaðinu:

Magnús segir m.a.:

.....„Ef kröfuhafar fá að endurheimta skuldir sínar með því að taka tækifæri frá samkeppnisaðilum rekstrarins sem fór í þrot þá er markaðsbúskapur ekki fyrir hendi í raun. Þá hættir eiginlegur samkeppnismarkaður að vera til. Fyrirtæki þurfa að geta komið og farið, það er grundvallaratriði. Í þessu felast helstu mistökin, að því er mér finnst, þ.e. að ýta regluverki markaðarins til hliðar þegar kemur að illa stöddum fyrirtækjum. Þessi mistök eru nú dragbítur á hagvöxt í landinu þar sem þau draga úr fjárfestingum og ávöxtunarmöguleikum. Til þess að koma fjárfestingu af stað þurfa að skapast tækifæri fyrir fjárfesta, sem þeir sjá sjálfir og eru ekki þvingaðir til þess að fara í með pólitískri stefnumörkun. Þau tækifæri geta kviknað í gjaldþrotum. Eins dauði er annars brauð....

... Ósjálfbær störf leggjast af, en þau sem nýir fjárfestar telja að geti hjálpað til lifa. Nýr tilverugrundvöllur verður til fyrir reksturinn, sem áður var kominn útaf sporinu....

...Í kreppum skiptir máli að nýta tækifærin sem gjaldþrotin skapa. Þá falla eignir í verði og fjárfestar fara á stjá. Þeir einir geta skapað rétt markaðsverð og lagt „rétt“ mat á það hvort rekstur sé lífvænlegur. Starfsmenn á fyrirtækjasviði banka sem lesa úr excel-skjölum eru ekki réttu mennirnir til þess að sjá tækifærin. Það eru þeir sem eru tilbúnir að taka áhættuna sem felst í fjárfestingu. Bankarnir hafa komist upp með að halda uppi verði á ýmsum eignum, t.d. aflaheimildum, atvinnuhúsnæði og fleiru, með því að virða gjaldþrotalöggjöfina að vettugi.... Fyrirtæki starfa lifandi dauð, þar til skuldirnar eru niðurfærðar að einhverju leyti. Eftirlitsstofnanir vita af lögbrotunum, sbr. 64. grein gjaldþrotalaga, en gera ekkert,... bjarga útvöldum mönnum og eigendum fyrirtækja með niðurfærslum á skuldum sem þeir stofnuðu til með samningum....

....Markaðsöflin, .. eru ekkert slæm. Síður en svo. Þau eru drifkrafturinn í hagkerfum og undirstaða þess að fólk fær vinnu þegar upp er staðið, hvort sem er hjá ríkinu eða á einkamarkaði. Það er tilgangslaus vindmyllubardagi að ætla sér að berjast gegn lögmálunum, með gjörspilltri skuldaniðurfærslu til útvalinna eigenda fyrirtækja, ekki síst í gegnum stærsta banka landsins sem skattgreiðendur eiga, Landsbankann, frekar en leyfa fyrirtækjum að fara í þrot líkt og lögin segja til um. ....En hræðslan við markaðsöflin er alltof víðtæk og það er að fara illa með hagkerfið og halda aftur að hagvexti þar sem fjárfesting á markaðsforsendum er lítil sem engin.“

Hér kjarngóð lýsing á hagstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Hversvegna hún ber dauðann í sjálfri sér og er búin að valda ómældu tjóni þjóðabússinn.

Steingrímur J. er nátttröll á 21.öld, hann er maður sem ekkert skilur lögmálum markaðarins, en er eins og fíll í glervörubúð þar sem hann ryðst um fast í þeirri trú að hann sé að bjarga landinu.

Það þarf hinsvegar sem fyrst að bjarga landinu frá honum sem fyrst og víkja af braut þess sósíalisma andskotans sem hann stendur fyrir í ríkisvæðingu gjaldþrota sem allstaðar liggja í slóð hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband