29.12.2011 | 15:22
Þéringar
báru á góma hjá okkur Jóni Ragnari rétt áðan.
Jón sagði svo:...." Svo vildi Margrét Tryggvadóttir hætta að segja "hæstvirtur" og "háttvirtur" af því að hún bæri ekki virðingu fyrir þessu fólki sem sat með henni á þingi. Hún áttaði sig ekki á því að ofangreind ávörp eru ekki til þess að gera einstaklinga háttvirta eða hæstvirta, heldur til þess að efla háttvísi í ræðustól. Svo er embættið sem viðkomandi gengir hæstvirt eða háttvirt, ekki endilega einstaklingurinn sjálfur. Ýmsar siðvenjur tíðkast í siðmenntuðum ríkjum, þær eru mikilvægar undirstöður sem fá okkur til að bera virðingu fyrir lögum og reglum og ef þessar siðvenjur verða aflagðar, þá hefur það neikvæð áhrif á samfélagið í heild sinni, kannski gætir þeirra ekki svo mikið í fyrstu, en þá er lagt af stað í ákveðna vegferð sem ekki sér fyrir endann á. .."
Ég svaraði þessu svona:
" Það er gaman að þú minnist á háttvirtan og hæstvirtan. Þsð var nefnillega langafi minn og nafni þinn , Jón Ólafsson ristjóri sem kom þessari hefð á. Og alveg eins og þú segir, til að efla háttvísi. Honum Jóni, þeim landsþekkta skammakjafti, ofboð lágkúra þingmanna eins og líklega Margrét líkist mest núna, sem báru enga virðingu fyrir fólkinu sem með með sat hvað þá stofnuninni þar sem þeir voru staddir í. Þegar svona alþýðlegar flatlendis... komu ofan úr afdal rmeðal manna, sögðu þeir hver öðrum til syndanna á alþýðumáli sem þeir voru vanir að nota í réttunum, sem gekk fram af Jóni, sem var búinn að dvelja langdvölum vestanhafs og lært þar mannasiði. Honum ofbauð þessi hegðun og sá auðvitað að mannasiðir voru forsenda þess að þingstörf gætu skilað árangri en færu ekki í keppni í bölvi og ragni. "
Það er miður ef þingmenn átta sig ekki á því sem að baki ávörpunum hæstvirtur og háttvirtur býr.Það er auðvelt að sjá fyrir sér að ekki verður mikið úr þingstörfum ef menn eru uppteknir af þvi að svivirða hvorn annan með skrúðmælgi en gleyma málefninu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála yður í því Halldór, að það er slæmt að þéringar skúli hafa verið aflagðar svo til algerlega úr íslensku talmáli.En það er rangt hjá yður að það hafi verið alþýða manna sem það gerði.Þéringar aflögðust sjálfkrafa þegar svokölluðu "menntafólki" fjölgaði, sér í lagi vitleysingum og afætum með háskólapróf.En ég er yður algerlega ósammála í því að uppi skuli haft eitthvert sér skrautmál á Alþingi, sem er í raun ekkert annað enn aðhlátursefni.í fyrsta lagi er þetta skrautmál ekki viðhaft í venjulegu íslensku máli, og hefur aldrei verið þar,sem þéringar aftur á móti voru,í öðru lagi tekur þetta tíma frá ræðumanni sem stöðugt þarf að vera að staglast á því eð vera með "háttvirtur" og "hæstvirtur" á vörunum.Jón Ólafsson kunni að koma orðum að hlutunum en þarna fór hann yfir strikið, sem reyndar kom stundum fyrir.Ef yður finnst að þingmenn þurfi að hafa eitthvað umfram aðra til að passa á sér kjaftinn, þá legg ég til að þér stingið upp á að þéringar verði teknar upp innanhúss á Alþingi og það varði fésektum ef ekki sé farið eftir því.
Sigurgeir Jónsson, 29.12.2011 kl. 20:49
Guðni kjaftur í MR kunni að þéra manna best. Sumir lugu upp á hann að hann hefði jafnvel sagt :Þegið þér helvítis hálfvitinn yðar! En Guðni kunni betur að haga orðum sínum en það svo sviði undan.
Málið er að menn verða ekki séntilmenn nema að kunna að þéra.
Halldór Jónsson, 29.12.2011 kl. 23:19
Ég er ósammála yður í því að þéringar komi sentilmennsku eitthvað við.Ruddar og monthanar geta að sjálfsögðu þéraað eins og hverjir aðrir þegar það er hluti málsins.En það er trúlega best að þeir láti það vera að þéra sem telja að þeir séu meiri menn ef þeir ef þeir stunda það málform.Sér í lagi ef þeir telja sig kunna það umfram einhverja aðra.
Sigurgeir Jónsson, 29.12.2011 kl. 23:42
Meðal Þjóðverja eru bæði séntilmenn og ruddar. Yfirleitt hætta þeir að þéra manninn sem þeir ætla að gefa á kjaftinn, segja "Du Arsloch" og kýla síðan. En í öllu dagleg lífi er þérað. Það sýnir formfestu, stuðlar að háttog tryggir hlutleysi gagnvart viðmælandanum.
Auðvitað myndu menn æfast í þéringunum strax í 1. bekk í Gaggó þegar "Gudda"(Guðrún P. Helgadóttir) kenndi Degi Sigurðarsyni skáldi þéringar á engum tíma með því að reka hann umsvifalaust út ef hann ekki hlýddi.
Reglan á að vera að þéra ókunnugt fólk þangað til menn koma sér saman um að vera það miklir vinir að segja þú.
Kennari sem þérar nemandann nær oft betri árangri hef ég séð en sá sem þúar. Einar Magg byrjaði á því að tilkynna bekknum í upphafi skólaárs að hann myndi þúa alla og óskaði eftir því að nemendur gerðu svo.
dr. Gylfi þéraði okkur í þriðja bekk í MR. Einn, virtur læknir síðar, réttu upp hönd og spurði: "Geturðu sagt okkur frá þessu betur." Það varð dauðaþögn í bekknum. Gylfi gekk hægt aftur bekkinn til mannsins og spurð hæverkslegai:" Úr hvaða skóla komið þér?" Hinn svaraði. Gylfi spurði eftir:" Þéruðu menn ekki kennara sína þar?" "Jú" sagði pilturinn, "ég bið yður afsökunar". "Takk fyrir" sagði Gylfi og hneigði sig .
Ég held að flestir hafi hlakkað til tímanna hjá dr. Gylfa, svo ljónskemmtilegur var hann og fræðandi. Við áttum oft ekki að hafa neinar kennslubækur á borðunum, heldur las hann fyrir og sýndi á töflu eins og gert er í háskólum. Hann var að kenna okkur bókfærslu en fór vítt og breitt yfir hagfræðina og skýrði með dæmum úr daglegu lífi. Ég sé hann enn fyrir mér jakkafötum í hvítri skyrtu með þverslaufu.
Ólafur Thors sagði eitt sinn við hann í harðri rimmu í pólitíkinni, þegar Gylfi hafði skammað hann fyrir þvermóðsku og líkt honum við naut;Eef ég er naut að þínu áliti Gylfi þá ert þú kvíga. Gylfi var oft síðan uppnefndur með þessu en Ólafur ekki uppnefndur naut því allir vissu að Ólafi var alveg sama hvað menn sögðu um hann slíkur æringi sem hann var.
En auðvitað er tómt mál að tala um þetta. En á Alþingi fer vel að menn tali um hvern annan í 3. persónu sem hæstvirta en ekki þú helvítis asninn þinn þó að mönnum finnist kannski stundum ekki af veita.
Almennt finnst mér kurteisi gjarnan vera meiri í daglegu lífi okkar Íslendinga.Þó ekki þurfi endilega þéringar til þess, þám hjálpar slíkt til.
Halldór Jónsson, 30.12.2011 kl. 12:14
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
dr.Gylfi Þ. Gíslason er í hópi þeirra kennara sem ég haft besta á lifsleiðinni. Hann var afburðamaður og fjölvígur, Við urðum góðir kunningjar síðar á ævinni og hann óx í mínum augum til æviloka. Hann gekk ríkt eftir þvi að menn þéruðuust í þriðja bekk. Kennararnir gerðu það líka flestir en sumir voru minna fyrir það.
þéringar voru lagðar af í einhverri alþýðu-niðurávið-snobbmennsku sem komst í tísku. Þá tók þjóðin stórt stökk niður á við í almennri siðmenningu. Þéringar eru allstaðar notaðar meðal siðmenntaðra þjóða. Ekkert af neinu snobbi heldur til að ná meiri árangri í umræðum og starfi því menn vanda sig betur og gera kröfur til sjálfs sín og annarra. Ég held að agavandamál í skólum séu mikið af þessum toga. Einar Magg sagði í tilefni þess að Kristinn Ármannsson varð rektor: "Kristinn er séntilmaður, það brúkar enginn kjaft við séntilmann." Það varð og svo að Kristinn hafði góða stjórn á skólanum og allir báru virðingu fyrir honum.
Ég held að þéringar í framhaldsskólum og á Alþingi milli stjórnmálaflokka að minnsta kosti gætu vrið til gagns.