12.11.2011 | 20:00
Guðlaugur Þór góður
á fjölmennum fundi í Kópavogi þar sem hann skýrði tillögur Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. En þær tillögur hefur formaður Framtíðarnefndar Kristján Þór Júlíusson og margir góðir menn með honum unnið mikið starf og óeigingjarnt við að semja og kynna fyrir flokksmönnum um allt land.
Þetta eru viðamestu skipulagsbreytingar sem nokkru sinni hafa verið settar fram fyrir Landsfund. Í stuttu máli miða þær allar að því að auka gagnsæi í flokksstarfinu og virkja fleira fólk til starfa en áður hefur verið. Dreifing ákvarðanatöku er aukin, embætti tveggja varaformanna er skilgreint og þeim settar starfsreglur og verkefni. Kjöri til miðstjórnar er gjörbreytt og kjördæmisráð fá aukið vægi. Sumar tillögurnar voru taldar glannalegar eins og að opna fyrir setu á Landsfundi sem gæti leitt til innrásar þröngra hagsmunahópa og töldu menn að fara þyrfti gætilega í því. Meginstef er það að til þess að taka þátt í starfi flokksin verði menn að vera greiðandi félagsmenn og þar með alvöru félagar en ekki allskyns hlaupalið í prófkjörum flokksins.
Guðlaugur svaraði svo fyrirspurnum fundargesta og voru þær af ýmsum toga og hjó Guðlaugur hvert spjót af skafti sem á hann var skotið. Því aldrei er lognmolla eða hallelúja söngur á þessum fundum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Athygli vakti þegar Guðlaugur skýrði frá athöfnum Árna Páls Árnasonar sem skærrar vonarstjörnu Framsóknarflokksins. En hann þáði þá sem Framsóknarmaður milljónatugi fyrir ráðgjöf til Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra sem Samfylkingin núna taldi höfuðsök í máli Páls Magnússonar til að geta ekki orðið forstöðumaður í Bankasýslu Ríkisins.
Guðlaugur ræddi gengistryggðu lánin og benti á hvílik fjarstæða væri í því fólgin að þeir sem frömdu glæpinn, bankarnir sem veittu fjölskydlum og fyrirtækjum ólöglegu gengislánin, ættu núna að ákvarða refsinguna sem lántakendurnir ættu að hljóta samkvæmt hinum vitlausu lögum Árna Páls. Dómar Hæstaréttar væru skýrir þó ýmsir væru að reyna að skjóta sér undan þeim.
Sturla Jónsson bílstjóri gerði harða hríð að Guðlaugi vegna þess hve lítið miðaði í lánaleiðréttingum og hampaði lærðum ritgerðum sem einhverjir góðir menn höfðu skrifað um málin og farið með niður á þing til að kynna málin. En Guðlaugur skaut til baka og sagði ekki skrítið að þeir hefðu komið þangað því hann hefði fengið' þá til þess sjálfur að koma sem sýndi að það væri ómaklegt af Sturlu að ásaka sig um að gera ekkert í málum skuldara og heimila. Benti hann líka á lánareiknir sinn á heimasíðu sinni til áréttingar um að hann væri virkilega að leggja sig fram í þessum málaflokki og bað Sturlu um að sjá sig um hönd. Skipaðist Sturla allvel við þær upplýsingar Guðlaugs og tók hann í sátt, allavega í bili, því Sturla er sókndjarfur og vel lesinn.
Þessir laugardagsfundir Sjálfstæðismanna eru orðnir fastur liður í starfsemi flokksins og eru fjölsóttir. Flokkurinn er að ná til fólksins og þingmenn eins og Guðlaugur Þór leggja á sig erfiði til að vinna flokknum það gagn sem þeir mega.
Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli sókn og félagar eru búnir að vinna þrekvirki í að hreinsa loftið og skýra fyrir fólki fyrir hvað hann stendur. En flokkurinn hefur aldrei þurft að breyta grundvallaratriðum í stefnu sinni frá stofnun sinni 1929. En fyrrihluti sjálfstæðisstefnunnar er "að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og frjálslyndri umbótastefnu, á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum." Seinni hlutinn felst í nafni flokksins. Þessi flokkur þolir samkeppni við hvern flokk eða flokksbrot sem er.
Guðlaugur Þór og allt okkar lið í Sjálfstæðisflokknum er tilbúið til baráttu fyrir betra Íslandi! Ekki veitir af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór hvorki Guðlaugur né Sjálfstæðisflokkurinn eru til í neitt fyrr en búið er að henda Kvótapúkanum út úr Valhöll. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að skríða fyrir sérhagsmuna hópum það fer honum ekki.
Ólafur Örn Jónsson, 12.11.2011 kl. 21:13
Þú skrifar mikið um kvótann. Fékkstu aldrei skipstjórakvóta sjálfur sem togaraskipstjóri?
Átri þú aldrei kvóta?
Halldór Jónsson, 12.11.2011 kl. 21:54
Það gæti orðið sterkari flokkur sem stígur fram að loknum Landsfundi með Hönnu Birnu og formann Framtíðarnefndar Kristján Þór Júlíusson í forystusveitinni..... Vonandi hefur Guðlaugur Þór vakið athygli fundarins á þessu, með beinum eða óbeinum hætti undir rós.....
Ómar Bjarki Smárason, 12.11.2011 kl. 23:24
Jú Halldór og meira en það "ég fór í fíflið Halldór Ásgrímsson og fékk þá breytiungu á lögunum í gegn að "ef skipstjóri ásamt meirihluti áhafnar færi milli skipa fengi hann að halda úthlutuðum kvóta.
Við á Snorra Sturlusyni höfðum verið meðal 3 aflahæstu skipa flotans frá 1979 og fengum stærsta kvóta sem úthlutaður var á skip. Við vorum búnir að ráða okkur á annað skip áður en þessi kvóta vitleysa kom til tals og heðfum orðið verklausir á því skipi en við hefðum ekki "okkar" aflaheimildir.
Á þessum tveim fundum sem ég átti með Halldóri spurði ég hann hvernig honum dytti í hug að láta kvótann fylgja skipunum en ekki skipstjórunum sem veiddu kvótann og kynnu til verka.
"ÞÁ GANGIÐ ÞIÐ AFLASKIPSTJÓRARNIR KAUPUM OG SÖLUM" sem mátti alls ekki ske.
Kvóti okkar áhafnarinnar á Viðey/Snorra Sturlusyni er nú inní Granda ásamt 926 tonna úthafskarfa kvóta sem ég náði síðasta árið áður en ég var rekinn frá fyrirtækinu fyrir skoðanir mínar á kvótanum.
Staðreyndin er sú Halldór við sitjum uppi með ónýtt kerfi sem sett var á til að þóknast fáum SÍS frystihúsum sem voru nýbúin að endurskipuleggja sig fyrir Ameríku markað og gátu ekki sætt sig við að vinna í kerfi þar sem allir sátu við samaborð varðandi veiðar ú hinum ýmsu stofnum. Og núna enn þann dag í dag styður Sjálfstæðisflokkurinn af öllum flokkum þetta spillta framsóknar kerfi og svikamillu.
Einokun, mannréttindabrot og einstaklings kúgun eru stefnumál sjálfstæðisflokksins í stað frelsi einstaklingsins til athafna.
Ólafur Örn Jónsson, 13.11.2011 kl. 10:26
Heyrðu Ólafur, ég er ekki að skilja hvort þú seldir kvótan þinn eða var honum stolið af þér?
Halldór Jónsson, 13.11.2011 kl. 14:39
Ég hélt að' Þorsteinn Vilhelmsson hefði sjálfur átt kvótann sem hann fékk svo borgaðan?
Halldór Jónsson, 13.11.2011 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.