Leita í fréttum mbl.is

Il faut recoloniser

en l´Afrique.

Ég var að bauka við að læra hrafl í frönsku fyrir nokkrum árum. Ég komst á það stig að ég gat lesið greinar í Paris Match nokkurn veginn. Þar í voru ýmsar greinar um málefni sem við í enskumælandi heiminum sinnum lítt. Frakkar og raunar Bretar líka fylgjast mun meira með Afríku en við Íslendingar til dæmis.

Ég man eftir einni grein um málefni Afríku eftir málsmetandi mann með langa reynslu. Hans niðurstaða var, eftir langa yfirferð um söguna og ástandið,fólgin í setningunni að ofan(ef ég skrifa hana rétt, ég hætti í lærdómnum). Ef eigi að leysa vanda hluta Afríku þurfi ýmis ríki þar að verða nýlenduveldi aftur. Þjóðirinar þar hafi ekki haft gæfu til að fara með stjórn egin mála. Afríka sem áður var útflytjandi matvæla værinú háð matvælagjöfum. Það eru meira en 10 ár síðan ég las þetta og ástandið hefur aðeins versnað.

Ég held að þessi maður hafi haft þá þekkingu á vandamálinu að það hefði betur verið hlustað á hann. Ef við horfum til Sómalíu til dæmis, þá er ekki vafi að stofnun nýlenduveldis þar myndi líklegra til þess að leysa vandamál landsins heldur en árleg neyðaraðstoð. Stjórnlaus eyðing náttúrugæða fer fram viðast hvar, skógar eru höggnir fyrir beitilönd og uppblástur og þurrka í kjölfarið. Innanlandsregla hefur leystst upp, engin stjórn er í landinu og afleiðingin blasir við.

Sem fyrsta skref gætu Sameinuðu þjóðirnar boðið Sómalíu að taka við sjálfstæði þeirra til geymslu um eitthvert hæfilegt tímabil til að byrja með, hugsanlega næstu 25 ár. Sómalir gætu treyst SÞ betur en einstöku ríki. Á þeim tíma yrði mjög takmörkuð stjórnmálastarfsemi leyfð í landinu nema sú sem innfæddir kunna á. Aðeins ein lög yrði í gildi í stað þriggja eins og nú er og 30 ára borgarastyrjöldinni myndi ljúka.

Sameinuðu Þjóðirnar færu alfarið með rekstur ríkisins, lögreglu og hervald eins og var á nýlendutímunum. AðildarÞjóðir samtakanna gætu komið að uppbyggingu atvinnuvega hvert eftir sinni getu, t.d. gætu Íslendingar komið að uppbyggingu fiskveiða okkur til hagsbóta.

Verkefnið er aðvitað risavaxið í landi sem er sex sinnum stærra en Ísland og með þrítugfaldan fólksfjölda. Aðalatriðið hlýtur samt að vera að koma reglu á í landinu þannig að tóm og friður fáist til að erja jörðina og nýta landsins gæði. Nokkuð ljóst er að vandamálið núna er ekki að leysast í landi þar sem engin ríkisstjórn hefur ríkt árum saman.

Sómalir undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu 2012. Hugsanlega vildu þeir greiða atkvæði jafnhliða um slíka skipan mála ef trúverðug áætlun hefði þá verið undirbúin og kynnt.Í Sómalíu hlýtur margur maðurinn að vera orðinn langþreyttur á ástandinu þó aðstæður í landinu kunni að vera mismunandi slæmar eftir héröðum. Sómalir treysta ekki hverjir öðrum. En þeir gætu hugsanlega átt auðveldara með að treysta óháðu yfirþjóðlegu valdi.

Fleiri ríki í Afríku kunna þurfa slíkrar aðstoðar við.

Il faut recoloniser sagði maðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Væri kannski hægt að taka þennan texta að hluta til og setja Ísland í staðinn fyrir Sómalíu, eða hluta af Afríku?

Ef eigi að leysa vanda [Íslands] þurfi [Ísland] að verða nýlenduveldi aftur. [Ísland] hafi ekki haft gæfu til að fara með stjórn egin mála. [Ísland] sem áður var eitt af ríkustu löndum heims væri nú háð lánaaðstoð frá Evrópuríkjum og AGS. ...

...Ef við horfum til [Íslands] til dæmis, þá er ekki vafi að stofnun nýlenduveldis þar myndi vera líklegra til þess að leysa vandamál landsins heldur en árleg neyðaraðstoð. Stjórnlaus eyðing náttúrugæða fer fram viðast hvar, skógar eru höggnir fyrir beitilönd og uppblástur og þurrka í kjölfarið. Innanlandsregla hefur leystst upp, engin stjórn er í landinu og afleiðingin blasir við. *

Íslendingar treysta ekki hverjir öðrum. En þeir gætu hugsanlega átt auðveldara með að treysta óháðu yfirþjóðlegu valdi (ESB einhver?)

* Á landnámstímanum var landið sagt skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Hlutfall skógar hefur farið úr 30% niður í 1-2%, ef ég man rétt.

Ég vil taka fram að þetta er ekki mín skoðun sem ég er að rekja hér að ofan, en síðuhöfundur hefur lagst gegn aðild Íslands að ESB, sem er yfirþjóðlegt vald. Því er skrýtið að sjá hann óska eftir yfirþjóðlegu valdi fyrir önnur ríki.

Theódór Norðkvist, 13.8.2011 kl. 20:22

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég tel, að ESB sé langt frá því að vera óháð yfirþjóðlegt vald ! Hins vegar eru UN eina óháða yfirþlóðlega valdastofnun í heiminum, hverri þjóðir heims ættu að geta treyst?

Sjónarmið Halldórs í endurbótum á stjórnarháttum sumra Afríkuríkja eru að mörgu leyti skiljanleg ekki síst þegar langvinn innanlands átök (borgarastyrjaldir) hafa brotið niður lýðræðislega kjörna stjórnsýslu.

Sú stund kann að renna upp, að aflögufærar þjóðir heims gefast upp eða hafa ekki lengur ráð á að hjálpa bágstöddum Afríkuþjóðum lengur. Hvað tekur þá við ? Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.

Vandamál Afríkuþjóða eru tvíþætt, þ.e.a.s. af völdum náttúrunnar (þurrkar +óáran af manna völdum) dæmi :Sómalía og svo má nefna þekkingarleysi + pólitískar ofsóknir og spillingu, dæmi : Zimbave, þar sem fólk, sem kunni til verka hefur sætt ofsóknum af hálfu yfirvalda.

Sú leið að innleiða nýlendustjórn í vissum ríkjum Afríku undir merkjum UN gæti skilað árangri, en það gæti reynst þrautin þyngri að koma slíkri tilhögun á, því að Afríkubúar eru bæði stoltir og tortyggnir.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 13.8.2011 kl. 21:52

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er ekki sammála þér að SÞ séu óháð stofnun. Er yfirhöfuð hægt að vera óháður?

Sameinuðu þjóðirnar eru bara samtök þeirra þjóða sem þær samanstanda af. Stundum ræður meirihluti, en stórveldin hafa reyndar neitunarvald!

Hvernig er þá hægt að segja að SÞ séu óháð? Eina spurningin er hverra hagsmunir verða ofan á.

Theódór Norðkvist, 13.8.2011 kl. 22:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakk ykkur báðum fyrir athugasemdir.

Theodor, þú ert skarpur að koma með þennan vinkil, þó mér finnist hann vera útúrsnúningur á því sem ég er að tala um. Þú sérð kannski mun á þér og górillapa gæti ég snúið út fyrir þig á móti?

En grínlaust , oft að erfiðum stundum getur maður rifið hár sitt yfir Íslendingumm hversu heimskir þeir séu. En ég held að Sómalir færu langt með að samþykkja nýlendutillögurnar vegna þess hversu hörmulega miklu verr þeir eru komnir en Íslendingar. Steingrímur er bara barnaleikur miðað við það sem þeir þurfa að þola af sínu fólki.

Auðvitað Kristján er okkur hætt við að segja að menntað einveldi okkar sjálfra sé betra en það sem við blasir. Það er bara listin að þræða hinn gullna meðalveg. Því verðum við að búa við þetta lýðræði, sem er samt það skársta sem við höfum völ á.

En það er samt langur vegur frá okkur til Sómalíu og aðrar lausnir geta hentað þar en hér Theódór góður þó við eigum vissulega jafnheimskt fólk og best gerist þar. Það er ástandið og efnin sem kvekja mínar hugleiðingar um gamla tímaritsgrein. Hugsunin kom ekki frá mér.ESB er allt önnur Ella heldur en þetta dæmi. Hugleiðingar þinar um annað eru greinilegur útúrsnúningur sem ég tek ekki alvarlega.

Halldór Jónsson, 13.8.2011 kl. 22:38

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skildi þetta ekki með górilluapann, en ekki neita ég því að Sómalía er auðvitað að glíma við margfalt alvarlegri mál en við.

Spurningin er þá kannski hversu miklar hörmungar þarf til að svipta þjóð sjálfsforræði, er efnahagshrun eins og hér næg ástæða, eða þarf landið bókstaflega að vera ein rjúkandi rúst.

Eða er kannski aldrei ástæða til að svipta þjóðir sjálfstæðinu? Mér sýnist að í þeim löndum sem Bandaríkin/NATÓ/Vesturlönd hafa verið með fingurna, sé frekar verið að gera illt verra en hitt.

Theódór Norðkvist, 14.8.2011 kl. 01:11

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Theódór góður,

Mér finnst þú enn vera að tala um okkar hrun eins og einhvern samanburð við Sómalíu. Barnaleikur er okkar vandi miðað við þeirra. Enda er ég að tala um að reyna að koma þessu á með samningum við þá sjálfa. Ég held ekki að þeir verði neyddir til þess. SÞ reyndu að hjálpa Haiti á sínum tíma með því að skipuleggja lögreglu og reyna að friða landið. En það fundust svo fáir liðsmenn í lögregluna sem ekki notuðu byssuna óðar til að ræna með henni, þannig að SÞ gafst upp og fór frá landinu af því og fleiri ástæðum.Sumstaðar er ástand fólksins þannig að það tekur ekki sönsum.

Halldór Jónsson, 14.8.2011 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband