Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunagæsla

er áreiðanlega ríkjandi þáttur í þjóðlífi Íslendinga. Menn skipa sér í fylkingar í stjórnmálum að einhverju leyti vegna þess hvar þeim sýnast mest líkindi til að þeirra eigin hagsmunum sé best borgið. Það var oft talað um helmingaskiptaregluna sem vinstir menn sögðu gilda  milli Framsóknar -og Sjálfstæðisflokks. En þá gleymdist það alltaf að vinstri menn í gerfi Alþýðuflokksins gamla undirokaði eitt sviðið, sem var opinberi geirinn. Alikratar voru þeir gjarnan nefndir sem röðu sér í efstu lög opinbera geirans. Þeir voru ráðuneytismenn, sendiherrar osfrv. Það voru helst bolsarnir blóðrauðu sem áttu erfitt updráttar með að ná sér í ríkisbrauð. En þá var gert  uppvið þá á annan hátt, kannski samið við þá til að afstýra  öðru verra.

Alveg er hugsanlegt að  Ólafur Tors hafi verið sendur í stjórnmálin eftir fjölskyldufund því það þyrfti að gæta hagsmuna Kveldúlfs á öllum vígsstöðvum. Þetta var það stórt fyrirtæki þá að SÍS komst næst því að stærð síðar.  Og allir muna að það fyrirtæki þurfti stjórnmáladeild alveg eins og véladeild, búvörudeild osfrv. og kallaðist þá Framsóknarflokkur.  Ef menn fara á fund  í sjávarútvegsnefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins þá skilur maður auðvitað hvernig hagsmunagæsla  LÍÚ vinnur. Enda mikið í húfi að landkrabbar eins og Ólína Þorvarðardóttir og aðrir minni spámenn komist ekki í að eyðileggja velskipulagða  hluti sem hún hefur auðvitað ekki hundsvit á. Halldór Ásgrímsson hefur kannski farið í stjórnmálin af því að honum hefur ekki hentað að vinna til sjávarins á vegum fjölskyldufyrirtæksisns Skinneyjar-þinganess, verið sjóveikur eða eitthvað? Einar K. Guðfinnsson hefur hugsanlega líka verið sjóveikur og þessvegna farið í pólitík. Björn Valur, Atti Kitta Gauju og Kristján Júlíusson gætu hafa farið í land af einhverju öðru?

Minn góði kennari og vinur Gylfi Þ. Gíslason og afkomendur hans hafa skiljanlega haslað sér völl í stjórnsýslunni og opinbera geiranum þar sem þeir áttu ekki til atvinnurekenda að telja. Slíkt leggst oft í ættir. Svo er allskyns þurrabúðarfólk eins og ég sem svo er einnig ástatt um sem baslar á landinu og flykkir sér um Sjálfstæðisflokkinn af einhverjum hugsjónalegum ástæðum þó það kannski viti að það ætti miklu meiri sjans í bitlingum í minni flokkunum. Svo er fólkið eins og flóran í Samfylkingunni er flest, sem fer í stjórnmál í hreinu atvinnuskyni og leggur á þá braut fyrir sig sem starfsgrein.

Það eru kannski allir víðsýnir markaðsmenn að upplagi. Alveg þangað til að kemur að þeirra eigin  litla basli. Þá verður að passa að aðrir komist ekki í það. Þannig er okkar þjóðfélag þéttriðið net einkahagsmuna.

Þar byrjar hagsmunagæslan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um 1924 þá vissu flestir ráðandi hér að: áttaviltur  merkir desorienteret;áttavísun merkir orientering : áttvísi [USA].

orientation :adjustment to surroundings; direction, tendency;
 orientation
noun 
   a. the action of orienting. a relative position. 
   b. the direction of someone's interest or attitude, especially political or sexual. 

orientate verb
orientational adjective 


C19: appar. from orient.


© Oxford University Press, 2004

Hvað skyldu margir ráðandi hér í dag átt sig á því að Háttvísi er hluta af greindarskilning enn í dag hjá ráðani utan Íslands, og hernaðarfræði eða strategy: the government's economic strategy: MASTER PLAN, grand design, game plan, plan (of action), policy, programme; tactics.
hljómar ekki eða rímar við stefnumörkun í mínum heila.

Frá átt kemur sem grein af nýyrðum, þar sem átt greinist í ætt [aú >aí] á nefnist svo ær þegar um sauð er að ræða. 

Íslendingar er búnir að missa svo mikið af orðforða að í heildina litið eru þeir áttaviltir og áru eða ærulausir, því auðvelt að beita þá vélarbrögðum, af alvöru ættum erlendis.

Hvað þýðir mörkun stefnu erlendis? Stöndug ríki stefna ekkert í sjálfum sér og þau fara á hausinn eða viðhaldast eða vaxa í sjálfum sér.

Það má heyra af mæli manna hvað mann þeir hafa geyma.

Júlíus Björnsson, 7.12.2011 kl. 16:38

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Hagsmunagæslan er sýnilegri hjá okkur í fámenninu.

Það er svo létt að rekja ættir og venslir og vinanet, að það verður sem opin bók allt þetta sjónarspil.

Þetta þarf að taka enda og stjórnmálin þurfa að snúast um hugsjónir, samvinnu og niðurstöðu sem gefur öllum sjónarmiðum eitthvað vægi.

Þú ferð nú ekki í neitt framboð héðan af Halldór ?

En ef svo væri þá eru þínar áherslur mér að skapi!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 7.12.2011 kl. 17:40

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það Sigurður. Heldurðu að ég vaæri bara ekki einangraður sérvitringur sem þú og konana mín myndu kannski kjósa?

Halldór Jónsson, 7.12.2011 kl. 18:57

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Nei Halldór, ég held einmitt að þú sért samnefnari fyrir meiri hluta Íslendinga, með þínum hugmyndum.

Að því leyti er þér óhætt að vera sýnilegur í umræðunni, enda ertu það svo sannarlega!

Þú ert alveg mátulega afslappaður í þessu öllu saman. Það er kostur.

Svo ertu prýðis rithöfundur. Hér áður fyrr lét ég aldrei hjá líða að lesa greinar þínar í Morgunblaðinu. Alltaf voru þær vel upp byggðar og ég minnist ekki nokkurs sem fór á snið við mínar áherslur. Það er töluvert.

En þegar ég fer að skoða þetta allt saman betur, þá er ég sjálfur heil mikill sérvitringur, svo það er kannski einmitt þess vegna sem ég finn til skyldleika með þér !!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 7.12.2011 kl. 20:48

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er nú svo í þessu þjóðfélagi þegar maður er í fullu fjöri eins og mér finnst ég vera( maður skynjar Alzheimer ekki sjálfur) þá fær maður ekkert að gera vegna kennitölunnar. Þingmennska er náttúrlega velborguð innivinna eins og Gnarrinn orðar það sem er ekki bundin við aldur. Þú segir nokkuð! Sérvitringalistinn?

Halldór Jónsson, 7.12.2011 kl. 22:56

6 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Já, væri það nokkuð verra en háðfuglalistinn?

Það framboð fékk mikinn byr í borgarstjórnarkosningunum og nú sé ég að komið er framboð á landsvísu.

Hvernig líst þér á það?

Sjálfum finnst mér það vera öfugmæli og skömm. Að setja upp framboð án hugsjóna og tilgangs. Aldrei hefði mér dottið í hug, að slíkt og þvílíkt myndi nokkru sinni gerast.

En það er komið fram og gert í fullri alvöru - merkilegt!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.12.2011 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband