Leita í fréttum mbl.is

Víðsýna ESB-stefnu?

"segir Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópu­manna, og óttast að marki Sjálfstæðis­flokkurinn ekki víðsýna stefnu gagnvart Evrópu­sambandinu og evrunni á landsfundinum þá glati flokkurinn atkvæðum óvissra kjósenda.“ Svo segir í frétt um málið. Hvað á maðurinn við? Hvernig lítur víðsýn stefna gagnvart ESB út? Er hún með eða á móti? Eða getur hún verið hvorutveggja? Ég vona fastlega að Benedikt skýri þetta út fyrir landsfundinum eftir hálfan mánuð.

Mér hefur sýnst að Íslendingar séu þegar hálfir í gini ljónsins og aðeins afturlappirnar standi út. Við erum búnir að kokgleypa svo mikið af regluverki Evrópu að það hálfa væri nóg. Hér morar allt í Evrópustöðlum og er svo sem allt gott um það að segja að menn fari eftir einhverjum vitrænum aðferðafræðum. En staðlar ættu þá líka að gilda um framferði stjórnsýslu gagnvart almenningi. Á því er mikill misbrestur í okkar samfélagi þar sem embættishroki er vaxandi meinsemd í samfélaginu.

Sem dæmi vil ég nefna að það er eiginlega búið að drepa niður allt einkaflug og svifflug í landinu til þess að þjónkast eða yfirfullnægja reglugerðum EASA, sem líklega eiga ekkert erindi hér uppá víðernið.Og upptaka EASA-FLC mun svo eyðileggja blindflugsréttind þeirra einkaflugmanna sem hafa notað þau árum saman til flugöryggis þegar þær verða innleiddar. En þær eru nú að vinna slíkt tjón á hundraðþúsund flugmönnum í Evrópu.  Bandarískar FAA-reglur eiga hér mun betur við enda æ fleiri flugvélar okkar að leita bandarískrar skráningar eins og kaupskipaflotinn okkar sálugi, sem flúði Ísland undan verkalýðsfélögunum fyrir margt löngu. En ekkert kaupskip er lengur skráð hér á landi.

 Bandarísku reglurnar um flugmál dugðu okkur ágætlega meðan við höfðum þær.Enda Bandaríkin langt á undan Evrópumönnum í flugmálum sem öðru. En eftir að við fórum að taka upp eftiröpun og uppsuðu Evrópumanna á bandarískum stöðlum, þar sem líklega þýskir grillufángarar höfðu bætt í urmul af konstöntum og smáletri, þá fór að kárna gamanið. Og hér spruttu upp embættismenn sem virtust hafa himinn höndum tekið til að nota nýfengnar reglur sem hrís á undirsáta sína, horaða íslenska alþýðu. Flugmálastjórn virðist álíta sig sérstaka umboðsmenn ESB í því að toga allar reglugerðir í hástig til að klekkja á grasrót flugsins. Helst engar undantekningar ótilneyddir í stað þess að gera allt sem þeir geta til að milda áhrif og álögur aukins regluverks.

 Þetta upplifa einkaflugmenn sem beina óvild stofnunarinnar við allt einkaflug sem er kominn á þvílíkt stig að það sýnist þeim nauðsynlegt að skera alla stofnunina upp og bursta til það starfsfólk sem þar tröllríður húsum. Ég var á fjölmennum fundi á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem mikill hiti var í mönnum. Það var rætt að nauðsyn bæri til að safna undirskriftum og krefjast brottreksturs flugmálastjóra og tiltekinna starfsmanna hans. Ég horfði á Árna Johnsen þruma á Alþingi um sama mál og skildi hann vel eftir að hlusta á menn lýsa viðskiptum sínum við Flugmálastjórn og bar þar hæst tiltekinn starfsmann. Eftir að hafa hlýtt á upplestur á bréfi flugmálastjórnar um einfalt ferjuflug vélar frá Selfossi til Reykjavíkur varð mér ljóst í hvert óefni er komið með þessa stofnun, sem er miklu kaþólskari en páfinn eins og Árni sagði á Alþingi. Ég efaðist þarna ekki um að Spaugstofan hefði getað gert góðan þátt úr þessu bréfi einu þvílkt fágæti kansellíis og embættismennsku sem þar birtist. En þetta er bara ekki spaug heldur veruleiki einkaflugmanna sem rífa hár sitt.

Þetta er alvörumál þegar almenningur er farinn að líta svona á ríkisstofnun þjóðar sinnar. Rammvilltir búrókratar eru langt komnir að drepa allt almannaflug niður á Íslandi. Við þessa menn virðist ekki hægt að ræða á mannamáli lengur, það er deginum ljósara. Þá virðist þurfa að fjarlægja úr stjórnsýslunni hið fyrsta og koma inn með nýtt fólk sem skilur að embætti er samstofna við ambátt. Embættismenn eiga að þjóna fólkinu sem ambáttir en ekki öfugt eins og fundarmenn teldu að flugmálastjórn væri dæmi um. Eftir meira en 30 ára útgerð einkaflugvéla gafst ég upp og er hættur. Amk. þangað til að viðmótinu, gjaldttökum og álögum verður breytt og nýtt líf kemur í þetta land. Ég var kominn á fremsta hlunn með að fá bandaríska skráningu á mína flugvél eins og færst hefur í vöxt hérlendis, en nú ætlar Flugmálastjórn að setja undir þann leka til að að auka vandræði manna enn frekar. Ég skora á Alþingismenn að hindra þetta nýja ofbeldisútspil  Flugmálastjórnar á hendur einkaflugi í landinu.

Þó ég skipti ekki máli lengur vegna fúlrar kennitölu minnar, þá man ég aðra tíma Agnars Kofoed Hansen og raunar Péturs Einarssonar líka og ég fullyrði að undir stjórn þessara manna voru hlutirnir með öðrum brag.Þeir greiddu götu einkaflugs með ráðum og dáð. Þeir skildu hvaðan uppspretta flugmanna er.

En nú heyrist mér öldin vera önnur þegar enginn viðstaddra mælir Flugmálstjórn bót og horfir til landauðnar í almannaflugi. Ef þetta er þessi víðsýna ESB stefna sem Benedikt Jóhannesson er að auglýsa eftir og er að birtast hjá Flugmálastjórn með þessum afleiðingum þá er annaðhvort ekki pláss fyrir hana hjá Sjálfstæðisflokknum eða þar er ekki pláss fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú eiginlega brandari út af fyrir sig að þessir menn og konur kalli sig Sjálfstæða Evrópumenn, ég sé ekkert sjálfstæði við að vilja troða sér inn í ferlíki eins og Evrópusambandið. Sammála þér með reglugerðarfarganið, þessu þarf að vinda ofan af í rólegheitum þegar við köstum umsókninni um ESB út á hafsauga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Einu sinni var kona sem vann í ákvðinni ríkisstofnun Okkur fannst hún formfost og kölluðum hana okkar á milli Reglugerði. En Jesús, hún var sko ekkert miðað við það sem á eftir kom

Halldór Jónsson, 5.11.2011 kl. 20:55

3 identicon

Já Halldór svo var ein sem hafði viðurnefnið Torveldur þú veist um hverja það á við , en varðandi þessa ESB sinna þá er það ljóst manneskja sem vill framselja fullveldi og sjálfstæði Íslands til annara td. ESB er ekki "sjálfstæðismanneskja" samkvæmt orðanna hljóðan, því eru það alger öfugmæli að kalla menn á borð við Beneditk Jóhannesson og hans nóta "Sjálfstæðismenn".

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 21:51

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

The EU regluations is the infrastructural framework real living financial mechanism in my mind, founded on the earliest civilisations.

Áttvísi nægir stöndugu ríki, stefnulaus er sá sem hefur nóg fyrir stafni.  

EU er fjármálstofnum undir stjórnhæfs meirihluta á hverjum tíma sem hefur í augum Alþjóðsamfélgsins og síns sjálfs markað sem innheldur Meðlima Ríkin og ESS ríkin. Sviss þarf ekki að óttast samkeppni frá Lúxemburg. 

ESS er 100% undirgefni undir fjármálayfirstjórnin og þá efnahagslegu undir henni.   Undir Meðlimaríki er forsatriði sem þýðir tollar hverfa og Meðlima skattar koma í staðinn, mikið lægri nú en 1983 hlutfallslega því Ísland er komið með meðal ársgengi langt niður fyrir  almenn standard í USA, og stefnir á það sem ríkir ekki í Miðvestur hluta EU. 

Meðalgengi er samsett úr 2,0% virðsauka, 8,0% virðisauka og 10 % virðsauka.   Auðveldt er sjá að Íslend er  "undeveloped financially speaking".  Þjóðverjar er samhliða USA og þeir flytja út hávirðiauka og selja dýrt fyrir lávirðauka og láta greiða sér mismuninn í Dollurum , juan og jenun og Pundum. 

Í dag kaupir EU lávirðauka af Íslendingu og greiða með hávirðisauka þanning að getu verslað inn frá Braselíu og kína t.d. til að geta í framhaldi  spara dollara tekjur frá álverunu til að greiða upp í ESS aðildar lánafyrirgreiðslur.

Vegna þess að Ísland búa við meiri auðlindir á mann en Írar og Grikkir þá vorkenna sumir fjámáltengdir útlendingar Íslensku einfeldningum betur.   Heildar sölutekjur = Heilda sölu kostnaður + max 2,0 umfram skekkja. Þegar um ríkis viðskipti er að ræða í heildin litið. 

Skera niðurkostnað að fyrra bragaði það gera Spánverja ekki og Grikkir ekki heldur.  Því þá lækka tekjur undir eins í kjölfarið. Neytendmarkaðir í EU láta ekki okra á sér og þeim rétttlætis sjónarmiðum beitir Brussell á Íslandinga, því þetta er alltaf gert.  Brussell semur ekki meira umfram til handa Íslendingum en gagnvart öðrum  ríkjum. Raunvirði er samsett úr alþjóðlegu lámarksverði á orku og massa.  Lávirðaukinn þrepið er í grunni ei grunnfasteignar skattar um max. 1,99 %. Þehefur ekkert breyst frá upphafi milli ríkja viðskipta.

Stöndug og því þroskuð  ríki er þau sem eru með margar tegundir af hávirðauka sem erfiðara er að reikna út raunvirðis matið. Einnig leitar hávirðisaukinn yfirleitt upp á markaði þeirra sem er yfir meðalatali í tekjum og spyrja ekki hvað nauðsynjar kosta hingað til. 

Mér finnst að þurfi að útloka alla aðra kosti áður en EES verði ekki sagt upp og Schengen hryllingnum.

EU + UK [sem er ekki þræll þjóðverja og Frakka]  Miðstýring í dag í vörn gegn NAFTA, Kína og Indlandi og Braselíu til dæmis. Við erum að flytja inn frá Braselíu og Kína, olíu frá Svíþjóð og Noregi. Ísland virðist algjörlega vera fjartýrt. Meðlima Ríki í dag í EU sem fá skammtaðar evrur miða við raunvirði gengismat Brussel get ekki aukið sýnar raunvirðistekju nema með sölu á sínum markaði. Ríkið sem hirðir smásölutekjurnar hagnast umfram þau sem láta sér nægja lávirðiauka sem skilar aldrei ávöxun eða gróða. Nema í heilabúum einfaldra Íslendendinga. Þjóðverjar þurftu að byggja upp hjá nýtt vegna samningarinnar, og fjármögnuð því vitleysingja utan þýskands  til að bera mestu áhættuna heima fyrir.  Það er fleiri ríki en Ísland sem skilja ekki að þroskuð veltu veðsöfn 30 ára í stöndugum borgum er rekin án raunvaxtakröfu og í þeim bunið lítið reiðufé=fjámgnskostnaður um 1/30 eða 3,0% af framtíðar verðbólgu veltu. Þessi söfn í þýsklandi og Sviss getur engin keppt við því engin getur velt í tapi í 30 ár.    Tilhvers er þessi söfn til að að lækka rekstrakostnað vsk. fyrirtækja til dæmis sem greiða þá öruggari skatta af sölutekjum og stafsmanna veltu.  Þjóðverjum og örðum borgurum er alveg sama hvað er greitt í skatta og fasteignir þegar grunn samtryggingakerfi er öruggt og allir þegnar virkir neytendur. Þýsk fyrir hugsa eins þeir sem eru úr A bekk, gæði starfsmann skipti meira máli en fjöldinn.  Þrátt fyrir fjórfrelsi þá eru þjóðverjar ekki drukka úr innflytjenda vandmálum.  Því fáir eru hæfari en þýskir atvinnuleitendur. Engin keðja er sterkari en veikast hlekkurinn. Hversvegna og tilhvers gera stöndug ríkis alltaf það sem arbærast í stöðunni á hverjum tíma. Svarið er einfalt þetta er grunvallar stefna í þessum ríkjum frá upphafi og A bekkur hefur greind til að hafa vit fyrir þessum með sérgreindirnar.  Síu kerfi er mjög góð því þá geta allir með nokkru öruggi treyst dómgreind þeirra sem fara allir jafn hæfir í ákvörðunarstöður þetta gildir um allar reglustýrð embætti hins opinbera í stöndugum ríkjum.  Reynsla af EES er er verri en af USA.  Rauntekjur hafa hækkað alstaðar vegna tækni og hugarfars breytinga.   Lang minnst á Ísland síðan 1983 þegar áhuginn á EES var vaknaður. Við fengum tækni og hugfarsbreytingar í lágum gæðaflokkum í skiptum fyrir 1 flokk almennt áður á öllum sviðum í samburði við undirmálsríki í EU.

EU er skýr karfa um hlutfallslega geira skiptingu á þjóðar kökunni til að geta staðið undir kostnaðinu af því að reka miðstýringuna. SamFo virðist alls ekki vera með þetta á hreinu,   Stærsti hlutinn hér hjá ekki vsk. geirum fer í stjórnssýslu sem er réttlætt á þeim forsendum að fjölær hlutfallslegs skipting liggi ekki fyrir. Betra er bjóð upp á betri rusla hirðu en borga atvinnuleitenda bætur sem er örlítið lægri. Fækka í stjórnsýslunni uppi þar sem liðið er með 8 til 10 sinnum meiri neyslutekjur en almenningur og getur ekki einu sinni eytt þeim skilar miklu meiri árangri.       Reglu-verk rímar við mál-verk: Dauða bókstafir furðulegt orðskrípi. Lög og regla fara sama.

VAL og ég Vel upp  en ekki niður það er eina stefnan til hægri. Dautt frekar en Rautt. Uppi er áttvísi og víðsýni ókeypis. Apinn þarfa að læra klifra og það gerir asninn aldrei. Örn og Valur og Ugla. Björn og konungur kattanna.  Dráttar klárar eða Mörrum á meginlandinu  var byrgt sýn til beggja átta til að gera þá stefnumótaðri. Reglustýring virkar ef vel er samin. Þyrnirós svaf í þúsund ári eftir múturnar.

Júlíus Björnsson, 6.11.2011 kl. 01:58

5 Smámynd: Elle_

Lýsandi pistill, Halldór, og sammála að það er ekkert sjálfstæðislegt við, en ótrúlega ósjálfstæðislegt og veiklulegt að vilja gefa upp fullveldið og sjálfstæðið til evrópsks veldis.  

Elle_, 6.11.2011 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband