Leita í fréttum mbl.is

Stríð, heilagt stríð!

Jihad í kjaramálum ! Ríkisstjórnin gerir þetta ójákvæmilegt segir forsetinn Gylfi Arnbjörnsson. Verkföll skulu bylja á ykkur hinum til að laga þetta og láta mitt fólk  fá milljón eða meira. Sá er aldeilis að vinna fyrir kaupinu sínu ! Rífur stólpakjaft við hátignirnar í ríkisstjórninni sem hann þó styður pólitískt með Evrunni og Evrópubandalaginu því hann er hagfræðingur og getur búið til gróða með tölum.

Það er gott að kjarabætur skuli verða sóttar til þeirra sem luma á þeim en vilja ekki láta þær af hendi af kvikindisskap einum. Við verðum líka að mennta börnin okkar svo þau geti sest að erlendis og borgað af námlánunum þaðan.

Stríð, STRÍÐ ! Heilagt kjarastríð !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Verkföll og launakröfur gera ekkert annað en að auka á þann vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Það er merkilegt að forseti ASÍ, sem á að heita hagfræðingur, skuli ekki vita það, að fjármagn er af skornum skammti á Íslandi um þessar mundir. Það þýðir vitanlega það, að fyrirtæki, almenningur og stjórnvöld eru févana.

Vissulega er hægt að skilja það, að almenningur þarf hærri laun, til þess að standa undir sínum skuldbindingum. En það þurfa að vera til peningar til að borga hærri laun, nema að hagfræðingurinn Gylfi sé svona hrifinn af því að prenta peninga og auka verðbólgu með tilheyrandi hækkun á afborgunum lána.

Það er kominn tími á vitræna umræðu um þessi mál og hagfræðingurinn Gylfi stendur ekki fyrir henni.

Jón Ríkharðsson, 6.12.2011 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband