4.10.2011 | 15:45
Galin áform
og óframkvæmanleg boðaði Ólafur Ragnar við þingsetninguna, Björn Bjarnason hefur dregið saman nokkur aðalatriði um þessi mál á síðu sinni. Grípum niður í grein hans:
... Ólafur Ragnar misbeitti forsetavaldinu og veitti umboð til að mynduð yrði minnihlutastjórn án þess að beita hefðbundnum aðferðum í stjórnarmyndunarviðræðum.
Nú 33 mánuðum eftir stjórnarmyndunina og tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum sem Ólafur Ragnar ýtti úr vör síðar en báðar urðu ríkisstjórninni til niðurlægingar flytur hann ræðu við þingsetningu þar sem hann hæðist að ríkisstjórninni í túlkun sinni á tillögum stjórnlagaráðs og setur alþingi afarkosti við stjórnarskrárbreytingar, annars verði forsetakosningar 30. júní 2012 marklausar.
Í ræðu sinni minnti Ólafur Ragnar á að stjórnarskránni yrði ekki breytt nema á tveimur þingum með kosningum á milli. Með því að lýsa þeirri einföldu staðreynd hnekkti hann tali Jóhönnu Sigurðardóttur um að kjósa mætti um tillögur stjórnlagaráðs við forsetakosningarnar 30. júní 2012 og þar með væntanlega breyta stjórnarskránni. Er raunar með nokkrum ólíkindum að forseti lýðveldisins setji á þann hátt ofaní við forsætisráðherrann um stjórnskipunarmál. Sannar það enn veika stöðu Jóhönnu í hinu háa embætti sínu að unnt sé að hanka hana á slíku grundvallaratriði.
Jóhanna sagði í Kastljósi sjónvarpsins fimmtudaginn 29. september að hún vildi ekki kosningar í augnablikinu. Ólafur Ragnar krafðist í raun kosninga í augnablikinu í þingsetningarræðunni þegar hann taldi óhjákvæmilegt að þingið tæki af skarið um nýja stjórnarskrá og þar með stöðu forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 30. júní 2012.
...Ólafur Ragnar segir að stjórnlagaráðið hafi dregið mjög úr valdi ríkisstjórnar og einstakra ráðherra. Þeir muni ekki lengur eiga sæti á Alþingi né heldur fastan seturétt á þingflokksfundum; atbeini þeirra við setningu laga sé verulega takmarkaður. Ráðherrar muni ekki að jafnaði geta tekið þátt í umræðum á alþingi nema þeir séu sérstaklega til kvaddir. Einnig sé skertur réttur ráðherra til að skipa í embætti.
Forseti telur tillögur stjórnlagaráðsins einnig þess eðlis að vægi stjórnmálaflokka og flokksforingja í gangvirki stjórnkerfisins verði til muna minna en verið hafi allan lýðveldistímann. Alþingi verði í ríkum mæli vettvangur einstaklinga sem náð hefðu kjöri í krafti persónufylgis; tök flokkanna á störfum þingsins myndu veikjast til muna.
Um tillögur stjórnlagaráðs um forseta Íslands segir Ólafur Ragnar að þær muni efla umsvif forsetans á vettvangi stjórnkerfisins, færa embættinu aukna ábyrgð. Stjórnlagaráðið vilji ekki breyta ákvæðum í 26. gr. núverandi stjórnarskrár, það er um málskotsréttinn svonefnda. Engin takmörk séu því sett um hvaða mál komi þar til greina vilji forseti neita að skrifa undir lög frá alþingi. Forseti þurfi að samþykkja val á dómurum og ríkissaksóknara og geti aðeins tveir þriðju hlutar Alþingis hnekkt ákvörðun hans.
Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórna taki einnig miklum breytingum; verði mun sjálfstæðara. Í stað þess að formenn stjórnmálaflokka móti valkosti forsetans eins og tíðkast hafi frá lýðveldisstofnun myndi forseti sjálfur hafa frumkvæði að viðræðum við einstaka þingmenn og þingflokka. Hann gerði síðan tillögur til Alþingis um forsætisráðherra og væri þá ekki bundinn af því að velja þingmann til þess embættis.Yrði fyrsta tillaga forsetans ekki samþykkt hæfi hann að nýju viðræður við þingmenn og þingflokka.
Í stað þess forystuhlutverks sem formenn flokka hafi í áratugi haft við myndun ríkisstjórna feli tillögur stjórnlagaráðs í sér nýja skipan þar sem beinar viðræður forsetans við þingmenn yrðu afgerandi. Ríkisráð yrði lagt niður og ráðherrar mundu ekki lengur leggja lagafrumvörp fyrir forseta til samþykkis. Það yrði verkefni forseta alþingis sem jafnframt yrði í forföllum forseta eini handhafi forsetavalds. Forsætisráðherra hefði ekki tillögurétt um þingrof. Það yrði ákveðið af alþingi og staðfest af forseta. Þannig ykju tillögurnar á ýmsan hátt bein tengsl forseta Íslands og alþingis.
Ólafur Ragnar segir tillögur stjórnlagaráðs fela í sér mun valdameiri forseta en þjóðin þekki nú. Hann telur þess vegna brýnt að afstaða Alþingis til þessara tillagna liggi fyrir í tæka tíð fyrir forsetakosningarnar 30. júní 2012. Annars bæri Alþingi ábyrgð á því að þjóðin vissi ekki hver staða forsetans yrði í stjórnskipun landsins þegar hún gengur að kjörborðinu. Forsetakosningarnar yrðu þá algjör óvissuferð, sagði Ólafur Ragnar...."
Ræða Ólafs Ragnars við þingsetninguna er með hreinum ólíkindum og er raunar óskiljanleg venjulegu fólki. Björn Bjarnson á þakkir skildar fyrir að greina höfuðatriðin í sinni samantekt.
Öll ræða Ólafs Ragnars snerist um áform um tvennar Alþingiskosningar kosningar fyrir endurkjör Ólafs Ragnars árið 2012.
Hreint galin áform.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"Ríkisráð yrði lagt niður og ráðherrar mundu ekki lengur leggja lagafrumvörp fyrir forseta til samþykkis. Það yrði verkefni forseta alþingis sem jafnframt yrði í forföllum forseta eini handhafi forsetavalds."
Hver leggur þá lagafrumvörp fyrir forseta Alþingis þegar forsetinn er fjarverandi....? Eins gott að við fáum heimakæra forseta komist þetta í gegn!
Annars held ég að við megum ekki við því að skipta um forseta fyrr en staða forseta framtíðarinnar er orðin ljós. Og hver fæst til að verða valdalaus ráðherra?
Ómar Bjarki Smárason, 4.10.2011 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.