Leita í fréttum mbl.is

Flugvallarfrekja

birtist í frétt um bréf Jóns Baldvins Pálssonar  til Borgaryfirvalda:

"Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt."

Rétt er það að tréin hafa hækkað og munu hækka mikið enn.  Hinsvegar getur Jón þess ekki að það er ekki ILS á braut 31 sem er auðvitað til skammar ef nota á þessa braut í alvöru. Og hún er alltof nálægt Öskjuhlíðinni til þess að vera almennileg til lendingar og hefur alltaf verið.  Þó að Gísli Marteinn vilji ekki saga tréin vegna þess að Flugvöllurinn sé á útleið, þá er það ekki af gróðurkærleika. Þá hefði hann reynt að hindra Asparmorðingjanarrið í spjöllum sínum við Ráðhúsið. Flugvöllurinn er ekkert að fara. meirihluti landsmanna vill hafa hann þarna áfram. Gísli er í minnihluta. Þessvegna þarf að vernda Öskjuhlíðina fyrir bæði Jóni Baldvin og Gísla Marteini. Þetta er náttúruparadís sem á að vera heilagt vé.

Það sem þarf að gera er að setja Suðurgötuna í stokk undir flugbrautina og lengja hana til vesturs. Aðflugið er asnalegt svona lágt og bratt niður Öskjuhlíðina. Og setja auðvitað almennileg siglingatæki við hana.  Allt annað er bara klastur sem engu skilar.

Að láta sér detta í hug að saga tréin í Öskjuhlíð er Flugvallarfrekja af verstu sort. Skammastu þín Jón Baldvin fyrir svona skammsýnar og ruddalegar úrbótatillögur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Svo mætti auðvitað skoða það að hækka flugbrautirnar um svo sem eins og 10 m og byggja aðstöðu eins og flugstöð og bílageymslur undir brautunum. Slík hækkun flugbrautanna ætti að halda í við vöxt trjánna í Öskuhlíðinni í einhver ár.....en jafnframt mætti lengja flugbrautina út í Skerjafjörðinn, á stultum til að losna við landfyllingar og þannig að göngustígarnir héldu sér.

Með þessu fengi Suðurgatan að halda sér þó eitthvða rask yrði meðan á framkvæmdum stæði. Þetta myndi skapa fjöldan allan af störfum í byggingariðnaði og yrði einstakt mannvirki á heimsvísu.....! Með þessu væri líka unnið í haginn fyrir komandi kynslóðir vegna yfirvofandi hækkun sjávarborðs......

Ómar Bjarki Smárason, 10.12.2011 kl. 00:38

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Af hverju má ekki flitja þennan fjandans flugvöll á Bessastaðanes, þar eru allar aðstæður sem bestar fyrir flugvöl, og myndi leisa mörg af þeim tilbúnu skypulagsvandamálum sem menn hafa framleitt, í gegnum árinn.

Magnús Jónsson, 10.12.2011 kl. 00:56

3 Smámynd: Björn Emilsson

Gott hjá Omari Bjarka þetta með hækkun sjávarborðs sem enginn virðist trúa á. Haldi fram sem horfir eru allar líkur á Reykjanes og þar með Reykjavík fari undir sjó. Eina sem kemur til með að standa uppúr er Hafnarkráin í Sandgerði, sem er jú frábær staður.

Björn Emilsson, 10.12.2011 kl. 03:46

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Væri ekki upplagt, Björn, að bjóða upp á flugferðir frá Reykjavík á Hafnarkrána í Sandgerði? Er þetta ekki vannýttur möguleiki í ferðaþjónustunni. Og svo svona í framtíðinni þá gæti Aðdáandi Reykjavíkurflugvallar Nr. 1 kannski fengið starf sem kráarhaldari, ef hann ekki hreppir starf flugvallar- eða borgarstjóra í Sandgerði. Liggur það ekki í augum uppi að Sandgerði veður höfðustaður landsins, flytjist innanlandsflugið þangað? Það væri kannski rétt að byggja hátæknisjúkrahúsið þar, frekar en að hola því niður í flugvallarlausri Reykjavík framtíðarinna!

Ómar Bjarki Smárason, 10.12.2011 kl. 12:40

5 Smámynd: K.H.S.

Ekki er öll vitleysan eins. Dýrmætasta sameign okkar  Íslendinga er flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. Ótal manns eiga nálægð flugvallarins  við Landsspítalann íif sitt eða bata  að launa. Allir sem hafa lifað af heilablóðfall þekkja þörfina á nálægð bráðaþjónustu.

K.H.S., 10.12.2011 kl. 17:57

6 Smámynd: K.H.S.

Annað sem ég ætlaði að koma hér að er að ég varð vegna aspa nágrannans að skipta um sujónvarpssdtöð. Aspirnar uxu yfir fjölvarpið og hindruðu útsendingar

K.H.S., 10.12.2011 kl. 18:15

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Kári minn, þetta er allt að koma í kapalinn hvort eð er.Eða gervihnettina.

"Þú skyggir á sólina fyrir mér, spilltu ekki hringjunum mínum" sagði gríski spekingurinn við hermanninn sem stóð yfir honum víst til að drepa hann.

Það voru að koma tölur um Flugvöllinn sem Gísla Marteini líka líklega ekki. En þær eru samhljóma við þá skoðanakönnun sem ég hef verið í gangi með lengi hér til hliðar á siðunni.

Björn, ég er ekki viss um að þetta hlýskeið sé framundan með hækkandi sjávarstöðu. Skoðaðu síðu frænda mín www.agbjarn.is

Magnús,

Jón Gnarr sagðist aldrei hafa flutt flugvöll þannig að hann kynni það ekki og yrði að fá hjálp.Ég er nú viss um að hann fær hana ekki hjá Jóni Baldvin Pálssyni þó hann deili trjádrápahugsjóninni með nafna sínum narr,...Gnarr átti það að vera.

Halldór Jónsson, 10.12.2011 kl. 19:48

8 Smámynd: Alfreð K

Smáinnskot í sambandi við Fjölvarp, gervihnetti, kapal o.fl.:

Til hefur staðið í nokkur ár núna að hætta útsendingum á örbylgju og færa yfir á UHF, en þar eru reyndar nokkrar stafrænar útsendingar þegar hafnar, s.s. á RÚV, Stöð 2, ÍNN og örfáum erlendum sjónvarpsstöðum (Sky News).

Verði þetta þróunin munu unnendur Fjölvarps ekki þurfa að hafa áhyggjur af ágangi trjáa og runna í bakgörðum sínum lengur þar sem gamla góða (eða nýja) greiðan mun hæglega valda verkefni sínu (UHF-merkið frá Vatnsendasendinum er vægast sagt ÖFLUGT hér á höfuðborgarsvæðinu og til er í dæminu að menn nái að „svindla‟ með minni VHF-loftnetum).

Annars trúi ég ekki á kapalinn og mun seint gera (a.m.k. til að horfa á sjónvarp) en legg jafnframt til eins og Halldór að menn fái sér 80 cm gervihnattadisk á þakið (ekki á svalirnar, það er svo ljótt) og stórbæti stöðvaúrvalið sitt með öllum BBC-rásunum, ITV og Channel 4, Five en þetta er allt sent út í ólæstri dagskrá og í hæstu mögulegu gæðum, allt sem þarf í viðbót er stafrænn gervihnattamóttakari (ekki afruglari) og byrja svo að horfa á Newsnight á BBC 2 á kvöldin, þar sem Evrukrísan er í brennidepli þessa dagana.  

Alfreð K, 10.12.2011 kl. 23:49

9 Smámynd: K.H.S.

Satt er það Halldór, kapallinn er kominn í hús en engan hef ég áhugann á 365. Aspirnar héldu mér frá þeirri freistni og vöndu mig af þeim ósið að glápa á vont efni með  innrætingu í bland.

Diskurinn og gervihnettirnir færa mér ómengaðar fréttir frá öllum heimshornum. Þangað ná ekki þvottaleppar og smurstofa Óðins.

K.H.S., 11.12.2011 kl. 06:04

10 Smámynd: K.H.S.

Sæll aftur vantaði þarna heldur .Þangað ná  ekki heldur og á Útvarpinu.

K.H.S., 11.12.2011 kl. 06:17

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk frir þessar upplýsingar Alfreð,

maður fylgist ekki með í þessari tækni allri

Halldór Jónsson, 11.12.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband