Leita í fréttum mbl.is

Hvað vill kaffibrúsakarlinn ?

 

hann Howard Schultz gera í ríkisfjármálum Bandaríkjanna? En stöðugt vaxandi vonbrigði eru með frammistöðu stjórnmálamanna í því landi. Orðin sem bandarískur almenningur notar gefa ekki neitt eftir þeim boðskap sem hér heyrist frá Íslendingum.

Hann Howard segir frá bréfi sem hann sendi nýlega út til 100 efstu stjórnenda stórfyrirtækja í Bandaríkjunum. Honum finnst hinir kjörnu leiðtogar úr báðum flokkum hafa brugðist í því að þjóna landinu. Þeir séu uppteknir af eiginhagsmunapoti og hrossakaupum en gleymi fólkinu. Hvað vill hann gera?

 Jú,  hann hvetur fyrirtækin til þess að hætta fjárstuðningi við stjórnmálaflokkana tvo og frambjóðendur þeirra þangað til að þeir sýni af sér ábyrgð og geri bragarbót. Þannig muni styrkveitendurnir skrúfa fyrir peningana sem hinir sói og spilli undir sviknum loforðum.

 Gefum Howard orðið:

"Hvernig ég vil laga hlutina til:

 Ég hef nýlega sannfært meira en 100 efstu stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins  að skrifa undir tveggja þátta yfirlýsingu.

Í fyrsta lagi er það, að þeir  muni ekki leggja  pólitísk framlög í sjóðistjórnmálaflokkanna  þeirra þar til að örugg, langtíma, og þverpólitísk  áætlun um ríkisskuldir og tekjur  og fjárhagslegt öryggi hefur verið gerð. Áætlun sem fjallar bæði réttindi og tekjur.

 Í öðru lagi, þá skuldbindi þeir sig sjálfir til að halda áfram  fjárfestingum til að fjölga störfum fyrir fólkið.

Hvers vegna vildi ég snúa mér til aðgerða? Vegna þess, eins og svo margir Bandaríkjamenn, að ég er fjúkandi vondur.  Fjórum milljörðum dollara var varið í  forsetakosningarnar 2008. Nú er áætlað að 5,5 milljörðum verði varið til  forsetakosninganna 2012.  Á meðan fólkið er atvinnulaust, efnahagsástandið heldur áfram að versna og ekkert er verið að gera í því  í Washington.

Þetta er ekki lengur forystu-kreppa. Þetta er neyðarástand. Sá skortur á samvinnu og ábyrgðarleysi meðal kjörinna fulltrúa í dag, og það, að þeir hafa sett flokkshagsmuni framar hagsmunum fólksins, er hroðalegur og svívirðilegur. Hugsum okkur  bara um hvað allir þessir kosningapeningar hefðu getað gert fyrir menntakerfið, fyrir félagsmálin sem stjórnmálamenn okkar mynda sig sífellt til að skera meira og meira niður?

Hugsum okkur bara um hvernig hagsmunapotið um smáatriði í sölum og göngum þingsins hefur verðfellt  orðspor Ameríku um allan heim?

 Þetta gæti vel verið verið sú forysta sem við hefðum mátt við að búast. En þetta er ekki forysta sem við eigum  skilið.

Þetta var  boðskapur minn í bréfinu  og hann hefur snert taug. Ég hef heyrt frá mörg þúsund Bandaríkjamanna sem ég hef aldrei hitt, sem tjá mér stuðning og þakklæti. Skoðanabræður mínir í  fyrirtækjunum  hafa skuldbundið sig til að gera hvað við getum til að skapa fleiri  störf, alveg án tillits til þess hvað er að eiga sér stað í Washington . Að minnsta  kosti,getum við unnið þannig gegn skemmdunum sem drembnir leiðtogar okkar eru að gera þarna fyrir innan Beltway( í Washington).

Með öðrum orðum, við þurfum að hverfa á brautir trúnaðartrausts sem  hverfa af brautum  ótta-og öryggisleysis sem nú þjakar land okkar."

Þarna hafa menn það. Hann neitar að leyfa pólitíkusunum að komast lengur upp með lygar og svik og aðgerðaleysi og ábyrgðarleysi sem einkennt hefur ríkisrekstur Bandaríkjanna nú um langt árabil.  Hann hótar einfaldlega aðl taka af þeim peningana sem þeir kúga af fyritækjunum. Öfugt við Ísland, þar sem ríkissjóður er látinn borga í auknum mæli starfsemi stjórnmáaflokka en hlutur einstaklinga og fyrirtækja rýrnar.Hverfur ekki hvatinn til að standa sig með þessu fyrirkomulagi? Illu heilli lét Sjálfstæðisflokkurinn draga sig inná þessar brautir af kommaflokkunum, sem ekki gátu aflað neins fjár útá stefnuskrár sínar eða afrek. Sjálfstæðisflokkinn studdu flokksmenn fjárhagslega í gegnum styrktarmannakerfið og flokksmenn beittu áhrifum sínum til að láta fyrirtækin auglýsa og styrkja flokkinn.

Howard vill hætta að borga fyrir svikna vöru í bandarískum stjórnmálum. Halda stjórnmálamönnum til ábyrgðar og orðheldni með því að borga ekki fyrir svik eða stefnuleysi.

Hvaða augum skyldi hann líta á Steingrím J. Sigfússon? Leiðtoga stjórnmálaflokks  sem hefur svikið hvert einasta kosningaloforð sem hann hefur nokkru snni gefið sjálfur eða sem flokkur? Eða Jóhönnu Sigurðardóttir, sem virðist ekki sjá hvað er að gerast í kringum hana. Stjórnmálamenn sem ekki skynja neyð fólksins og virðast undrast það mest að fólkið skuli ekki bara borða kökur ef það vantar brauð?

Howard þessi er forstjóri stærsta kaffibrúsa þeirra vestanhafs, Starbucks. Greinilega kaffibrúsakall í krapinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er gular hænur í  USA. Allt annað að hlusta á sönn hægri rök heldur en rök hægri kommissionera.  Stétt með stétt. Betra Dauður en Rauður.

Júlíus Björnsson, 27.9.2011 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband