Leita í fréttum mbl.is

Kaninn hnerrar,Kínverjinn fær kvef

um leið og afturkippur kemur í USA. Nú þarf Kínverjinn að flytja inn svínakjöt frá Bandaríkjunum og annarsstaðar frá til að róa markaðinn. Því matarverðið í Kína hefur rokið upp um 14 % það sem af er árinu og verðbólga heldur innreið sína í því ríki.Samt er þetta villmannlegt einræðisríki sem drepur hvern þann sem rífur kjaft enda verkföll þar óþekkt svo ekki er því um að kenna. Mannfjölgunin í Kína er víst að stöðvast við 1.4 milljarð. Indverjar hafa 60 % hærri fæðingartíðni en Kínverjar og verða fjölmennastir þjóða um miðja öldina. Íslendingum og Þjóðverjum fækkar heldur og svo er um flestar upplýstari þjóðir. Þeim fjölgar mest sem ekki geta fætt börnin sín né klætt, lesið né skrifað.

Hvaða áhrif hefur það á efnahag heimsins ef þróuðu fólki myndi hætta að fjölga? Að því hlýtur þó að koma af hvaða ástæðum sem það verður. Mannkynið er orðið 7 milljarðar en var um 2 í stríðslok 1945. Kenning Malthusar fer að byrja að bíta eins og fréttir er farnar að berast um. Og einhverstaðar verður barist um brauðið ef þessu heldur áfram. Það væri því mikilvægt verkefni Vesturlanda, að taka sjálfstæðið af Afríkuþjóðum eins og tl dæmis Sómalíu. Stilla þar til friðar með hörku og láta þá fara að yrkja jörðina við Pax Cultura.

Matvælaverð hækkar nú um allan heim og þar auðvitað mest sem minnst er framleitt. Íslendingar ættu því að hætta að flytja út lambakjöt sem er ekki annað en upplástur landgæða.Búa að sínu í hæfilegu magni en ekkert umfram það. Matvæli eru okkar innlenda aðalframleiðsla þannig að okkar horfur ættu ekki að vera sem verstar efnahagslega.

En mannfjöldinn er þvílíkur í Austurlöndum að éti 1 % Kínverja meiri baunir ,þá hækkar verðið á baunum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Og ef 1 % Kínverja kaupir sér Bjúikk þá hefur Detroit ekki undan.

Bilið milli ríkra og fátækra breikkar í heiminum. Sem betur fer fyrir Íslendinga þannig að takist okkur að halda mannfjöldanum okkar í skefjum kemur meira í hver hlut eftir því sem tímarnir líða.Vð þurfum því að fara varlega í að selja Kínverjum landið eða taka að okkur að sjá fyrir beiningalýð úr Evrópu eins og við erum að gera. Íslendingar geta átt bjarta framtíð ef þeir gætu lært að nota skynsemina meira.En það hafa þeir lítt getað til þessa.

Það er eitthvað að gerast i fjármálum heimsins sem við sjáum ekki fyrir endann á. Líklega erum við búin að ganga bréfagöturnar á enda og förum að læra að bréfakaplar með óefnislegar eignir að baki koma aldrei í stað framleiðslu áþreifanlegra gæða. Bréfaguttar heimsins munu þurfa að færa sig útá akrana og í verksmiðjurnar og fara að vinna arðbær framleiðslustörf eins og í styrjöldum. Mannkynið gengur ekki á lyginni mikið lengur. Það verður bráðum spurt hvað er á bak við bréfsnuddurnar.

Kanarnir eru farnir að hnerra og það þýðir kvef fyrir Kínverja og fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband