Leita í fréttum mbl.is

Látum hann bara tala

sagði Harry S. Truman um mótframbjóðanda sinn General McArthur.

Í Silfri Egils var viðtal við Heiðu og Guðmund Steingríms. Egill spurði þau bæði fyrir hvað þau stæðu í pólitík. Heiða kvaðst ekki geta svarað því. Guðmundur útskýrði hversvegna hann væri ekki Samfylkingarmaður, hann fílaði sig ekki sem krata. Og hann þyrfti ekkert að vera í Framsókn eins og pabbi og afi. Annað fannst mér lítið kom frá þeim nema einhverjir almennir frasar sem þau sögðust þó bæði vera orðin leið á í íslenskri pólitík. Heiða vildi fá nýtt fólk í pólitík því hún væri orðin leið á sömu nöfnunum alltaf frá 1983. Hún vill í framboð og Guðmundur líka.

Endursýnum þennan þátt Egils seint og snemma. Þjóðin þarf að skilja pólitík.

Látum Besta Flokkinn, Heiðu og Guðmund bara tala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu! ef þau eru orðin svona leið á íslenskri pólitík því í ósköpunum koma þau sér ekki sem lengst í burtu frá henni?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 13:19

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sæll Halldór.

Við höfum greinilega ekki horft á Silfrið sömu augum, enda annar nærsýnn en hinn fjarsýnn!

 http://omarbjarki.blog.is/blog/omarbjarki/entry/1210727

Með góðum kveðjum úr þorpinu sunnan flugvallar,

Ómar Bjarki Smárason, 11.12.2011 kl. 14:14

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Tek undir með þér Halldór, endilega látum þau tala sem mest. Staðreyndin er að það kynnir sig hver best sjálfur.

Anna Björg Hjartardóttir, 11.12.2011 kl. 14:59

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki mikill hugsjónaeldur þar sem rokið er í að stofna stjórnmálaflokk án þess að vita hvað hann stendur fyrir né hafa hugmynd um stefnuskrá. Það er eins og að stofna trúfélag áður en að ´kveðið er hver átrúnaðurinn verður. Kannski Alla, kannski Búdda, kannski spaghettyskrímslið.

Bara ef það væri svo einfalt að okkur vantaði bara svona eitthvað allskonar og nýtt og skemmtilegra. 

Þarna er krúttkynslóðinn rétt lýst. Mottóið er að vera 6 ára í anda og framkomu fram yfir fimmtugt. Það er ógizzla hip og gekt þúeist. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 17:50

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristján, leitar ekki klárinn þangað sem hann er kvaldastur?

Ómar Bjarki, hvor er nærsýnni og hvor er fjarsýnni?

Anna Björg

Fór á síðuna hjá þér og lagði inn spurningu til þín um nýfrjálshyggjuna. Hver heldurðu að sé afstaða nýja framboðsins til frjálshyggjunnar? Það eru allir á móti svokallaðri nýfrjálshyggju því hún er ekki "In" lengur. En ég tek fram að ég skil ekki það hugtak.

Jón Steinar

Þetta er skarpt skotið hjá þér. Ég get ekki mótmælt því að þau eru ossalega kjút og kúl. Það hefur verið sagt mér að bráðum muni nafn finnast á flokkinn sem selji hann útá  það eitt, O so   er Gnarrinn sjálfur á bak við þetta  þannig a etta verðu allt í í keyinu mar.

Halldór Jónsson, 11.12.2011 kl. 18:58

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég náði ekki þættinum hans Egils, er úti á sjó og var á vakt þegar hann var sýndur. En tilvitnunin í Truman sáluga á vel við, held ég, en það er svo vont að átta sig á hinu pólitíska landslagi um þessar mundir.

Nýfrjálshyggja er ekki til, það er verið að klæmast á hugtakinu "frjálshyggja" og reyna að segja fólki að hún gangi ekki upp.

Eigum við þá að kalla það "nýkristni", þegar boðberar og fylgismenn kristninnar fremja kynferðisglæpi og ókristilega hluti?

Jón Ríkharðsson, 12.12.2011 kl. 02:36

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarplega athugað Jón Ríkharðsson. Það er áreiðanlega svo að hlusti maður á vindinn þá verður maður fljótlega vísari um hvaðan hann blæs og til hvers hann er líklegur.

Halldór Jónsson, 12.12.2011 kl. 12:18

8 Smámynd: Halldór Jónsson

J´+a og Jón, til forvitni, hvað skipstegund eða  hverskonar útvegi ert  þú á?

Halldór Jónsson, 12.12.2011 kl. 12:19

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er háseti á Ásbirni RE 50, hann er skuttogari af minni gerð og við ísum aflann um borð.

HB Grandi gerir skipið út, við erum aðallega á ufsa og karfaveiðum suðvestur af Reykjanesi á hinum svonefndu Fjöllum, en það er fjallgarður á hafsbotni ca. 60. sjómílur sv. af Reykjanesi.

Stundum förum við vestur á Hala að veiða þorsk, en aðallega erum við á Fjöllunum. 

Túrarnir eru þrír til fimm dagar, það hefur verið ágætis fiskerí undanfarið hjá okkur eins og flestum.

Jón Ríkharðsson, 12.12.2011 kl. 16:50

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jón

Hefurðu netfang, það er dálítið sem mig langar að spyrja um sem varðar fyrrum skipverja á togaranum sem á ekki heima hér á blogginu?

Halldór Jónsson, 13.12.2011 kl. 07:23

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

jonrikk@gmail.com.

Jón Ríkharðsson, 13.12.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband