Leita í fréttum mbl.is

Skattleggjum lífeyrissjóðina !

segir Steingrímur J. Sigfússon berum orðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Þá græða bæði sjóðirnir og eigendur þeirra og öll þjóðin líka!

Við ætluðum að taka fjármuni af lífeyrissjóðunum með góðu eða illu til að borga í vaxtabótakerfið. Nú er bara harða leiðin eftir því þeir vilja ekki borga með góðu. Það er eina leiðin að mati þessa manns, að skattleggja og innheimta. Skattleggja líka innheimtu-og vaxtagróða bankanna sem hann gaf vogunarsjóðunum. Hvaðan skyldi sá gróði koma? Man einhver eftir teikningunni hans Storm P þar sem kallinn skar rófuna af hundinum og gaf honum að éta?

Lífeyrissjóðirnir sem í upphafi áttu að vera til að borga lífeyri til þeirra sem í þá borga eru núna orðnir skattstofn í augum Steingríms.Í hvað eiga peningarnir að fara? Í vaxtabótakerfið segir Steingrímur.

Hverjir fá peningana sem vaxtabæturnar eru? Sjá það ekki allir? Hverjir eru stærstu ákvarðendur í vaxtakjörum almennings?

Í heild er þetta viðtal gagnlegt til að skyggnast inn í hugarheim Steingríms J. Sigfússonar. Hann trúir því í raun og veru að hann hafi bjargað þjóðinni með ríkisstjórnarsetu sinni. Maðurinn sem skrifaði undir Icesave I sem hefði kostað heil fjárlög bara í vexti. Herre Gud! Hann heldur í raun og veru að hann sé að bjarga þjóðinni og hann verði að vera áfram í pólitík til að leiða þjóð sína út úr eyðimörkinni eins og Móses! Hann geti ekki hætt vegna þess að hann sé ómissandi! Herre Gud!

Það sé sanngirni í því að sækja peninga í Lífeyrissjóðina með ofbeldi til að borga í vaxabótakerfið. Sanngirni gagnvart skuldlausum eigendum lífeyrisins. Sanngjarnt gagnvart opinberum starfsmönnum sem þiggja óskertan lífeyri frá skattgreiðendum beint eins og Steingrímur mun sjálfur gera í fyllingu tímans.

Hvað á þjóðin að þjást lengi enn af völdum þessa manns og ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur? Nú geta menn borið þessar aðgerðir saman við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar í skuldamálum heimilanna. Látum nú forystumenn flokksins skýra þetta út fyrir fólkinu sem valkost við vitleysunni.

Íslands óhamingju verður allt að vopni sögðu menn einu sinni.

Þessi steingrímski skattur á lífeyrissjóðina er bara byrjunin ef maðurinn fær að leika lausum hala öllu lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband