Leita í fréttum mbl.is

Gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

að fá þennan formannslag er spurningin sem landsfundarfulltrúar verða að velta fyrir sér.

Já segja margir og sín er ástæðan hjá hverjum. Bjarni er ómögulegur segir einn, sniðugt að fá konu segir annar, góður samanburður við Stalínismann í vinstri flokkunum, rússnesk kosning í VG með Steingrím í 78 %, Samfylkingin hafði ekki þrek til að að bjóða upp á annað en Jóhönnu gömlu sem hlaut slaka kosningu. Sjáið svo Sjálfstæðisflokkinn, hann þorir að kjósa. Hanna Birna er flott segir einn, annar segir hún er leiðinleg og húmorslaus og uppalin af Kjartani Gunnarssyni, eftir hana liggur ekki neitt pólitiskt nema "til í allt án Villa." og samstarfslund við Gnarr og Dag B. og bla bla bla sem mikið kemur frá öðrum flokkum skulu Sjálfstæðismenn ekki gleyma, því rógstunga þeirra nagar dag sem nátt.

Allt saman eru þetta góðar vangaveltur. Það er ekki eins og að frambjóðendurna greini mikið á um skoðanir. Bæði vilja ekki í ESB, bæði vilja halda í krónuna, bæði vilja efla atvinnumálin. Fyrir mörgum landsfundarfulltrúa hlýtur þetta að vera spurning um það hvor frambjóðandinn sé heppilegri til að leiða flokkinn í stjórnarandstöðunni, sem hann er fyrisjáanlega staddur í fyrirkvíðanlega lengi enn. Hvor er líklegri til að afla breiðs fylgis? Hvor verður ákvarðanadjarfari þegar tækifærin bjóðast?

Hanna Birna er mælsk í meira lagi og enginn kemur að tómum kofanum hjá henni. Slíkt getur vakið andúð þeirra sem minna mega sín. Hún er ekkert sérstaklega mjúk á manninn en enginn dregur í efa að hún hefur orðið talsverða reynslu í pólitísku starfi. Hún er svo sem engin hrein mey í þeim efnum og enn muna menn skilaboðin frá Sjálfstæðislokknum í Borginni sem sögðu:"Til í allt án Villa" hver svo sem höfundurinn var. Hún er fallinn borgarstjóri og burtrekinn forseti borgarstjórnar Gnarrins og Dags B. Hún er falleg kona og stór og myndarleg og vel menntuð er hún hérlendis og erlendis. Hún er 4 árum eldri en Bjarni, hún er fjölskyldukona með 2 börn. Hún á langan feril að baki í störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, starfsmaður, framkvæmdastjóri,borgarfulltrúi, Borgarstjóri.

Bjarni er flottur fjölskyldufaðir með 4 börn frá 0-20 ára. Bjarni er líka með glæsilegustu mönnum og ræðumaður góður. Hann er hreinskiptinn, kjarkaður og upplitsdjarfur og hefur engar sögur af pólitísku undirferli á bakinu. Hann er með Vafninginn með sér hvert sem hann fer, því það er alveg sama hversu oft hann fer yfir málið og leggur spilin á borðið svo allir skilja, óvinirnir byrja alltaf aftur með það. Svo er hann af ríku fólki ú Engeyjarætt sem hann getur líklega ekkert gert að. Hann virðist nokkuð fljótur til ákvarðana, kannski of fljótur framan af formannsferlinum þegar hann réði framkvæmdastjóra án mikils samráðs við aðra og sagðist ætla að skila löglegum framlagspeningunum, og því er líklega búið að veðsetja Valhöll í fyrsta sinn. Og svo greiddi hann atkvæði með Icesave með Tryggva Þór Herbertssyni og öllum þingflokknum nema 5, þeim Unni Brá, Sigurði Kára, Birgi ármannssyni, Pétri Blöndal og Guðlaugi Þór sem sat hjá. Bjarni er með mörg bitför og klór flokksmanna sinna í á bakinu en virðist samt hafa herst við hverja raun og vill fá að halda áfram störfum. Fylgi flokksins hefur vaxið jafnt og þétt alla hans formannstíð og nálgast brátt hámark.

Skiljanlega hlýtur Bjarni að vera fúll þegar Hann Birna segir: Nú get ég!. Alveg án þess að geta sannað það. Bjarni er sitjandi þingmaður en Hanna Birna ekki. Sumir telja að það sé ekki gott fyrirkomulag fyrir formann Sjálfstæðisflokksins hreint tæknilega séð að vera ekki á þingi. Hanna Birna blæs á það, en getur heldur ekki afsannað það.

Það er ekki hægt að segja annað að þetta sé vel fram boðið úrvalsfólk. Spurningin til landsfundar er aðeins sú: Hvor frambjóðandinn er líklegri til að leiða flokkinn til sigurs?

Landsfundur er gáfuð skepna og gerir aldrei mistök. Hann klárar þetta eins og annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór, ég held að kosningar séu af hinu góða, yfirleitt. Hins vegar eru stundum tímar sem betra væri að flokkur fengi frið fyrir kosningabaráttu. Stundum eru menn aðeins að bjóða sig fram til þess að skapa sér stöðu. Menn ata mönnum fram til þess að skaða forystumann, til þess að eiga sjáflir betri stöðu síðar.

Þegar við skoðum stöðu núverandi frambjóðanda, þá verður mér fyrst og fremst litið til sömu þátta og þér, reynslu, þekkingar og getu. Þá finnst mér áskorandinn Hanna  því miður ekki vera tilbúin, þátt fyrir að að vera mjög öflug. 

Sigurður Þorsteinsson, 4.11.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú ert landsfundur Ziggi

Halldór Jónsson, 4.11.2011 kl. 23:24

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben fór ekki eftir áliktum Flokksins frá síðasta Landsfundi. Hunsar hann Flokks áliktanir aftur? þeð er kurr í Mönnum hér í Eyjum um veru hans í Formansstóli og það frá upphafi.Fyrir mér sem Sjálfstæðis maður er mikill sofanda höfgi yfir Flokknum á þingi.

Vilhjálmur Stefánsson, 5.11.2011 kl. 00:58

4 Smámynd: Björn Emilsson

Ískalt mat Bjarna í ICESAVE málinu fellir hann. Menn treysta honum ekki.

Björn Emilsson, 5.11.2011 kl. 06:01

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góður pistill, Halldór minn, að vanda !

Bjarni gerði ísköldu mistökin ásamt fleirum í IceSave málinu. Við megum samt ekki gleyma því, að mistök eru mannlegur eiginleiki? Bjarni er í samanburði við Hönnu Birnu (sem er sosum ágæt !) ekki maður tíðra mistaka ?

Beri maður þau, Bjarna og Hönnu Birnu, saman við tvístirnið á stjórnarheimilinu, er haf og hauður á milli!

Með góðri kveðju frá Fjallabyggð, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.11.2011 kl. 08:24

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Við Sjálfstæðismenn megum ekki láta vinstrafólk fara að velja fyrir okkur formann,þeir eru ófærir um að velja sér formenn, eins og reynslan sýnir.  Hvers vegna ættum við þá að taka mark á ráðleggingum þeirra.

Ragnar Gunnlaugsson, 5.11.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband