Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn tapar

11 milljörðum af gjaldeyrisforðanum.

Svo segjir í fréttum:

"Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands minnkaði um tæpa ellefu milljarða króna við útboð sem bankinn efndi til í síðustu viku. Útboðið misheppnaðist að mati greiningardeildar Arion banka. Það taki Seðlabankann um tíu mánuði að vinna upp tapið sem varð af útboðinu.

Í síðustu viku lauk Seðlabankinn við gjaldeyrisútboð sem miðaði að því að endurheimta þann gjaldeyri sem nýttur var til að losa um aðþrengda fjárfesta í júlí. Þá hafði Seðlabankinn keypt tæpa 15 milljarða af aflandskrónum í skiptum fyrir 69 milljónir evra sem teknar voru af gjaldeyrisvaraforðanum.

Fjárfestar sýndu útboðinu hins vegar lítinn áhuga. Seðlabankinn fékk einungis 3,4 milljónir evra til baka og því minnkaði forðinn um 65,6 milljónir evra eða sem nemur 10,7 milljörðum króna á einu bretti.

Þorbjörn Atli Sveinsson, hjá greiningardeild Arion banka segir að það hafi verið eitthvað sem ekki hafi gengið upp hjá Seðlabankanum. Glatast hafi 10 milljarðar af dýrmætum gjaldeyrisforða, sem Seðlabankinn hafi gert ráð fyrir að endurheimta. Þetta gefi til kynna að lifeyrissjóðirnir séu ekki tilbúnir til að koma inn með sína fjármuni, hvort sem menn líti á það með jákvæðum eða neikvæðum augum.

Þorbjörn segir að miðað við hvernig Seðlabankinn hafi hagað kaupum á gjaldeyrismarkaði muni það taka bankann tæpt ár að vinna upp tap síðustu viku."

Tilraunir Seðlabankans til að létta á snjóhengjunni sem hangir yfir okkur vegna aflandskrónanna gengu ekki upp í heildina. Síðasta útboð fór með ávinninginn af því fyrra. Menn vilja ekki selja Evruna sína fyrir 210 kr.

En er þetta svona svart? Kemur ekki líka til að Lífeyrissjóðirnir okkar undir stjórn mannanna sem enginn kaus, vildu ekki viðurkenna gríðarlegt tap sitt vegna lækkunar erlendis á gengi hlutabréfa? Tíminn fyrir síðasta útboðið var
bara ekki réttur. Gengið er ekki bara fallið svona mikið.

Hitt er staðreynd að margt virðist orka tvímælis hjá Mávi. Þöggunin í Sjóvár-málinu fyrst og svo þetta spil með með gjaldeyrisforðann frá AGS. Það var ekki að heyra að þeir hefðu neitt við þetta að athuga sem betur fer.

Þetta sannar bara eitt,að þessi gjaldeyrishaftastefna er ekki annað en sjálfspynding ug sjálfslygi á hæsta stigi. Það verður bara að gefa gengið frjálst og láta það stilla sig af. Það verður vont um stund, en það lagast aftur. Aðeins með enduheimt gjaldeyrisfrelsins getum við farið að búast við efnahagsbata.

Miðstýring kommúnista á efnhagslífi gengur hvorki upp á Kúbu, Norður-Kóreu né á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Seðlabankinn hefur tapað áður og miklu meiri fjámunum en þetta. Nú er ég búinn að steingleyma hvað þeir hétu kommadindlarnir sem sátu þar 2008.

Man nokkur hvaða kommúnistar sátu í ríkisstjórn í aðdragandanum og settu stefnuna sem olli hruninu?

Það er greinilega þörf á að varast þessa helv. kommúnista sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.

Árni Gunnarsson, 28.8.2011 kl. 12:53

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð samantekt hjá þér!

Sumarliði Einar Daðason, 28.8.2011 kl. 13:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir kveðjuna Sumarliði.

Og Árni minn góður, gaman að heyra í þér aftur. Ekki hefur þér batnað. Helvítin þeir Dóri og Dabbi sem hrintu heiminum útí þetta hrun, með falli Lehmansbræðra, óráðsíuna í Grikkjum, Ítölum, Portúgölum, Írum, Spánverjum. Og fóru svo í stríð í Írak í þokkabót. Steingrímur hélt nú til jafns við þá með því að ráðast Gaddafi. Stundum veit ég ekki hvorir settu kúrsinn meira fyrir okkur , þeir Sigurður Einarssn, Óli í Samskip, AlThani, Jón Ásgeir,Finnur Ingólfsson, Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason eða fyrrnefndu helvítis beinin? Það er gott að þú sért svona klár á þessu Árni minn. Þú lætur ekki plata þig.

Halldór Jónsson, 28.8.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband