Leita í fréttum mbl.is

Seljum stóran hlut !

í Landsbankanum segir Steingrímur J. til að loka gatinu.Ekki er útskýrt hverjum verði selt en "Menn geta treyst einu: það verða ekki vinnubrögðin frá 2002 sem verða viðhöfð." segir hann svo til viðbótar. Og þessu er samviskusamlega slegið upp á forsíðu Baugstíðinda eins og þetta sé stórisannleikur og reginfregnir.

Hversu mikil verðmæti skyldu nú vera í Landsbankanum sem voru þar ekki 2002? Björgólfarnir fengu bara lán í Búnaðarbankanum 2002 til að kaupa The National Bank of Iceland og fengu afslátt þega í ljós kom að málverkin áttu ekki að fylgja með. Hverjir skyldu nú fá að kaupa af Steingrími?

Skyldi Steingrímur hafa komið auga á kaupanda sem bæði á fyrir kaupum á minnihlutaeign í Landsbankanum með Steingrími og vill vera memm? Eigum við að trúa því að kaupendur að stórum hlut í Landsbankanum standi í röðum ? Fylgir kannski lán með í kaupunum eins og 2002? Og þá hvaðan?

Steingrímur þykist ekki vita ekki hver á Íslands-og Aríon banka. Fá þeir að kaupa? Hverjir verða valdir þóknanlegir kaupendur í þetta sinn?

Hvernig stendur á því að fréttamenn okkar láta Steingrím komast upp með að henda svona bombum fram gagnrýnislaust? Hafa þeir ekki hugleitt Steingrímur er þegar búinn að loka fjárlagagatinu með boðaðri þreföldun matarskattsins? Einhverntíman hefði slíkt þótt tíðindum sæta.

Nei, við bara seljum stóran hlut í Landsbankanum og lokum fjárlagagatinu án þess að hækka tekjuskatta á fólkinu í landinu eða skerða lífeyrissjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar ríkisbankinn Landsbankinn var einkavæddur á sínum tíma seldist hann fyrir 25 milljarða. Meira var það nú ekki.

Í dag er bankinn mun verr settur, starfsemi hans er að mestu leyti kolólögleg og hann er í raun jafn gjaldþrota og forveri hans. Hversu hátt verð ætli verðbréfasalinn Steingrímur búist við að fá?

Minnumst þess líka að fyrr á þessu ári þóttist sami maður ætla að galdra hærri upphæð en þetta upp úr hatti sínum til að færa Bretum og Hollendingum. Með því að neita að láta undan slíkri kúgun hafa hinsvegar nú þegar sparast yfir 100 milljarðar. Hvers vegna notar Steingrímur ekki þessa fjármuni til að "loka gatinu"?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2011 kl. 21:04

2 identicon

Það mætti kanski láta málverkin fylgja með núna og engan afslátt og svo til að losna við kostnað geymslu og að viðhalda skrípamyndunum hans Errós mættu þær fylgja með. Tveir fyrir einn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband