Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar Svíinn á Sólheimajökli?

þegar allar björgunarsveitir eru á fullu að leita hans? Hver borgar svona ævintýri útlendra ferðamanna?

Er það sjálfgefið að menn geti farið til fjalla og á jökla á eigin vegum eins útbúnir og þeim dettur í hug. Geti svo týnst á kostnað þjóðarinnar? Þarf ekki að kyrrsetja þennan Svía ef hann þá finnst eins og skipið Ölmu og krefjast björgunarlauna af sænska ríkinu sem á þennan skattþegn?

Er ekki góð byrjun að skylda alla fjallamenn að kaupa sér ELT-senditæki sem sýnir staðsetningu þeirra í neyð?

Jöklaráp er ekkert einkamál asna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Það er okkar að setja hér reglur um öryggi ferðamanna -- og hjálparsveitarmanna um leið, Halldór.

Nú verður umfram allt að leita að manninum og bjarga honum.

B. kv. --J.

Kristin stjórnmálasamtök, 10.11.2011 kl. 23:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég er að bíða eftir góðum fréttum vonandi að hann finnist lifandi. Landsleikur Íslands í fótbolta hjálpaði til að gleyma þessu um stund. En ég er sammála þér Halldór,allt of margir fara í óbyggðir illa búnir,Íslendingar eru engin undantekning.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2011 kl. 02:48

3 Smámynd: Skarfurinn

Að sjálfsögðu vonar maður það besta í þessu máli, en það er ekki nema sjálfsagt að maður bvelti fyrir sér kostnaði við slíka leit, um 300 manns á ótal farartækjum auk 1-2 þyrla, mér skilst að einn klukkutími þyrlu kosti um 400 þúsund krónur.

Þetta er á sama tíma og deildum sjúkrahúsa er lokað og meira að segja líknardeildum og ríkissjóður tómur segir SJS, spurning um í hvað aurar okkar fara og kannski þarf að fara að setja strangar reglur um að menn séu gangandi á jöklum í mörgum tilvikum þrátt fyrir aðvaranir og slæma veðurspá.

Skarfurinn, 11.11.2011 kl. 16:37

4 identicon

Ómekkleg spurning núna.

Það eiga að vera reglur um ferðir á jökla eða hálendi, sérstaklega að vetri til. En þetta er ekki rétti tíminn að kasta fram svona spurningu.

Og allir sem fara á hálendið eða í jöklaferðir eiga að þurfa að kaupa sér tryggingu. það á við íslendinga jafnt sem útlendinga

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 19:42

5 Smámynd: Ragnar Hilmarsson

Frændi þú veist að svíar eru dýrmætir.

Ragnar Hilmarsson, 11.11.2011 kl. 20:37

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigrún Jóna, þetta er einmitt rétti tíminn. Þessi leit kostar tugi miljóna og það á að senda reikninginn til Svíþjóðar.

Ég held að vesalings maðurinn sé dáinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2011 kl. 22:45

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Ragnar frændi minn og þið raunar öll hin

Við erum öll dýrmæt. Sérhver mannslíf er fjárjóður."It is a helluva thing to kill a man" sagði Clint Eastwood í glutverki dráparans í myndinni " Unforgiven," " take away everything he has got and will ever have". Það er stundum hugsað of lítið um það í hverju lífið skilur sig frá dauðu efni.

Takk öll sem velta þessu fyrir sér. Clint líka sem gerði þessa hroðalega sterku mynd sem ég er bínn að sjá mörgum sinnum.

Halldór Jónsson, 12.11.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband