Leita í fréttum mbl.is

Lurður

er orð sem lýsir Íslendingum. Geðlurður eiginlega enn betur.

Lurður láta allt yfir sig ganga og yppta öxlum. Nýjasta dæmið er salan á Högum. Þar er búið að afhenda fyrirtæki til einstaklinga sem allir sem nenna að lesa geta vitað hvernig náðu til sín stjarnfræðilegum upphæðum úr bankakerfinu.

Ragnar Önundarson hefur skrifað fyrir blindum augum lurðanna um þessi mál og gerir enn. Hann bendir á að 23.gr.tilskipunar ESB nr.77/91 hefur verið margbrotin. En þegar það hentar lurðum túlka þær þessar tilskipanir að eigin geðþótta."Starfsfólk og kröfuhafar hinna féflettu félaga voru með þessu skilin eftir á köldum klaka, þrátt fyrir skýr ákvæði laga um að stjórn hlutafélags skuli gæta hags félagsins sjálfs og þar með allra þeirra sem eiga hagsmuni í því. Íslensk stjórnvöld horfðu aðgerðalaus á stórfelld lögbrot og það olli þjóðinni hrikalegu tjóni. Aðgerðaleysið varir enn."

Lurðurnar horfa á hvernig lurður leyfa völdu fólki að sópa til sín stórfé í hlutafjárútboði. Lurðurnar horfa á hvernig Lífeyrissjóðum er nú beitt til að taka þátt í framhaldi af gömlum bankasnúningunum til að hækka sýndarverð á hlutafé. Ragnar segir:"Sérstök hætta steðjar að einmitt nú þar sem lífeyrissjóðir eiga fáa ávöxtunarkosti, þátttaka þeirra í útboði á Högum sýnir það."

Úr því að eigandinn heitir ekki lengur Jón Ásgeir þá er sjálfsagt að lurðurnar versli áfram í Bónus. Framtakssjóður lurðanna sér um þeirra mál.

Lurðunum getur ekki verið meira sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, mikli vökumaður. En nú ætla sennilega ýmsar lurðurnar að bæta sér þetta rækilega upp um hátíðarnar, því að sala í jólabjór hefur stóraukizt, um 48% frá fyrra ári (frétt kl. 15)!

Jón Valur Jensson, 19.12.2011 kl. 15:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Segir ekki Bretinn, ekki gráta oní bjórinn þinn. Hvað þá jólabjórinn. Svo fá menn sér spólu með jólaklámi, og svo verða jólamorð á dagskrá RUV á affangadagsvöld eins og verið hefur.

Halldór Jónsson, 19.12.2011 kl. 18:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt !!!

Jón Valur Jensson, 19.12.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband