27.8.2011 | 10:24
Flokksvikarar.
Ég hef verið skammaður fyrir að taka of hressilega uppí mig þegar ég fjallaði um Guðmund Steingrímsson hér á dögunum. Satt að segja hafði ég nokkurn móral af þessu því að ég reyni að forðast að láta slíkt eftir mér á prenti þó kjafturinn sjóði iðullega á manni. En í þetta sinn vildi ég vera hreinskilinn.
Það getur því vel verið að mörgum finnist ég hafi notað of sterk orð í þetta sinn. En þau lýsa mínum tilfinningum í garð flokkahlaupara og athæfis þeirra. Ég vildi vekja fólk til að líta þetta mál öðrum augum en þeirri léttúð sem málin fá í fjölmiðlum.
Enda að vonum að fólk hugleiði þetta ekki nægilega vel eins og fjölmiðlar leyfa sér að níða niður stjórnmálaflokka. Þeir tala dag eftir dag af fyrirlitningu um fjórflokkinn sem tröllríði öllu en horfa svo uppá Jóns Gnarflokkinn núna og alla aðra klofningsflokka sem boðið hefur verið uppá. Og svo hafa þessir fjölmiðlungar aldrei komið nálægt pólitísku starfi.Þeir eru eins og götustrákar sem sitja á girðingunni heima hjá sér og henda skít í fólk sem fer framhjá.Hlaupa svo inn ef einhver ætlar í þá.
Samt hafa þeir lifað langan aldur í þjóðfélagi þar sem fjórir flokkar hafa getað rúmað allt sem menn þurfa í stjórnmálum og geta síðan borið árangurinn hérna saman við þjóðfélög þar sem úir og grúir að litlum sérvitringaflokkum.
Ég hef þær bjargföstu skoðanir sem þarna birtast um skyldur frambjóðanda flokks við þann framboðslista sem hann skipar.Ég er búínn að uppplifa ýmislegt í löngu pólitíaku lífi mínu og þessvegna sagði samviskan mér að spara hvergi fúkyrðin í þetta sinn. Og það má Guðmundur vita, ef hann hefur orðið eitthvað fúll, að þessi orð eru eru ekki bara til hans sögð heldur allra sem gera eins og hann. Því miður er þetta æ algengara að verða og verður því að fara að taka á þessu.
Þetta er svona í mínum huga að næsti maður á lista er einfaldlega varamaður þess fyrir ofan. Geti sá maður sannfæringar sinnar vegna ekki haldið áfram fer hann af listanum og útaf og varamaður kemur inná. Menn fara inná leikvöllinn sem lið. Ef leikmaður Arsenal vill ekki spila lengur fyrir Arsenal á vellinum, þá fer hann ekki yfir miðlínuna í miðjum leik og fer bara að spila með Manchester á móti Arsenal sem eru þá orðnir einum færri en Manchester einum fleiri. Einhverjum þætti slíkt heldur snautlegt fyrir Arsenal.
Þetta finnst mér svo morgunljóst að það sé beinlínis tilræði við lýðræðið að hegða sér á þann hátt sem flokkahlauparar gera á hinum pólitíska leikvelli.Og sé lýðræðið í hættu þá tel ég mig í fullum rétti að verja það ákveðið. Ég gat ekki annað en tjáð mig með afgerandi hætti í þetta sinn.
Flokksvikari treður á kjósendum sínum.Hann treður á lýðræðinu. Honum ber að segja af sér umboði sínu. Flokksvikari á skilyrðislaust að skammast sín og segja af sér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420144
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já auðvitað á hann að segja af sér, og svona leikur á ekki að líðast. Ef að menn sjá sér ekki fært að sitja áfram vegna vinnubragða og skoðanaskipta þá á að boða til kosninga. það er ekkert smá búið að leika þennan leik hjá núverandi Ríkisstjórn eingöngu til þess að ná markmiðum sínum fram... Svei og skömm segi ég bara...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2011 kl. 11:46
Flokksvikarar eru líka þeis sem ganga þvert á samþykktir Flokksins og fara sýnar eigin leiðir. það fólk á líka að segja af sér.
Vilhjálmur Stefánsson, 27.8.2011 kl. 11:46
Ég er að mörgu leyti sammála því að þingmaður eigi ekki að geta skipt um lið á miðjum velli en bendi á Stjórnarskrána þar sem þingmanninum ber skylda til að fara eftir sannfæringu sinni. Þannig að Stjórnarskráin lætur ábyrgð á herðar þingmönnum líkt og þeir séu persónukjörnir þrátt fyrir að samþykktir flokkanna leggi þeim aðrar línur en í þeim á að byrtast vilji meirihluti flokksmanna. Því set ég fram þá spurningu hvort allir þingmenn flokks eigi bara að fara eftir stefnu flokksins síns eða hafa heimild til að komast að málamiðlun? Ef ekki er þá hægt að semja um eitthvað á þingi?
Hitt er annað mál að ef flokkurinn gefur afdráttarlausa yfirlýsingar á landsfundum þá ber að nota það sem stefnumiðun og því má telja rangt að fara þvert á þær. EEEEEn hver flokkur verður að rúma mismunandi skoðanir og virða þær og jafnframt verða meðlimir flokksins að virða vilja meirihlutans.
Annars skyl ég ekki afhverju ekki ætti að nást samkomulag um að setja umsóknina á ís þar til heimurinn veit hvar ESB endar. Afhverju rífast um þessa umsókn þegar við vitum ekkert hvað við erum að sækja um aðild að? Ættu ekki allir að geta sammælst um að láta staðar numið í aðildarviðræðum þó við drögum þær ekki til baka?
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.8.2011 kl. 13:33
Ég er sammála þér í þessu Halldór og þarna finnst mér stjórnarskrárákvæðið ekki vera nógu gott.
Ef ákveðinn fjöldi kýs ákveðinn flokk, þá fær hann þingmannafjölda samkvæmt því.
Þess vegna er það fáránlegt að einstaka þingmenn geti virt vilja kjósenda að vettugi, það þarf nauðsynlega að setja á skýr ákvæði um þetta mál og ég er hissa á að það hafi ekki verið gert.
Jón Ríkharðsson, 27.8.2011 kl. 17:31
Ein spurning sem vaknaði hjá mér við þennan lestur; ef stefna flokks og stefna þeirra kjósenda sem kusu þingmanninn fara ekki saman af einhverjum ástæðum, hvað ber þingmanninum að gera?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 19:32
Halldór: setjum dæmið upp svona, þingmaður telur flokkinn sniðganga kjósendur með því til að mynda , að fara þvert á samþykktir landsfundar?, og rífur þar með trúnað við kjósendur?, þingmaður stendur frammi fyrir tvennu, segja af sér, eða vera áfram sem andstæðingur í flokknum sínum, flokkurinn getur ekki rekið hann, mér er spurn hvernig finnst þér að best væri að taka á slíku?
tek fram að ég er sammála þér um að flokkurinn á þingsætið, annað eru hrein svik.
Magnús Jónsson, 27.8.2011 kl. 22:09
Af hverju alhæfir þú svoan: "Jóns Gnarflokkinn núna og alla aðra klofningsflokka sem boðið hefur verið uppá". Úr hvað flokki var framboð Besta flokksins klofningsframboð?
Jón Sævar Jónsson, 27.8.2011 kl. 22:09
Ég held að oft eigi menn erfiðara með að taka harða afstöðu gegn einum manni og leitist því oft við að hrauna yfir flokka manna, það er auðveldara.
Það er þó ekki endilega lausnin.
Aðalatriðið með Guðmund er að hann fer með rangt mál. Hann lætur eins og að stefna Framsóknarflokksins í Evrópumálum hafi verið önnur en hún er. Stuðningur við umsóknarferlið var háður skilyrðum sem sett voru skilmerkilega fram og kynnt eftir landsfund, fyrir síðustu kosningar. Nú er löngu orðið ljóst að þessum skilyrðum Framsóknarmanna verður ekki mætt og langt frá því. stuðningur Framsóknarmanna er þar með fallin ú gildi og dugnaðarmenn þar á bæ einfaldlega koma þeirri á stöðu á hreint.
Guðmundur sættir sig ekki við þess stefnu flokksins sem hefur í raun ekki breyst, skilyrðum var einfaldlega ekki mætt og þar með skýrðist stefnan. Þá tekur piltur til við að brigsla Framsóknarmönnum um "þjóðernishyggju" í neikvæðri merkingu.
Ég kann ekki að meta það.
Gunnar Waage, 28.8.2011 kl. 00:54
Þakk ykkur öllum að taka mildilega á stráknum Tuma og taka fremur undir mín sj´narmið fremur en ekki.
Magnús Jónsson, þú setur dæmið upp með beinskeyttum hætti. Sjálfstæðimenn standa frammi fyrir þinni spurningu á landsfundinum. Fyrirfram veit enginn hvvernig það fer. Menn eru misreiðir vegna Icesave. En enginn hefur sagt sig úr flokknum vegna þess. Það voru þarna þingmenn sem hafa aðra sannfæringu fyrir ESB en yfirgnæfandi meirihluti síðasta landsfundar. Það er óséð hvernig umræður verða núna.
Gunnar Waage, hárbeitt greining hjá þér og lógísk.
Jón Sævar, Jóns Gnarrflokkurinn er auðvitað kosinn með atkvæðum Sjálfstæðismanna að miklu leyti. Hann er þó ekki neitt klofningsframboð úr neinum flokki og því athugasemd þín réttmæt.Kosning flokksins er við óvenjulegar aðstæður,svona líkast því að Pétur Gunnlaugsson á Sögu hefði skrifað handritið með daglegu níði á fjórflokknum sem hann kallar svo en varð svo að viðurkenna að hafa hvorki heyrt né séð.
Adda og Jón, stjórnarskrárákvæðið er ekkert í vegi fyrir sæmdartilfinningu þingmanns sem ekki getur setið lengur sem flokksmaður á sínum framboðslista. Samviska hans á að segja honum að fara af listanum og lát varamann taka við.
Halldór Jónsson, 28.8.2011 kl. 09:59
Halldór, ég er sammála þér að sæmdartilfinning þingsmanns eigi að vera sú að víkja fremur en fara gegn ályktun landsfundar því þar er hugmyndafræði flokksins sett fram í hnotskurn. Það kom kannski ekki skýrt fram hjá mér. Hitt er annað að mér finnst þingmaður ekki eiga að víkja ef hann sæmdar sinnar vegna getur ekki hugsað sér að víkja frá boðaðri stefnuskrá flokksins síns. Mér finnst Guðmundur að vissu leyti ræna þingsæti frá flokknum sínum fyrrverandi og þar með kjósendum hans.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 29.8.2011 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.