Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól !

og farsælt nýtt ár segi ég við alla bloggvini og þá sem hafa séð ástæðu til að að líta við hér á sðunni. En teljarinn á síðunni segir mér að frá upphafi hafi innlitin verið nærri hálfmilljón talsins. Ég er eiginlega steinhissa en get ekki annað verið en þakklátur því ekki er ég svo sannfærður um að það sé nú allt gáfulegt sem ég hef skrifað þar.  En ég hef ekki skrifað mér þvert um hug, mér fannst þetta þegar það var skrifað. Og sagt eer að stundum ratast kjöftugum satt á munn.

Svona bloggari eins og ég velti stundum fyrir sér til hvers fjárans maður sé að þessu að vera skrifa niður hugsanir sínar um þetta og hitt. Ætli það sé ekki svipað eins og Alexander mikli sagði í ræðunni yfir hermönnum sínum í Hindustan, sem vildu ekki fara lengra en vildu fara heim. Hann sagði eitthvað á þessa leið:  Skiljið þið ekki að það er herförin sjálf sem hefur tilgang í sjálfri sér. Ekki hverju hún áorkar. Það er ekkert stórfenglegt við að fara heim, við höfum verið þar.  Er það ekki eitthvað svipað með þetta blogg. Þetta er bara skemmtun sem engu skilar nema það sem það er í sjálfu sér að spjalla við gesti og gangandi. Og þó. Maður rekst á hin og þessi sjónarhorn og upplýsingar sem maður tekur eftir af því maður vissi það ekki áður og margir koma með  punkta sem breyta heilmiklu fyrir bloggarann sjálfan og láta hann fá aðra sýn á málin.

Það er frekar fáir sem eru illskeyttir í seinni tíð eins og var fyrr á árum bloggsins. Það eru helst þeir sem hata Sjálfstæðisflokkinn almennilega sem taka hressilega uppí sig á þessum síðum.  Þessa kalla ég yfirleitt komma í einu orði  til að stríða þeim.  Ég viðurkenni að ég hef stundum lúmskt  gaman af því að kynda undir þeim með því að skrifa vel um Sjálfstæðisflokkinn.  En það kemur nú meira af því að sjálfstæðisstefnan, þessar einföldu tvær klausur geta varla skaðað nokkurn mann, falla saman við lífsskoðanir manns sjálfs og svo margra sem maður þekkir, ekki bara hérlendis heldur allstaðar og er einföld frjálshyggja og þjóðernishyggja.   Allt bull kommanna um einhverja nýfrjálshyggju sem allskyns reyfarar lifa eftir er út í hött að klína á Sálfstæðisflokkinn.  AlCapone hafði brennandi áhuga á stjórnmálum, elskaði Bandaríkin og fánann og allt það en var ekki skráður í Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði á kosningadaginn: SamBandaríkjamenn mínir: Kjósum snemma og kjósum oft! Kjósum allan daginn! Hann var nefnilega eins og hann var og sjálfsagt kunnað að réttlæta sig ef svo bar undir eins og okkar bankareyfarar gera.  Og svo er það líka með sjálfstæðísmenn. að þeim er ekki öllum gefin andleg spektin alltaf.  En þeir eru flestir bestu grey innvið beinið eins og ég held að ég sé, sem eru kannski mestir í nösunum.

Þessa vísu gerði Unndór Jónsson um afa minn Halldór Skaptason, en þeir voru vinnufélagar hjá Símanum og miklir vinir. Unndór var svo mikil eftirherma að mér fannst sem afi væri kominn ljóslifandi þegar Unndór fór með vísuna fyrir mig einu sinni:(ég held ég hafi náð henni rétt)

"Brattgengur, bumbuvaxinn, með brosið um allan skrokkinn. Þín láglendisviska að vonum,vermir Sjálfstæðisflokkinn."

"Helvítið þitt Unndór, ég skal drepa þig" sagði svo Unndór með rödd afa þegar vísan var búin  og hló stórkarlalega eins og hann." Mikill listamaður Unndór. Afi Halldór var mikill flokksmaður og heyrði ekki alltof vel á fullorðinsárum. Þá man ég að hann hlustaði á einhverja fjölskyldumeðlimi rífast um pólitík og hvaða flokka menn ættu að kjósa. Það væri svo mikið að þeim öllum, þessi svona og hinn svona.  Hann sagði lengi fátt en þegar færi gafst sagði hann eins og við sjálfan sig. "Ja, alltaf er nú bestur Blái Borðinn." En það var fræg auglýsing smjölíkisframleiðandans Ragnars í Smára. Nú eru þessar umræður löngu liðnar, enginn étur smjörlíki oná brauð lengur og allir þeir sem þátt tóku og um var rætt horfnir á braut. Sýnir manni það hversu allt líður hjá útí bláinn. Og þessi jól eru ekki þau síðustu. 

Það hefur í mörgu verið farið eftir frjálshyggjunni og sjálfstæðisstefnunni í sögu þjóðarinnar. En það hefur alltaf verið einhver stjórnlyndisþáttur og líka "Stétt með stétt" hugsunin  með i flokknum sem þeir lengst til hægri eru stundum misánægðir með. En í heildina er það sem kemur frá flokknum yfirleitt betra fyrir alla en það sem kommarnir gera  því þeir eru svo lifandis ópraktískir og miklir vinglar líka. Svo er öfundsýkin svo ríkjandi þáttur í lundinni hjá þeim og gerir þá vansæla. Og vansælt fólk er leiðinlegt í lund og þarf glaðning og lagast oft undravert við það.   Það hefur  lika yfirleitt almennt best gengið fyrir þjóðinni þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn en alltaf áberandi verr þegar hann er utan stjórnar.  Eins og verið hefur hér frá hruninu og þjóðin fer vonandi að taka út síðustu þjáningarnar með nú um áramótin, þegar skrúfurnar herðast hjá Steingrími og skattahækkanirnar og harðræðin dynja yfir.

Fólkið fékk þessa hrútleiðinlegu og húmorslausu ríkisstjórn yfir sig af því að hún hélt upp til hópa að Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið heimskreppunni af stað með því að setja Lehmansbræður á hausinn. Þessi sama þjóð  setti á stað ritgerðarsmíð á vegum Alþingis til að sanna þá skoðun. Sá doðrantur liggur nú frammi og enginn lítur í hann lengur. Enda alveg tilgangslaus eins og tillögur Stjónlagaráðs. Sannaði nákvæmlega ekki neitt og fátt er merkilegt við hann nema kostnaðurinn sem var auðvitað legíó.  Hinsvegar er margir þeirrar skoðunar að margt hafi hafi farið úrskeiðis í stjórnun í góðærinu sem ekki þurfti að fara svoleiðis ef við hefðum verið betur vakandi. En það er fráleitt að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm vegna þess og vonandi rennur sú bræði bráðum af því fólki sem það gerði.  Allir gera sín mistök  og hver uggir nægilega að sér á miðju fylleríi og gerir einhverjar alskynsamlegar raðstafanir fyrir daginn eftir?

Jæja, þetta skrif er farið út í hróa og móa. Ég ætlaði bara að segja:

Öllsömul,  kommar,kratar,frammarar og íhaldsmenn og hinir sem eru of gáfaðir til að láta draga sig í svolleiðis dilka og halda að þeir geti eitthvað betur svoleiðis.

Gleðileg jól ! Prosit Neujahr!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sömuleiðis Halldór og takk fyrir skemmtilegar og áhugaverðar færslur.

Jólakveðja.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.12.2011 kl. 16:38

2 identicon

Gleðileg Jól félagi og takk fyrir pistlana þína.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 16:38

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Gleðileg jól og farsælt badmintonár!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 23.12.2011 kl. 17:33

4 Smámynd: Jón Magnússon

Gleðileg jól Halldór og farsælt komandi ár. Takk fyrir pistlana sem eru flestir frábærir.

Jón Magnússon, 23.12.2011 kl. 17:36

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gleðileg jól Halldór frændi og farsælt nýtt ár til þín og þinna.

Ágúst H Bjarnason, 23.12.2011 kl. 18:52

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hjaltested, þakka þér fyrir hlý orð.

Rafn Haraldur, takk fyrir enn sem oftar.

Sigurður Herlufsen , þú ert oft engum líkur í oflofinu á mann. Megirðu spila sem aldrei fyrr.  

Jón vinur minn lögmaður.Góðar þykja mér gjafir þínar osfrv. Þú ert nú oftar á síðum Moggans hjá honum Davíð. Enda er kannski meiri fögnuður yfir einum ..osrfv.?

Gústi frændi , þakka þér hlýjar óskir og kýs mér sama og allt eins eins og sagt var. Ég dreif ekki til þín á Iðavelli í sumar að sjá þotuna í aksjón en kem örugglega næsta.

Halldór Jónsson, 23.12.2011 kl. 21:44

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gleðileg jól Halldór og ég óska þér farsældar á komandi ári.

Sigurður Þorsteinsson, 24.12.2011 kl. 11:02

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Gleiðileg jól, Halldór og þökk fyrir þína oft alveg ágætu pistla.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.12.2011 kl. 18:46

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Ziggi og má ég óska þér alls hins sama.

Vilhjálmur, Gleðileg Jól og takk fyrir vinsamleg orð sem frá þér komandi vigta talsvert í mínum huga.

Halldór Jónsson, 24.12.2011 kl. 22:36

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óska þér og þinni fjölskyldu Halldór minn, það er alltaf gott og oft ansi fróðlegt að lesa pistlana þína. Þú tekur þetta kannski sem ofhól, en það er það ekki, ég hrósa aldrei nema að ég meini það.

Lítillæti er dyggð, amma sáluga var afskaplega gáfuð kona sem og hennar systur.

Ég hef gaman af að rifja þeirra samræður upp, þær voru stöðugt að hrósa hver annarri fyrir andlegt atgervi og gáfur, en engin þeirra vildi kannast við annað en að vera óttalegur kjáni. Þær mótmæltu öllu hrósi vinsamlega og töldu sig ekki eiga það skilið.

Í dag keppast margir við að halda því á lofti hversu gáfaðir þeir séu, en sjálfur hef ég aldrei verið sérstaklega upptekin af mínum né heldur uppnuminn af gáfum yfirleitt, gáfaðir menn eru oft ekkert mjög klárir heldur þegar á reynir.

Ég er þakklátur fyrir að skaparinn gaf mér nóg til að komast skammlaust í gegn um daginn, nægjusemi er æðst allra dyggða.

Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir alla flokka, vinstri menn skammast helst yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki fullkominn, en vitanlega er hann það ekki og hann getur aldrei orðið það.

En oft hef ég gert orð Friðriks mikla að mínum, snúið þeim upp á Sjálfstæðisflokkinn og sagt, að því meira sem ég kynnist vinstri flokkunum, því vænna þykir mér um Sjálfstæðisflokkinn minn.

Jón Ríkharðsson, 25.12.2011 kl. 02:39

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Eitthvað var ég að flýta mér, en ég ætlaði vitanlega að óska þe´r og þinni fjölskyldu gleðilegra jóla og farsældar um ókomna tíð.

Jón Ríkharðsson, 25.12.2011 kl. 02:40

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jón Ríkharðsson,

Mikið er gaman að heyra í þér svona á Jóladagsmorgun.

Það er gaman að heyra þig tala um ömmu þína sem gáfumanneskju. Ég var svo lánsamur að eiga tvær ömmur sem voru talsvert ólíkar. Önnur var guðhrædd og vís og var betri við mig í bernsku en nokkur annar því ég var hennar fyrsta barnabarn. Hin amman var ekki guðhrædd en þeim mun vísari var hún án þess nokkru sinni að þykjast vera það. En eins og amma þín þá hrósaði hún gáfum annarra upphátt.  

Það sem þú segir um Sjálfstæðisflokkinn okkar er mér að skapi því það er nefnilega svo satt. Vinstri stjórnir efla flokkin sem ekkert annað, þær eru eins og bólusetning við pest. Það er friður í langan tíma en að því kemur að ónæmið er búið. Það endist í hlutfalli viðhversu pestin er bráð, Með tilliti til þess held ég að ónæmið eftir þessa stjórn Jóhönnu og Steingríms geti dugað þó nokkur kjörtímabil.

En það fer líka dálítið efitir því hvernig þeim sem við taka tekst til að ráða við  góðærin, ekki við erfiðleikatímabil. Við klikkum alltaf á velgengninni, missum okkur eins og í úttrásinni og Kárahnjúkum, förum ekki að fikta í termóstatinu fyrr en sýður á katlinum staðinn fyrir að hafa fyrirhyggju.

ÞAkk þér fyrir  góða grein í Mogganum um daginn. Orð í tíma töluð. 

Bestu óskir til þín og þinna.

Halldór Jónsson, 25.12.2011 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband