2.11.2011 | 15:49
Forystufárið
í Sjálfstæðisflokknum stendur með byljum. Það er þó nægilega raunverulegt til þess að beri á því að fólk sé að sækjast eftir landsfundarsætum sem menn vilja kenna til liðssafnaða eða skoðanahópa, Er illt til þess að vita að einhverjir hafi meiri hug á að koma landsfundinum undir einhverja spennu um mál sem hafa minni áhrif til langframa en sú alvöru baráttu sem flokkurinn stendur í á þessum alvarlegu tímum.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fara mikinn í að reyna að hafa áhrif á landsfundinn fyrirfram. Þeir leggja mikið kapp á að segja fréttir af forystufárinu eða því hversu óánægðir Sjálfstæðismenn séu með forystu Bjarna Benediktssonar og hversu heitt hann þrái Hönnu Birnu, hversu óánægðir hinn stóri armur Evrópusinna undir forystu Benedikts,Þorsteins,Þorgerðar og Ragnheiðar sé innan flokksins.
Allt vinnur þetta auðvitað að því að trufla starfsemi landsfundarins svo hann tali ekki um vandamálin heldur einhver spennumál, þar sem allir eru að plotta í kaffistofum og lobbíum en mæta ekki til þingstarfa.
Sá sem býður sig fram til forystu í samkeppni við annan sterkan frambjóðanda verður líka að vita hvernig hann ætlar að stjórna í sigrinum með klofinn flokk að baki sér. Það eimir oft illa eftir af slíkum vígaferlum eins og menn geta velt fyrir sér eftir að lesa Sturlungu eða skoða nýliðnari dæmi. Það er ekki nóg að vinna orrustu, menn þurfa líka að vinna friðinn sem á eftir kemur. Sturlunga greinir vel frá þeim vandamálum sem við er að glíma eftir mikla atburði.
Hreint tæknilega væri erfitt fyrir nýjan formann í starfandi stjórnmálaflokki, sem ekki væri þingmaður, að stjórna þingflokknum. Varla yrði þingflokkurinn hinn sáttfúsasti fram að kosningum, þar sem varla engin sár hefðu gróið á þeim tíma. Og sagan sýnir að lengi lifir í gömlum glæðum.
Sigri annar af tveimur þingmönnum sem takast á, væri meira jafnræði á þingflokksfundum. Þó mætti búast við að sá sem tapaði myndi hverfa á braut fljótlega eftir það og hans kraftar þannig tapast flokknum. En ólíklega myndi einhver ekki vilja hefna hans þó síðar yrði.
Formannaslagur á landsfundi er því með nokkrum ólíkindum þó að skiljanlega reyni menn að halda spennunni á umræðunni með loðmullulegum yfirlýsingum á ýmsum kaffisamkomum úti í bæ. Og víst er að vandséð yrði með áhrif slíks á stjórnmálastarfið.
Svo maður tali nú mannamál þá tel ég það ekki Sjálfstæðislfokknum til framdráttar að breyta landsfundi sínum í einskonar poppmessu um formennskuna. Þjóðinni ríður hinsvegar meira á því, hvað flokkurinn ætlar að gera í næstu framtíð og hvað hann getur gert.
Winston Churchill sagði einhvern veginn svona um forystu sína á stríðsárunum:
" The Nation had the Lions Heart. It was but for me to give the roar."(Þjóðin átti ljónshjartað, mitt hlutverk var helst að öskra).
Það skiptir aldrei sköpum hver er talsmaður og hversu lengi og auðvitað var Winston í lífshættu á þessum tímum eins og aðrir. Það er endanlega stefnan og hugsjónin sem skiptir máli í sögu lýðræðisþjóðar. Við skulum sleppa því að ræða andstyggileg dæmi um afbrigði í þessu sambandi því forsenda lýðræðis á að vera heiðarleiki en ekki óábyrgt gjamm í utanflokksfólki.
Forystufár er því frekar skemmtiatriði og óvinafagnaður en meginviðfangsefni í stjórnmálaflokki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ágæti félagi. Hér talar vitur maður og langreyndur. Sammála öllu sem þú segir og vildi að ég hefði skrifað þetta sjálfur. Mér finnst Bjarni hafa verið vaxandi forystumaður á erfiðum tímum og eigi að halda áfram starfi sínu. Leiðtogaslagur nú er aðeins til að skemmta skrattanum.
Jón Atli Kristjánsson, 2.11.2011 kl. 16:19
Vel sagt og vona að það verði ekkert fár. Það er ekki tími til að vera í neinu þrasi.
Valdimar Samúelsson, 2.11.2011 kl. 17:39
Það er auðséð að þú ert reynslubolti í stjórnmálum og sú reynsla er mikilvæg á þeim tímum sem við lifum. Mér finnst ekkert að því að það komi mótframboð og kosið til forystu. Slíkt þarf að gera á drengilegan hátt, með því að bjóða sig fram tímanlega. Finnst Hanna Birna vera merkilegur stjórnmalamaður, en málatilbúnaður stuðningsmanna hennar geðjast mér ekki. Bjóði Hanna Birna sig fram rétt fyrir Landsfund mun það bara skaða hana til lengri tíma. Það er ekki tími nú fyrir féttur heldur heiðarleika. Hún gæti náð 30-40% fylgi.
Var spurður um ályt á yfirtöku á íþróttafélagi í einu nágranasveitarfélögunum. Safnað hafði verið á fundinn gamla stjórnin hreynsuð út. Ég sagði slík vinnubrögð ekki ný. Væri félagið nánast dautt, skipti þetta engu máli. Væri félagið hins vegar virkt og með reynslu myndi þetta skaða félagið og starfsemina til eins til þriggja ára. Eftir fund kæmi nýr dagur og þá væri trúnaðurinn milli manna farinn. Ný stjórn ætti aðeins einn valkost, að draga sig í hlé. Stuttu síðar varð það og raunin. Skaðinn er enn til staðar og mun vera í talsverðan tíma. Reynsluboltar úr starfinu hafa hætt.
Stjórnmálaflokkarnir þurfa á reynsluboltum að halda sem þekkja söguna, til þess að þurfa ekki að endurtaka mistök fyrri tíma.
Sigurður Þorsteinsson, 2.11.2011 kl. 18:37
Þakka þér Jón Atli oflofið sem mér þykir auðvitað gott svona í fyrsta sinn meðan maður les það. Þið eruð allir að velta fyrir ykkur þessum málum og er það vel.
Ef við viljum bera formennsku Bjarna saman við aðra, þá skulum við athuga að hann er með 1 eða 2 unglinga heima, 7 ára dóttur og eina nýfædda og fertuga konu. Einhverjum myndi nú ekki þykja þetta ærinn starfi og hlyti að takmarka tíma til félagsmála?
Samt heimtum við af honum að hann sé látlaust í símanum að tala við flokksmenn eins og Ólafur Thors gerði þegar hann sat heima á kvöldin með konunni einni í Garðastrætinu og öll börnin farin að heiman, mætandi á 20 manna kaffifundum og spilakvöldum og bla bla.
Bjarni verður auðvitað að sinna sinni fjölskyldu.Adolf Hitler leyfði sér ekki að eiga fjölskyldu, taldi sig kvæntan póltíkinni sem tæki alla hans orku og allt hans líf. Slíkt er ekki ætlandi, hvað þá hollt, neinum manni eins og sannaðist á kallinum þeim.
Fyrir okkur Sjálfstæðismenn ætti að vera nóg að okkar foringi sé á þingi og helst forsætisráðherra ef þannig stendur af sér, standi sig í málflutningi, heyri í okkur í grasrótinni og geri það sem hann getur, sé ekki óheppinn með ráðgjafa sem komi honum í vitleysur eða rangar ákvarðanir, helst á hann að vera skemmtilegur og léttur, segja brandara þar sem hann kemur og jafnvel syngja umbarassa ef svo ber undir að hann komi á einhverjar stórsamkomur og þorrablót.
það er úr móð að gera kröfur til þess að formaður verði fullur einstaka sinnum eða sýni alþýðlegheit með því að míga úti á plani. Hann þarf ekki endilega að gera vísur eða fara með ættjarðarljóð eða aðra lummó hluti. Við þurfum bara venjulegt fólk fyrir þingmenn.
Fólk vill traustan fjölskyldumann eða konu sem hvergi haggast þó móti blási og sé heiðarlegt fólk.
Þetta er engin smá uppskrift veit maður og ekki margir sem geta þetta svo vel sé. En við eigum líka að meta það sem menn reyna að gera og styðja þá sem nenna að þræla í okkar þágu sem hvorki nenna né geta það sem við krefjumst af þeim. Við erum nefnilega síröflandi skítapakk oft á tíðum og vanþakklátt.
Halldór Jónsson, 2.11.2011 kl. 19:17
Halldór Jónsson þetta fár sem þú kallar er frá ykkar mönnum sem vilja hrinda Hönnu Birnu út í sundlaugina. Enn því miður þá er Hanna Birna ekki rétti aðili fyrir ykkur, henni vantar leiðtogahæfileikar. Þið hafið ekki neinn sem getur hjólað í Bjarna. Sá aðili sem ég myndi mæli með er Davíð Oddsson hann er sá leiðtogi sem fólkið tekur mark á er alvöru maður sem hefur reynslu og þekkingu. Margir hér sem lesa þetta rísa nú upp á aftur fæturnar og mæla minni skoðun öllu til foráttu. Enn þetta er mín skoðun, þetta er svipað með Björn Bjarnason sem var gerður aðsúgur að. Af ykkur öllum. Enn eitt Björn Bjarnason var mjög traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður sem vann sín verk vel, eins og Davíð Oddsson. Nú byrið þið með einn leik enn, nú er Bjarni orðinn leiksopur ákveðna manna sem er í raun miður, því hann hefur frekar vaxið. Því miður fyrir ykkur því flokkurinn í stjórnarandstöðu mælist ekki nema með innan um 35-40% fylgi sem segir að þingmenn hafa ekki staðið sig.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 2.11.2011 kl. 22:44
Jóhann, þú mælir margt rétt um góða menn.35 -40 % fylgi er nú ekki lítið sögulega séð. En Napóleon kemur ekki aftur og Frakkar sitja uppi með Sarkosy.
Ég as góða færslu hjá þér um löggæsluna. Þú ættir að skrifa grein í Mogga hjá Davíð um þetta mál vinstristjórnarinnar og fjármáaspekina hennar.Allt sem hún leggur hönd á visnar og deyr.Aldrei aftur vinstri stjórn
Halldór Jónsson, 2.11.2011 kl. 23:02
Sæl aftur Halldór það var eins og ég sagði þú og þínir þola ekki staðreyndir og reyna að snúa út úr því sem skrifað er. Mér kemur ekkert við hvað er að gerast í Grikklandi. Þetta er sjálfstæð þjóð sem tekur sínar ákvarðanir. það sama gildi með Ísland sem er sjálfstætt þjóð sem tekur sínar ákvarðanir. Enn samt vill hluti af þínum flokki ganga inn í Evrópubandalagið sem er ekkert annað enn að framselja auðlindir okkar, þetta eru alþingismenn í þínum flokki. Varðandi löggæsluna þarft þú ekkert að gera mér upp skoðanir eða reyna að snúa út úr mínum athugasemdum. Ef ég skrifa þá kemur þér það ekkert við, hvort það sé hjá Morgunblaðinu eða annar staðar. Ég var að leggja það til að Davíð Oddsson tæki við sem formaður Sjálfstæðisflokksins sem góður og rökfastur maður, sem lætur hvorki mig né þig bæla sig niður. Alla vega þarf nýtt fólk í stjórnmálin , þínir þingmenn mega fara burtu þeir hafa ekkert gert fyrir þjóðina eða fyrirtækin í landinu. Tala svo um flokk sem er að brenna upp í stjórnmálum boða ekki gott.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.11.2011 kl. 13:44
Jóhann! Ég held að Davíð Oddsson væri búinn að bjóða sig fram ef hann fengist til þess, en því miður sýnist mér að hann muni ekki gera það, nema honum skjóti óvænt upp á landsfundi, sem er frekar ótrúlegt.En gleymum því samt ekki að hann gaf grænt ljós á að svo gæti farið þegar hann kvaddi , það heyrði ég hann segja þegar Geit tók við.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.11.2011 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.