Leita í fréttum mbl.is

Einn með glóru!

í stjórnarliðinu. Ég bara kleip mig í handlegginn til að vita hvort ég væri vaknaður.Ég hélt að í stjórnarliðinu væri ekki nokkur maður með glóru.

Viðtal var við Kristján Möller í útvarpinu. Hann bara talar bara eins og einhverjir sjálfstæðismenn um nauðsyn þess að koma atvinnulífinu og fjárfestingu í gang. Hann vill  fara í álverið í Helguvík, hann vill boranir fyrir austan. Hann segir skattaleiðina komna á leiðarenda og hún muni ekki leiða okkur út úr kreppunni.

Ég bara klíp mig aftur. Hann styður stjórnina auðvitað segir hann en hann telur að ekki hafi verið efnd ákvæði stöðugleikasáttmálans.Hann virðist líka vera stjórnmálamaður og kunna að tala í gátum. Nú er spurning hvor verður ofaná á fundi iðnaðarnefndar kl 10:30, kristján þessi eða Kristján hinn?

Eitt vildi ég þó að þeir hugleiddu. Það er að setja takmarkanir á innflutning vinnuafls meðan við vindum ofan af atvinnuleysinu innanlands. Það eru farnar að myndast kjarnar af fólki sem ætlar sér að vera atvinnulaust áfram eins og allstaðar hefur skeð þar sem atvinnuleysi hefur verið mikið og langætt. Við verðum að fá tíma til að fást við þá þróun. Vegabréfaeftirlit er ágætt fyrsta skref. Hættum að vera svona hrædd við undantekningarnar frá EES. Beitum einhverri lævísi eins og aðrar þjóðir gera þegar þeim hentar.

Vonandi glórir eitthvað á fundinum klukka 10:30..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband