Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysið yfir 20.000 manns

að minnsta kosti.

Gunnar Heiðarsson bloggvinur minn segir svo:

"Steingrímur sér atvinnuleysið minnka og notast þá við tölur um þá sem eru á atvinnuleysisbótum. Hann gleymir þeim sem hafa flúið land, hann gleymir þeim sem eru fallnir af atvinnuleysisbótum og komnir á sveitina og hann gleymir þeim fjölda sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir voru einyrkjar.

Þegar samnlagðar tölur allra þessara hópa eru skoðaðar kemur í ljós að raunverulegt atvinnuleysi er nærri 20.000 manns. Sú tala liggur mun nær þeirri tölu sem kemur í ljós þegar fækkun starfa er skoðuð. Það er eini raunverulegi mælikvarðinn."

Ég var sjálfur búinn að geyma einyrkjunum. Og gleymdi líka einyrkjanum sjálfum mér sem er kominn á aldur en get ekki lifað á ellistyrknum og verð og vil líka vinna svo lengi sem ég andann dreg og heilsan endist. Það eina sem ég bið um er þjóðfélag þar sem eitthvað er að gerast í, þjóðfélag þar sem vinna er fyrir hverja fúsa hönd.

Við erum fleiri svona eins og ég, sem ég þekki persónulega sem eru eins settir atvinnulega og eins þenkjandi. Fullorðnir menn sem brenna í andanum að fá eitthvað að gera. Þessvegna viljum við koma ráðleysi Steingríms J. og skilningsleysi Jóhönnu frá völdum sem allra fyrst því útséð er að nokkuð muni breytast meðan þau skötuhjú eru við völd. Þau draga þessa þjóð niður og framlengja píslir hennar.

Tuttuguþúsund manns án atvinnu er það sem í boði þeirra er.

Er ekki nóg komið og fullreynt með þau?

Halldór Jónsson, 5.10.2011 kl. 15:12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband