Leita í fréttum mbl.is

AlltfyrirAlla

gæti verið nýtt nafn á nýstofnaðan stjórnmálaflokk. F lokkurinn ætlar sér eftirfarandi: "Við viljum vera opinn vettvangur eða farvegur fyrir vel meinandi einstaklinga til þess að hafa áhrif á samfélag sitt. Við viljum grænt hagkerfi sem skapar fullt af fólki atvinnu, góða skóla og heilbrigðiskerfi, arðbæra og sjálfbæra nýtingu auðlindanna okkar, stöðugt efnahagslíf, óttalausa samvinnu við aðrar þjóðir, víðsýni, lýðræði, frjálslyndi, frið og mannúð."

Einhverjar mér ókunnar mannvitsbrekkur hafa líklega samið þessa stefnuskrá eftir vandlegan undirbúning og óska nú eftir fólki til að koma höfundunum á þing eins og tíðakast hefur með nýjar fjöldahreyfingar. Fljótt á litið gæti þetta verið hugsjónalegur afleggjari frá grænu framboði með sjálfstæðislegu virkjanaívafi en með samfylkingarlegri aðild að Evrópusambandinu og norrænum náungakærleik að hætti Steingríms. Hann verður fjöldahreyfing fyrir fullt af fólki til að fara ný störf sem hann ætlar væntanlega að skaffa eins og Jóhanna hefur margoft séð fyrir sér að gera.

Er víst að flokksmenn verði allir sammála þessum hugsjónum? Eða verða einhverjir með sérþarfir? Eru þetta hugsanlega sameinaðar hugsjónir landsmanna í pólitík? Eitthvað fyrir alla, konur jafnt og kalla,...gæti orðið flokkssöngurinn. Þá verður ekki árans fjórflokkurinn lengur neitt til að óttast fyrir Pétur á Sögustöðinni. Næst geta menn kosið 8 flokka í það minnsta, fjórflokkinn og svo Hægriflokk Guðmundar Franklín, Hreyfinguna, Liju flokkinn og svo þennan nýja og Guðmund Steingrímsson,. Það verður nú aldeilis gaman að mynda stjórn til að afgreiða tillögur Stjórnlagaráðs sem Pétur á Sögu ber fyrir brjósti.

Gæti flokkurinn ekki bara heitið " AlltfyrirAlla" -flokkurinn og haft listabókstafina AfA ! Svo má bæta við einu h-i og þá nær flokkurinn líka vel til Múslíma.

AlltfyriAlla! Er það ekki málið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta verður skrautlegt ... en vonandi ekki þjóðinni dýrkeypt eins og núverandi stjórnarflokkar

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband