Leita í fréttum mbl.is

Gúttóslagurinn

er eitthvað sem ASÍ hreykir sér af. Sendir landsmönnum jólakveðjur þar sem slagnum er jafnað til Vökulaganna og Þjóðarsáttarinnar.

Í Gúttóslagnum réðust bullur úr skríl á lögregluna okkar. Stórslösuðu marga góða drengi að ósekju, sem báru þess ævilöng merki. Menn sem ég man eftir.

Ég frábið mér jólakveðjur frá samtökum sem hrósa sér af þessu verki.

Gúttóslagurinn var sorgaratburður en ekki sigur verkalýðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið íhaldsmenn voruð nú einu sinni á móti þessu öllu. Vökulögin voru sett á fyrir aumingja að sögn íhalds og framsóknarmanna og Gúttóslagurinn þar sem fátækt og svangt fólk mótmælti helmings kauplækkun íhaldsins var kallað ofbeldisfólk. En í dag eruð þið flokkur allra stétta af því að það hentar og þetta almúgafólk er komið með kosningarétt sem þið jú börðust gegn á sínum tíma.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 22:40

2 Smámynd: Svavar Bjarnason

Það er greinilegt að endurskoðun sögunnar er orðin skyldunámsgrein hjá náhirðinni!!

Svavar Bjarnason, 30.12.2011 kl. 23:06

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaðan hefurðu þetta Tryggvi að íhaldið hafi verið á móti vökulögunum?

Helldurðu að lögreglumennirnir hafi barið hvorn annan?

Ég er búinn að lesa lýsinguna á sjálfum þér sem þú skrifar á bloggið þitt. Ég velti fyrir mér hverskonar húmoristi þú sért. Og ég set spurningamerki við skilgreiningu þín á gáfum.

Svavar, er það ég eða Tryggvi sem þú ert að tala um?

Halldór Jónsson, 31.12.2011 kl. 00:41

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Halldór, það er á mörkunum að þessar athugasemdir hjá Tryggva og Svavari séu svaraverðar, þeir hafa lítt kynnt sér það sem þeir eru að tjá sig um.

Samt verður maður að bregðast við svona bulli, annars getur saklaust fólk farið að trúa þessu ef við þegjum alltaf.

Reyndar verður það að viðrukennast, að örlítill sannleiksbroddur er til í þessu hjá Tryggva varðandi vökulögin, en Ólafur Thors var andvígur þeim í fyrstu, svo iðraðist hann þess sárlega.

Fyrir tíma vökulaganna var hugsunarháttur öðruvísi en hann er í dag. Vinnuharkan var meiri og annað samfélag en við þekkjum, Ólafur var barn síns tíma, afburðaduglegur maður og hann svaf sjaldan marga tíma á sólahring eins og þeir vita sem kynnt hafa sér hans sögu. Menn slíkrar gerðar eru oft vinnuharðir við aðra, þannig að sjónarmið Ólafs er skiljanlegt í því ljósi, en hann skipti um skoðun eins og áður er getið.

Ólafur iðraðist í annað sinn þegar hann hagaði sér eins og vinstri maður í pólitískri refskák. Þá vildi hann losna við vinstri stjórnina sem sat 1956-1958, hann vissi sem var að kauphækkanir á þeim tíma myndu valda verðbólgu og auka vandræði vinstri stjórnarinnar.

Hann hvatti sjálfstæðismenn í verkalýðsarminum til að berjast fyrir kauphækkunum, það tókst og spá Ólafs gekk eftir, verðbólgan jókst og vinstri stjórnin réði ekki við ástandið. Svo reddaði hann öllu að sjálfsögðu þegar Viðreisnarstjórnin komst til valda, en hann dauðsá eftir þessu seinna meir, enda gerði hann svona þvælu bara einu sinni.

Sjálfstæðismenn börðust aldrei á gegn kosningarétti neinnar stéttar, enda var kosningaréttur allra stétta og kvenna líka komin í lög löngu áður en Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður.

Sjálfstæðisflokkurinn var og er flokkur allra stétta. Ég er verkamaður á sjó og kem úr verkalýðsstétt. Ég ólst upp við vinstri stjórnir, þess vegna gerðist ég sjálfstæðismaður.

Gúttóslagurinn var ekki vegna þess að sjálfstæðismenn vildu pína almúgann. Sjónarmið sjálfstæðismanna var það, að með því að lækka kaupið fyrir atvinnubótavinnuna, þá væri hægt að leyfa fleirum að komast að. Ekki má heldur gleyma ástandinu á þesum tíma, mikið atvinnuleysi og útgerðir sátu uppi með byrgðir af óseldum fiski, það voru nánast engir peningar til, en borgarstjórnin var að gera sitt besta og hún var lamin fyrir það af óbótalýð sem vildi koma okkur í Sovétríkin.

Nú segja þessir vinstri menn Halldór minn, að ég hafi þessar upplýsingar frá "náhirðarmanni", þeir kalla Hannes Hólmstein því nafni, en það er af og frá.

Það er til mynd í bók sem ég á, úr kröfugöngu á þessum tíma, en á einu spjaldinu stendur "Lifi Sovét Ísland".

Annað hvort eru þeta hrekkjalómar sem vilja æsa okkur í rifrildi Halldór eða menn sem vita ekkert hvað þeir eru að segja.

Nema að hvort tveggja sé.

Jón Ríkharðsson, 31.12.2011 kl. 01:16

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heyrðu Halldór, ég kíkti líka á síðuna hans Tryggva og upplifði það sama og þú.

Ekki er þekkingunni fyrir að fara, varðandi pólitík, hjá honum blessuðum,þóttþetta geti verið ágætis kall, það er engin verri þótt hann viti lítið. En það er hinsvegar heimskulegt að tjá sig mikið um mál sem aður veit lítið um.

AÐ vilja banna Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að Nasistar voru bannaðir í Þýskalandi og Komúnistaflokkurinn í Rússlandi, það er röksemd sem heldur ekki vatni.

Samkvæmt hans sérstæðu röksemdarfærslu, þá ætti að banna VG, því sá flokkur er skilgetið afkvæmi kommúnista og þeir höfðu sömu stefnu og Sovétríkin í gamla daga.

Ekkert samband er á milli Sjálfstæðisflokksins og Nasista, sjálfstæðismenn hafa alltaf verið á móti því að drepa landa sína fyrir litlar sakir, en kommarnir, þeir börðu menn ansi hraustlega hér áður fyrr eins og dæmið um Gúttóslaginn sannar, svona hafa sjálfstæðismenn aldrei hagað sér.

En ég bíð spenntur eftir svari frá þeim, þeir finna eflaust þörf til að kalla okkur einhverjum ónefnum, en slíkt hrín vitskuld ekki á okkur, við erum ekki eins hörundsárir og vinstri mennirnir oftast eru.

Jón Ríkharðsson, 31.12.2011 kl. 01:46

6 Smámynd: Svavar Bjarnason

Það er stuttur kveikurinn á náhirðinni!

Svavar Bjarnason, 31.12.2011 kl. 02:50

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei, ég er ekkert reiður Svavar minn, en röksemdarfærslur ykkar vinstri manna eru fyrirsjáanlegar, oft örfá orð um persónur okkar sjálfstæðismanna sem eru yfirleitt rangar fullyrðingar en þið svarið aldrei með rökum.

En það skiptir engu máli hvort kveikurinn í mér sé stuttur eða langur, þið höfðuð báðir rangt fyrir ykkur og þið gerið ekkert í að afsanna þá fullyrðingu mína. Eflaust hafið þið ekkert lesið ykkur til um það sem þið fjallið um, en það gerir lítið úr ykkur en ekki mér.

Ég viðurkenni þó að vera svekktur út í sjálfan mig og fleiri sjálfstæðismenn, vegna þess að við höfum þagað of lengi og látið vinstri menn komast upp með hálfsannleika bull og lygi. 

Ég hélt að það væri í lagi, því það er barnalegt að deila við bullukolla og oft ansi þreytandi. Okkur datt eiginlega ekki í hug að það gæti komið vinstri stjórn á Íslandi eftir aðvinstri stjórn fór frá völdum árið 1991, en við höfðum rangt fyrir okkur.

Þess vegna sáum við að við mættum ekki þegja lengur. Ég er ekki að rökræða við ykkur Svavar minn, enda er það ekki hægt.

Það eru hinsvegar margir sem lesa síðuna hans Halldórs vinar míns, enda skrifar hann mjög góða pistla.

Ef fólk sér eingöngu bullið í ykkur Tryggva, þá er hætt við að sumir trúi því sem þið segið. Ekki er ég að gera lítið úr þeim sem trúa ykkur og nenna ekki að kynna sér málin, sumir kjósa sem betur fer að sinna því sem mestu máli skiptir, fjölskyldunni og gefa sér ekki tíma til að kynna sér málin til fulls.

Ég verð aldrei reiður út í vinstri menn Svavar minn, ég hef alltaf haft gaman af sérvitringum.

Jón Ríkharðsson, 31.12.2011 kl. 13:05

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón minn Ragnar

Ég þakka þér fyrir að nenna að hirta þessa kommatitti. Það er alveg makalaust hvernig þeir geta sóðast um bloggsíður með sitt órökstudda bull og alhæfingar um okkar aðskiljanlegau vondu náttúrur.

Þú ert vel að þér í stjórnmálasögunni sem lagar nú dæmið hjá Tryggva ef hægt er að sanna það á Ólaf Thors að hann hafi verið á móti vökulögunum á einhverjum tímapunkti. En hann hefur bitt sinni miklu skynsemi á það eins og margt annað og séð að enginn getur vakað endalaust þó mikið sé að gera.

Ég hef aldrei verið á sjó sjálfur nema að sigla Sóma 600 í einhverri öldu, það fannst mér svipað og að fljúga og lát vinn bera sig, dásamleg upplifun sem því miður varð ekki aftur endurtekin. Ég virkilega fann mig á öldunni og hvað báturinn bar sig skemmtilega.

Takk fyrir góð orð íminn garð. Ég óska þér árs og friðar og þakka viðkynninguna yfirstandandi ári.

Halldór Jónsson, 31.12.2011 kl. 14:26

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég gleymdi því sem ég ætlaði að segja, en það var það að maður sjá mynd af þrældómnum á dekkinu hjá hásetunum á síðutogururunum. Það hefur ekki verið vinna fyrir aðra en hraustmenni og áreiðanlega oft verið með meira kappi en forsjá í aðgerðinni.

Halldór Jónsson, 31.12.2011 kl. 14:29

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki veit ég Halldór minn hvort þetta lagar nokkuð dæmið hjá Tryggva.

Hann veit sennilega ekkert um að Ólafur Thors hafi verið á móti vökulögunum, hann heldur bara að sjálfstæðismenn hafi verið á móti öllum umbótum verkalýðnum til handa og það breytir enginn þeiri skoðun hans.

Mín reynsla af vinstri mönnum er sú, að þeir éta einhverja vitleysu hver eftir öðrum, einn hefur lesið nokkur orð í einhverju dagblaði eða bók og hann er gúrúinn því hann nennir að lesa fyrirsagnirnar og tvær efstu línurnar kannski.

Svo fer hann með viskuna í annan vinstri mann, sá fer með þetta brenglað í þann næsta og á endanum kemur út ótrúlegur þvættingur.

Á þessum tíma þá voru sumir hásetar heppnir með skipstjóra, en þeir fengu kannski að leggja sig í tvo klukkutíma á sólahring, jafnvel einn. Við getum ekki sett okkur inn í hugsunarháttinn ef við ætlum að notast við hugarfarið sem ríkir í dag, þetta voru allt aðrir tímar, gífurleg vinnuharka til sjávar og sveita eins og þú veist.

Tímarnir nefnilega breytast. Það eru þrjátíu ár síðan ég byrjaði til sjós og það var allt annað umhverfi þá.

Kallarnir töldu það aumingjaskap að vera hjálm á dekkinu, sumir voru alltaf í stakk og klofsígvélum því þeim fannst við hinir eins og leiksólakrakkar í pollagalla og þeir gerðu mikið grín að þeim sem voru ekki sömu karlmenni og þeir.

Þetta voru menn sem vildu aldrei sinna öryggismálum, því þeim fannst það merki um taugaveiklun og aumingjaskap. Að fara í frí var óttaleg vitleysa fannst þeim, þeir voru sáttir við að vera úti á sjó allt árið með þrjátíu tíma stoppi á milli túra, frí var bara hégómi.

Í dag tekur maður sé reglulega frítúra og það gera allir. Menn voru alltaf að afsaka það ef þeir tóku frí, þeir neyddust til þess af því að helvítis kellingin heimtaði að fara í einhverja andskotans veislu sem þeir kærðu sig ekkert um, því þeir þoldu ekki veislur.

Nú er ég að tala um þrjátíu ára gamlan hugsunarhátt sem er allt annar en hann er í dag, vitanlega var hann allt öðruvísi þegar umræðan var um vökulögin fyrir nítíu árum.

Ég þekkti menn sem voru á Kveldúlfstogurunum og þeim líkaði það mjög vel, töluðu um Ólaf Thors af mikilli virðingu og hlýju, en þeir voru ekki jafnblíðlegir í tali um alla útgerðarmenn.

En að lokum óska ég þér gleðilegs nýs árs Halldór minn með innilegri þökk fyrir góð kynni og ánægjuleg samskipti á liðnu ári með einlægri ósk um farsæld hjá þér og þínum um ókomna tíð.

Jón Ríkharðsson, 1.1.2012 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband