Leita í fréttum mbl.is

Sitting Bull

hafði merkilega skoðun á landinu sem hann og fólkið hans gekk á. Hann taldi sig ekki eiga landið það heldur ætti það hann.

Afbragðs góð grein Leifs Sveinssonar gamals vinar míns í Morgunblaðinu í dag rifjar upp það, hvernig Indíánar undir forystu framangetins höfðingja síns brugðust við tilboði hvíta mannsins um að greiða þeim gull og whisky fyrir land þeirra.

Ég hugsaði: Get ég og mín núlifandi fjölskylda selt okkar hlut í Íslandi nútímans, með öllu því sem því fylgir, Kárahnjúkavirkjun, Búrfellsvirkjun, Vatnajökli og öðrum víðernum landsins, laxám, fiskimiðunum osfrv. Við finnum okkur bara Kínverja sem vill kaupa okkar hlut? Þegar 150.000 manns, eða kannski 40.000 fjölskyldur hafa selt, hvað eiga hinir þá eftir?

Minnihlura í sameign Kínverja og Íslands þar sem Íslendingum verður skylt að sæta innlausn hluta sinna að hætti íslenskra hlutafélaga eins og þeir máttu þola í tilfelli Olíufélagsins, nú N1? Og ótalmörg önnur tilvik þar sem víkingarnir Jón Ásgeir, Pálmi Haralds,Ólafur Ólafs og hvað þeir heita nú allir þessir d..........(d=dánumenn?)beittu alla aðra hluthafa ofbeldi og tóku af þeim bréfin þeirra í félögunum sem þeir voru búnir að kaupa "kjölfestuhluti" í?

Hvað með þær kynslóðir sem koma á eftir okkur í formi afkomenda okkar sölufólksins og svo hinna innleystu ? Hvernig líta kratar og alþjóðahyggja þeirra á þessi mál? (Frjálshyggjan hefði hrein svör við þessu að minnsta kosti.)

Eða getum við ekki selt af því að landið á okkur en ekki við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Korrekt.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2011 kl. 14:00

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér finnst hún alltaf göfug hugsjón indíánanna, varðandi landið, vitanlega eigum við ekki landi, hægt er að segja að náttúran eigi okkur því við erum hluti af henni.

Ef við tileinkum okkur auðmýkt, þá sköpum við göfugra samfélag.

Sú hugmynd, að selja útlendingum land er vitanlega arfavitlaus, við verðum að hugsa til bæstu kynslóða og ekki eyðileggja þeirra möguleika.

Með því að selja landið, þá fást drjúgir peningar í bili, en í ljósi reynslunnar þá eru stjórnmálamenn ekki lengi að eyða fjármunum í misgáfulega hluti. Þegar peningarnir eru uppurnir, þá höfum við engan hag af landinu, nema auðvitað einhverjar skatttekjur af starfseminni en ekki tekjur af landinu sjálfu og höfum vitanlega enga möguleika á að nýta það.

Hægt er að skoða ýmsa leiðir leigu á nýtingarrétti osfrv., en sala á landinu, það hugnast mér engan veginn.

Jón Ríkharðsson, 1.9.2011 kl. 10:05

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég var truflaður á meðan ég var að skrifa síðustu athugasemd, biðst afsökunar á innsláttarvillum, en býst við að þetta skiljist nú allt þrátt fyrir þær.

Jón Ríkharðsson, 1.9.2011 kl. 10:08

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvert förum við ef við seljum undan okkur jöðrina? Hvar er þá sú möl sem vð flytjum á?

Halldór Jónsson, 1.9.2011 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband