Leita í fréttum mbl.is

Frábær þáttur í RÚV

um Ingimar Eydal tónsnilling og fyrirmyndarmann sem lést 1993 langt fyrir aldur fram.

Ingimar Eydal var einstakur maður sem var í stöðugri framför í list sinni til æviloka. Hljómsveit hans hljómar í ljósvakanum enn eins og ekkert hafi í skorist og nýtur ávallt vinsælda.

Mjög gaman að sjá hvernig allt leit út á þessum dögum á Akureyri. Nú eru þessir tímar liðnir og allt orðið með öðrum brag.

Þessi þáttur var frábær að mínu mati og hefði mín vegna mátt vera miklu lengri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Tek undir það að þátturinn var frábær um Ingimar og synd hvað jarðvist hans varð stutt. Þetta var frábær hljómsveit, skipuð frábæru fólki.

Þú hefur vonand sloppið við að hlusta á þátt þeirra Margrétar og Felix um miðjan daginn, þar sem ágætu lagi Oddgeirs Kristjánssonar var misþyrmt með frekar döprum flutningi.  

Ómar Bjarki Smárason, 6.11.2011 kl. 22:54

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ég slapp við það. Það er frekar undantekning en regla að maður hrífist af dagskráratriðum í sjónvarpi yfirleitt.Þetta var eitt

Halldór Jónsson, 6.11.2011 kl. 23:02

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég notaði plúsinn,til að sjá og hlusta aftur,, svona örlítið meiri discant,,.

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2011 kl. 23:27

4 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll Halldór. Gaman að þú vekur máls á þessu. Ég er alinn upp á Akureyri og hef farið á mörg böllin, þar sem hljómsveit Ingimars spilaði. Það mátti segja að þessi hljómsveit væri ákveðin uppeldisstöð góðar hljómlistarmanna. Í henni byrjuðu sinn feril margir góðir listamenn. Þekki Ingimar og hans fólk, en æskuvinur minn Gunnar Eydal lögmaður er bróðir hans.

Jón Atli Kristjánsson, 7.11.2011 kl. 09:49

5 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þátturinn vakti mikla hrifningu á mínu heimili. Mamma mín var í himinsælu, en hún býr í Danmörku og er hér aðeins á ferðalagi, orðin 94 ára.

Þessi þáttur var svo frábær og hitti í mark hjá okkur öllum.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 7.11.2011 kl. 14:46

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Gaman að heyra Sigurður, Helga  og Jón Atli að þið eruð mér sammála um hvað þetta var skemmtilegur þáttur og vel gerður. Einn landsliðsmaður í fótboltanum sagði hinsvegar í Sundlaugunum;"Sástu Hemma?", hann var nú flottur fyrir 20 árum. Ég sagði að mér fyndist Hemmi flottur ennþá, ég hef hitt hann oft í Ameríku síðustu ár og hann er alltaf sami stuðpinninn þó bláedrú sé, þó ég sé það nú ekki alltaf í Vínlandinu sjálfu. En bæði Hemmi og Ómar voru frábærir.

Halldór Jónsson, 7.11.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband