28.1.2012 | 09:57
Finnur
Árnason forstjóri Haga og arftaki Jóhannesar í Bónus var ekki trúverðugur frekar en fyrirrennarinn í mínum augum þegar hann sat fyrir svörum hjá Helga um kvöldið. Hann taldi ekkert vera gert í skjóli stærðar Haga sem þyrfti athugunar við. Það var heldur ekkert að dómi Jóhannesar þegar Bónuslögreglan ruddist inn í öll samkeppnisfyrirtækin og skannaði verð hjá þeim undir því yfirskyni að þeir væru að vernda neytendur. Allir vissu betur.
Nú ráða Högum þeir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson. Hafi um Jóhannes leikið vafi þá nægir að lesa greinar Ragnars Önundarsonar um skuldsettar yfirtökur til að sjá hvílikar gersimar nú eru á ferð í því fyrirtæki. Menn sem greinilega eru holdgerfingar heiðarleikans. Um löglegar viðskiptaaðferðir þeirra má enn lesa í fræðilegri grein Ragnars í Morgunblaðinu í dag. Finni Árnasyni er áreiðanlega hollara að tala máli húsbænda sinna vel og Ragnari að gæta tungu sinnar á svelli sannleikans vilji hann halda fjárhagslegri heilsu.
Annars er merkilegt hvernig allmenningur lætur sig menn og málefni engu skipta. Fólki er skítsama hvernig er farið með það. Það er bara dagurinn í dag sem skiptir máli. Fæ ég ódýrara verð í Bónus en í Fjarðarkaupi kæri ég mig kollóttan hvaða myrkraverk að baki búa. Hvern varðar um hvað Steingrímur sagði fyrir kosningar og hvað hann gerir núna í þjónkun sinni við Evrópuhugsjónina?
Skiptir einhverju máli hver á Aríon banka núna af því að hann er núna svo góður að hann auglýsir gæsku sína við lítilmagnann í heilsíðu í lit í Mogga? Hann er ekki að styðja stefnu Sjálfstæðisflokksins í því að færa verðtryggðu lánin aftur í einni og gegnsærri færslu yfir línuna. Hann er ekki að tala um það hvaða verði hann keypti kröfurnar af fyrirrennara sínum, gamla glæpamannabankanum. Heldur auglýsir hann að hann sé að henda sporslum að eigin gæskuvali á valda reikninga. Og allir flykkjast auðvitað til þessa göfuga fyrirtækis sem gefur fólki peninga.
Finnst ekki mörgum banksterarnir og skilanefndirnar tröllríða þjóðfélaginu ennþá á kostnað almennings í umboði stjórnvalda? Að þeir hafi fundið leiðir til óskiljanlegra heljartaka á Alþingi? Að almenningur finni að á þingmenn er ekki að treysta? Finnur ekki almúginn ekki bara svipuhögg verðbólgunnar, spillingarsamráðsins, okursins og samtryggingarinnar á eigin skinni?
Finnur að hann er í raun vinalaus þó margir fagurt mæli?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Arion-banki= (kaup(a)þing(ið)-banki), auglýsir sig á mjög lokkandi hátt. Ég man ekki alveg hvernig auglýsingin um 5 ára húsnæðisláns-gylliboð hljóðaði hjá Arion. Eflaust hefur honum tekist að narra og ná einhverjum skuldaþrælum til sín með þeim auglýsingum. 5 ár eru ekki lengi að líða. Það fylgdi ekki með í auglýsingunni, hvað yrði eftir þessi 5 ár!
Það er í raun stórmerkilegt að jafn vel menntuð þjóð og Ísland er sögð vera, skuli ekki átta sig á einföldum og auðskiljanlegum glæpaverkum KAUPÞINGS og allra hinna bankanna!!!
Hinir bankarnir eru nemar í starfsþjálfun hjá höfuðpaurnum Arion=Kaupþing!
Er einhver sem treystir ennþá því sem bankar segja á Íslandi? Ef svo er, þá er ekki snefill af sjálfstæðri hugsun eftir hjá nokkrum manni.
Það dugar ekki að sitja á sannleikanum, og bíða eftir að aðrir segi frá. Ef allir haga sér á þann þöggunarhátt, þá halda bankarnir allir áfram ásamt lífeyrissjóðunum, að kaupa þing og ræna almenning!
Kosningar breyta engu, ef almenningur áttar sig ekki á staðreyndum. Það er nefnilega almenningur sem kýs þingmenn!
Ég reikna ekki með að ránsaðferðir bankanna við að ræna þingið (þjóðina) séu mannúðlegar. Það er margt sem við ekki vitum nákvæmlega, en þetta er allt að koma. Almenningur er að átta sig á blekkingunni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.1.2012 kl. 11:01
Bankarnir + Ríkið virðat einhvernvegin vera angar á sama kolkrabba- að NÁ ÖLLUM PENNINGUM LANDSMANNA og ekki til góðgerðarstarfa- til að drepa þann smáa og hampa bönkum - er þetta VINSTRISTEFNAN ?
ÆTLUM VIÐ AÐ KJÓSA ÞETTA - AFTUR ?????
Erla Magna Alexandersdóttir, 28.1.2012 kl. 20:40
Það er rangt hjá þér Anna Sigríður að kosningar skipti ekki máli. Það þarf bara að uppræta lygara og undanbragða refi í stjórnsýslunni. Til þeirra hluta er einfaldasta leiðin best.
Hrólfur Þ Hraundal, 28.1.2012 kl. 21:20
Hrólfur: Ég get ekki séð að Anna Sigríður haldi því fram að kosningar skipti ekki máli. Hún segir þær breyta engu ef almenningur áttar sig ekki á staðreyndum.
Erlingur Alfreð Jónsson, 29.1.2012 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.