12.12.2011 | 13:22
Er þetta í lagi ?
spurðu menn sig um Jónas frá Hriflu þegar mönnum blöskraði framganga hans á árum áður.En Jónas bar þá ægishjálm fyrir allt stjórnmálalíf í landinu og engu ráði var ráðið nema hann kæmi þar að. Það fór geðlæknir heim til hans til að athuga hvort maðurinn væri hugsanlega búinn að ofkeyra sig. Auðvitað var geðlæknirinn úrskurðaður pólitískur flugumaður og rekinn og Jónas hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. En smátt og smátt einangraðist Jónas samt og menn fóru að sjá að maðurinn var varla einhamur í atferli sínu. Ekki vantaði þó sannfæringarkraftinn hjá Jónasi og trúna á eigið ágæti og allir sáu að hann lagði fram mikið starf. En stefna hans og hugmyndir voru bara ekki í lagi til lengri tíma litið.
Steingrímur J. Sigfússon var spurður um það í útvarpsþætti hvort hann ætlaði að hætta í stjórnmálum á einhverjum tíma. Hann sagði að það gæti hugsanlega komið að því. En ekki eins og á stæði, hans væri enn þörf til að leiða þjóðina út úr kreppunni. Helst virtist skoðun hans á sjálfum sér og mikilvægi sínu minna á söguna af Móses sem þurfti að leiða þjóð sína útúr eyðimörkinni.Því verki yrði hann að ljúka því það gætu það ekki aðrir.Er þetta ofmat á eigin ágæti eins og hjá Jónasi frá Hriflu?
Jón Valur Jensson skrifar um Icesave í Morgunblaðið á laugardaginn var. Þar bendir Jón á það,að 1. október s.l. hefðu 110 milljarðar verið fallnir á ríkissjóð Íslands í VÖXTUM einum, án afborgana, hefði verið staðið við Iceave I eða Svavarssamninginn sem Steingrímur var búinn að undirrita. Hvaðan hefðu sá peningur komið? Hvað var hægt að láta vera að greiða úr ríkissjóði umfram þær greiðslur úr ríkissjóði sem Steingrímur nú telur sér til tekna að hafa komið í veg fyrir og kallar hagræðingu? Svo sem niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, lokun sjúkradeilda og lækkun bóta?
Ætla fjölmiðlar að taka undir með Steingrími að hann sé búinn að vinna stórvirki í endurreisn landsins? Hér sé allt að lagast, hagvöxtur að hefjast og landið að rísa? Á sama tíma sem met-landflótti er brostinn á? Útflutningshraði fólksins okkar hefur aukist um 40 % þegar hagvöxturinn er hafinn? Nú fara 7 manns úr landi dag hvern í stað 5 áður.Og æ fleiri hyggja á brottflutning samkvæmt traustum fréttum RÚV ? Vaxandi fjöldi fólks sér að þetta er ekki í lagi. Ríkisstjórnin hangir saman á Evrópubandalagsumsókninni, skattlagningarhagfræðinni og stóriðjufælninni. Fjárfestingar í atvinnulífinu fara ekki á stað við þessar aðstæður.
Steingrímur segir líka á öðrum stað að nauðsynlegt sé að halda ákærunni á Geir Haarde fyrir Landsdómi til streitu. Steingrímur er einn af forgöngumönnunum fyrir því að Geir var ákærður. Samt er talið að Neyðarlögin sem Geir flutti fram en Steingrímur stóð ekki að, hafi bjargað þjóðinni frá verra. Hver verður hans eigin hlutur þegar upp verður staðið? Mun einhver nenna að draga hann til ábyrgðar fyrir bankabraskið og Sjóvármálið svo eitthvað sé nefnt ?
Er það í lagi að skattleggja lífeyrisgreiðslur framtíðarinnar til að niðurgreiða vextakostnað almenning sem ríkisstjórnin ákveður sjálf að mestu leyti? Ríkisstjórnin stjórnar Seðlabankanum og réði Seðlabankastjórann. Hversvegna þarf ríkisstjórn að greiða niður vaxtastig sem hún stjórnar sjálf?
Einhver kynni að spyrja sig hvort þessi Steingrímur sé heppilegur til að leiða þjóðina áfram? Ég kem ekki auga á að svo sé. Hvað sem hann sjálfur segir um árangur sinn þá er hagvaxtarspá hans á hæpnum rökum reist og nýsamþykkt fjárlög hans með fæðingargalla þar sem útgjaldaliðir og tekjuliðir eru van- og ofáætlaðir. En hann virðist trúa blint á eigið ágæti og ekki afast eitt augnablik að hann viti einn alla hluti. Svona rétt eins eins og var með Jónas frá Hriflu.
Ríkisstjórnin virðist lifa í þeim heimi að þjóðin hafi yrfirþyrmandi áhuga á ráðherraköplum hennar og jafnvel stjórnarskrárbreytingum og inngöngu í ESB. Það er alls ekki svo að fólk beri afgerandi meira traust til Steingríms eða Jóhönnu en til dæmis Jóns Bjarnasonar? Fátt bendir í raun til þess að svo sé.
Eitt má telja nokkuð víst að þetta Alþingi sem heldur þessari ríkisstjórn á lífi með baktryggingu hinnar nýju stjórnmálastjörnu Guðmundar Steingrímssaonar er í minnkandi áliti meðal fólks. Það trúir ekki að að þingið muni koma sér saman um raunhæfar leiðir. Það sé ekki lengur traustsins vert? Ríkisstjórnin á líklega vísan stuðning Hreyfingarinnar ef í harðbakkann slær. Óvíst er hvort Hreyfingin á afturkvæmt á Alþingi í nýjum kosningum og að ógleymdum launaða listamanninum? Þetta fólk kærir sig ekki um kosningar og því situr þessi stjórn og situr.
Þessi staða er þjóðinni ekki til framdráttar og tefur fyrir að batinn komi. Er ekki fullreynt að úrræði Steingríms í efnahagslífinu sem eru skattar á skatta ofan eru ekki í lagi og leiða ekki til neins nema meiri þrenginga og meiri landflótta? Er það ekki nægur vitnisburður um ríkisstjórnina að fólkið greiðir atvkæði með fótunum?
Eða er stjórnarandstaðan svona hræðileg að þetta sé bara í lagi þessvegna? Hún bjóði ekki uppá neitt? Þessu virðast stjórnarsinnar trúa og hafa yfir oft á dag.
En geta menn haldið þessu fram eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar efnahagstillögur sínar og síðan lagt fram heildarstefnu eftir landsfund sinn? Hvað kostar það þjóðina að halda áfram á núverandi helvegi í tvö ár í viðbót í stað þess að gefa uppá nýtt? Fyrir eigin upphefð eru menn tilbúnir að fórna öllu öðru. Það er þetta sem verðfellir stjórnmálin í huga fólksins. Þegar við blasir að árangur er ekki að nást þá er bara hangið og hangið.
Þetta er ekki í lagi.
Er það kannski ekki í lagi að hugsa svona?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hugsanlega misskil ég færsluna en mér finnst þetta afskaplega óvandaður málaflutningur hjá þér.
Mér finnst þú vera að bera brigður á andlegt heilbrigði eins af samborgurum okkar af því að þú sért ýmsum gerðum og ákvörðunum hans ósammála og þú virðist telja máli þínu helst til stuðnings að "hann var sagður hafa ráðist á þennan sama Geir í þinginu og barið hann bókstaflega við annað tækifæri".!
Mér er líka illskiljanlegt hversvegna þú blandar "geðrannsókninni" á Jónasi frá Hriflu inn þessa færslu þína.
Agla, 12.12.2011 kl. 15:49
Ofanskráð athugasemd mín varð gerð kl. 15.49 við upprunalegu færsluna þína sem birt var kl. 13.22.
Kl. 19.22 var upprunalegu færslunni breytt verulega og úr henni voru m.a. fjarlægð þau orð sem ég vitnaði í í athugasemd minni hér að ofan:
"hann var sagður hafa ráðist á þennan sama Geir í þinginu og barið hann bókstaflega við annað tækifæri" .
Vegna þeirra breytinga sem þú hefur gert á þinni upprunalegu færslu undir þessari fyrirsögn, án þess að svara birtri athugasemd minni við henni, finnst mér eðlilegt að þú eyðir án tafar ofanskráðri athugasemd við upprunalegu færsluna ásamt þessari athugasemd.
Agla, 12.12.2011 kl. 21:15
éG KANN EKKI AÐ EYÐA ATHUGASEMDUM, EF ÞAÐ ER ÞÁ HÆGT
Halldór Jónsson, 12.12.2011 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.