Leita í fréttum mbl.is

Láttu þig dreyma stórt!

sagði Henrietta Szold: "Dare to dream... and when you dream, dream big." Hún stofnaði hjálparsamtök Zionistakvenna Hadassah árið 1909. Í dag með 300.000 félagsmenn hafa samtökin gert og gera enn raunhæf stórkraftaverk sem henta hverjum tíma. Núna voru þau að leggja 2 milljónir dollara í stofnfrumu- rannsóknir.

Þetta leiðir hugann að því að ég hlustaði á útvarpið segja frá depurðinni sem ríkir í þjóðfélaginu okkar. Geðvandamál vegna fátæktarinnar þjaka landsmenn sem aldrei fyrr. Mara allsleysis smærri meðbræðra og systra liggur yfir þjóðinni, þó við hin betur settu gleymum þessu mörg ágætlega í kapphlaupinu við að geta borgað reikningana okkar og kaupa það sem hugurinn girnist.

Ef við þyrðum að láta okkur dreyma eins og Henrietta Szold, og létum okkur dreyma eitthvað stórt, hvað gætum við ekki séð fyrir okkur? Gætum við séð það að allir hlutir á markaði myndu lækka um 30 % ? Bílar, sjónvörp, föt myndu stórlækka? Það væri hægt að fá vinnu sem borgaði reglulega laun þar sem við gætum keypt þetta allt? Þó við þyrftum að spara fyrir því? Þjóðfélag þar sem fátækt fólk þyrfti ekki að bíða í biðröðum eftir neyðaraðstöð? Þjóðfélag þar sem skattheimta yrði svo viðráðanleg að fólki fyndist hún sanngjörn og þess vegna stinga minna undan?

Og ef maður er í því að láta sig dreyma , þá ætla ég að byrja á einum stórum draumi sem spinnst af því að ég er að hlusta á fréttir í hádeginu um það að Hagstofan mæli nú 5.5 % verðbólgu í landinu. Ég spurði mig að því hvort þjóðin eða ég eða þú sjálfur myndum einhverntíman spyrja okkur að því hvað þjóðin eða þú gætu gert fyrir Ísland? Í stað þess að spyrja sífellt hvað ríkisstjórnin, þingið og þjóðin og Ísland geti gert fyrir þig og mig?

Reynum að láta okkur dreyma upp fyrir okkur þjóðarsáttardagana 1989 í stað þess að horfa aðgerðalaus á verðbólgutölurnar æða upp á við. Hvað sögðu þeir Einar Oddur og Guðmundur Jaki á ótal fundum um landið? Var þá ekki að dreyma drauma um nýja tíma? Sáu þeir ekki draumana rætast af því að þeir sannfærðu brenndu börnin? Getum við ekki reymt að láta okkur dreyma þeirra drauma upp aftur?

Ég læt mig í framhaldi af þessu dreyma um það, að Alþingi setji lög í viðtækri sátt allra flokka um það, að gengi krónunnar skuli hækka um 6 % á tilteknum degi. Allir vextir lántökugjöld,þjónustugjöld skulu lækka um sömu tölu.Höfuðstóll verðtryggðra skulda skuli færast aftur til 2007, gengistryggð lán reiknast aftur til upphafsgengis og innlendra vaxta,ný lán eru á nýrri vísitölu. Allt verð á vöru skal lækka um sömu 6% daginn eftir, útseld vinna hjá skilanefndum, lög-og verkfræðingum og iðnaðarmönnum skal lækka um sömu prósentu. Öll föst laun í landinu skuli lækka um sömu 6% líka(nema laun undir tölunni X sem skulu hugsanlega vera óbreytt). Allir kaupmenn skulu hafa 2011 verð í sértökum reit á verðmerkjum sínum.

Bensíngjald, tryggingagjöld skulu líka lækka um sömu prósentu. Allar verðhækkanir sem kunna að verða nauðsynlegar vegna heimsmarkaðshækkana mega aðeins koma til framkvæmda ef sérstök nefnd ASÍ og SA samþykkir útreikninginn samhljóða. Verkföll verða engin þennan tíma. Þessi lög gildi í 6 mánuði eða jafnvel eitt ár. Þá verði þau endurskoðuð með tilliti til árangurs. Ef reynslan er góð þá má endurtaka þetta. Annars skal allt fara í sama farið ef þjóðin er sammála um að það sé betra. Enda hvorugur þeira Einars Odds eða Guðmundur lengur meðal okkar til að tala um fyrir okkur um sjálfsvörn verðhækkana. Þeirra í stað eru komnir nýjir spámenn með nýtt vín á gömlum belgjum.

Ef ég hefði þorað að láta mig dreyma áfram, þá hefði mig dreymt að þetta myndi ganga í friði í 2 ár. Þá hefði hugsunarháttur þjóðar okkar hugsanlega breyst eitthvað í þá veru sem Kennedy talaði um á sínum tíma því við hefðum samtímis fyrirskipað að íslenski fáninn yrði í öllum skólastofum landsins og öllum opinberum afgreiðslum af augljósum ástæðum.

Líklega hefði krónan þegar hér er komið draumnum þá náð 2007 genginu, verðlag hefði lækkað og kaupmáttur aukist til muna og hér væri komin á ró og frelsi. Eftirspurn hefði aukist, verðbólga væri lítil, hugsanlega eitthvað launaskrið orðið. En TRAUSTIÐ væri komið aftur og aflandsgengi skipti ekki lengur máli. Og TRÚIN á landið og þjóðina væri komið aftur. Hugsanlega til að vera. Við værum að virkja og grafa göng sem einkaaðilar fjármagna með veggjöldum. Við værum farin að sinna uppgræðslu landsins okkar meira og aðstoða fátæk erlend ríki.

Mann getur dreymt stórt án þess búast við að draumarnir rætist. Og líklega eru það örlög flestra drauma að enda með því að maður vaknar til grás veruleikans. En allar ferðir okkar byrja af því að okkur dreymir um eitthvað sem er ekki komið.

Af hverju þá ekki að dreyma eitthvað stórt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Já stórir draumar og hugsjónir eru nauðsyn allrar framvindu.

En það mega ekki koma fram einhverjir einræðisseggir sem þykjast geta verið stjórar yfir okkur á meðan við erum í svona góðu skapi og leiðitamir!

Þá færi allt á verri veg.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 23.12.2011 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband