Leita í fréttum mbl.is

WalMart

til Íslands er eitthvað sem Íslendingar ættu að sækjast eftir.

Línuritin sem voru sýnd hérna um daginn hvernig smásöuverslunin okrar skipulega á Íslendingum þannig að hækkanir eru langt umfram verðbólgu ætti að kalla á söfnun undirskriftalista eins og í bænarskjalinu til Ólafs Ragnars. Við ættum að biðja WalMart að koma til Íslands og gera þeim það kleyft skattalega og gjaldeyrishaftalega.

WalMart er eitt almerkilegasta fyrirtæki heims fyrir margra hluta sakir. Starfsmannastefna þess er líka eitthvað sem ASÍ hefði gott af að kynnast.

Þetta er þjóðinni nauðsynlegt, ekki síst eftir að dánumenn á botð við Hallbjörn og Árna eru að seilast til aukinna áhrifa í Bónus, sem hafði hækkað mest allra markaða á línuritinu að mér sýndist.

Íslendingar þurfa á þessu að halda ekki hvað síst vegna lágra launa Íslendinga og hlutfallslega erfiðari lífskjara alþýðu en annarsstaðar þekkist, líka miðað við Norðurlönd.

Ef alþýðuvinirnir Jóhanna og Steingrímur J. meintu eitthvað af því sem þau segja um umhyggju sína fyrir þeim sem minna mega sín, þá ættu þau að skrifa efst á slíkt bænarskjal til WalMart um að opna verslun á Íslandi.En það gera þau auðvitað ekki frekar en annað og mér er sama.

WalMart, komdu til Íslands plís!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Ertu ekki að grínast???  Hefur þú virkilega kynnt þér starfsmannastefnu Walmart?

Öll þau ár sem ég bjó í Bandaríkjunum forðaðist ég að versla í Walmart eins og heitann eldinn vegna þess hvernig þeir koma fram við starfsfólk sitt.  Þetta er viðbjóðslegt fyrirtæki sem í krafti stærðar sinnar hefur drepið niður 90% af "mom & pop stores" í bandaríkjunum.  Starfsfólki er haldið í 70% starfshlutfalli svo fyrirtækið þurfi ekki að útvega því sjúkratryggingar og launin miðast allsstaðar við minimum-wage í hverju fylki sem sumstaðar er innan við $5 á tímann.   Því starfsfólki sem dirfist að efna til verkalýðsfélaga-funda er umsvifalaust sagt upp störfum.  "Samfélagsleg ábyrgð" er ekki til í orðaforða Walton fjölskyldunnar.

Ég segi nei takk við Walmart.

Róbert Björnsson, 16.3.2012 kl. 22:07

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

WalMart er 1 flokks lágverðssölukeðja, alls ekki lávöruorkurálagnir vístölufölsunarkeðja.  Þú færð meira raunvirði fyrir peningi þá. Betri endingu of verðmætara innhald.

Aðalatriðið er raunvirði vsk. sölu sé sem mest.  Hér var okur gefið frjálst og sagt að neytenda keppni myndi lækka vöruverð [vsk] , reynslan varð að fákeppni óx fiskur um hrygg og raunvirði seldarvöru og þjónust [vsk] snarlækkaði, í Alþjóða samanburði [HCPI er raunvirðsmat 8% íbúa heims, svo kallað euro trash]. CPI miðast við meðalraunvirðimat allra íbúa jarðar. Evra er 30% metin af EU sterkari en dollar , vegna þess að þar selst hlutfalllega mikið meira af ódýrari vöruflokkum, t.d. 3. og 4 of 5 flokka kjöti og grænmeti með hlutfallslegra mikið hærri sölu álagningu.

Hér til að sporna við okri , þá þarf að setja hámarks krónu og prósentu  lágningu og helstu vöruflokka, keppni getur svo snúist um að undirbjóða hámörkinn. Sá sem selur flestar einingar þarf að leggja minnst á. Sá sem bíður mesta þjónustu samfara þarf að leggja meira á.

Hámörk er til að vernda heilbrigða neytenda keppni , ekki hugsuð til að setja aðila á hausinn, þótt okurfrelsið hafi sannarlega gert það.

Frjáls neytenda keppni til að tryggja að raunvirði sölu á heimamarkaði lækki ekki en frekar.

Ef Ísland verslar ekki vörur við önnur ríki versla þau heldur ekki við Ísland. Vöruviðskipta jöfnuður [fair trait] ræður langtíma gengi á Ísland markaði. Best er selja út hávsk og flytja inn lávsk. Sjá Þýskland, USA, UK og Frakkland.

Næst mest að skiptast á Hávsk og Hávsk.

Útlendingar  kaup ekki skatta og vexti og tryggingar í vöruviðskiptum sem eru hærri en hjá þeim. Þess vegna gildir PPP [CPI] raunviðsverðskráning og HCIP líka þegar búið er leiðrétta fyrir hárri álagninu á draslinu þar.

Júlíus Björnsson, 16.3.2012 kl. 22:22

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Úff Halldór, "be careful what you wish for", þetta fyrirtæki virkar eins og ryksuga á allan atvinnurekstur í 50 km radíus. Ég hef horft upp á þessa yfirráðastefnu s.l. áratug og er ekki skemmt!

Fjölskyldumeðlimir Wal Mart raða sér enda á lista yfir top tíu ríkustu menn veraldar, en orðsporið fylgir ekki endilega þar með.

Starfsmannastefnan er hroðaleg; allt byggt upp á því að allir séu á táberginu alltaf.  Hvers konar mórall er það?  Svo eru haldnir starfsmannafundir, sem eru eins og trúarsamkomur, þar sem fólk fellur í yfirlið að ímyndaðri hamingju.

Þeir eru ekki margir sem geta höndlað svona mikinn pening og svona mikil völd án þess að gjörspillast.  Svo skaltu fylgjast grant með þeim á komandi misserum, þeir eru búnir að missa fókusinn, eins og K Mart gerði og þessi "súper center" eiga eftir að setja alvarlegt dip í norðaustur feril fyrirtækisins.  Gerist alltaf, þegar menn missa fókus frá grundvallar konseptinu!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.3.2012 kl. 23:39

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Borið saman við Íslenskar ryksugur [með lítið af starfsmannafundum] með mikla starfsmanna veltu, þá eru vörugæði og verð í samræmi, hagstæðri í Walmart. 

Júlíus Björnsson, 17.3.2012 kl. 04:55

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hægan hægan

þíð væringjar í Vesturheimi.

Fyrst Jenný.

Í samræmi við ráðningarstefnu þíns fyrirtækis, Rúmfó á Íslandi, er gamlingi eins og ég, og raunar 20 árum yngri útilokaður frá því að fá kerrusöfnunarjobb.

Í WalMart get ég sótt um hvaða jobb sem er og verið ráðinn á verðleikum, burtséð frá æskudýrkun,lynhneigð, holdarfari eða stjórnmálaskoðun.

Ef ég legg mig fram og eyði ekki of miklum tíma í hárgreiðslustofunum, fittness-sentrunum eða hvíldarherbergjum fyrirtækisins og stimpla mig inn til vinnu oft frammi í búð, því ég má fara úr vinnunni eins og ég vil og koma þegar ég vil fram í búð, þá hefur WalMart í þjónustu sinni margt udirmálsfólk eins og mig sem er þá ekki á götunni á meðan.

Tölvurnar passa uppá viðveruna on active duty. Hún sér auðvitað líka hvort þú vilt nokkuð vinna eða ekki og hækkar þig og lækkar í tign eftir því.

Sem súpermanagerum er líklega framandi. Þeir hafa nefið upp í loftið útaf einhverjum æskustöðlum, þyngdarstöðlum,rasisma eða skoðana þó að þeir þykist vera heilagir í öllu atferli. Samúð með fólki er eiyyhvað sem þeir þekkja ekki í sínu starfi en raula um í kirkjunni sinni á sunnudögum þegar WalMart er opinn eins og venjulega.

Því er WalMart fyrirtæki fólksins og næst því að hafa mærri kómmúniíska afstöðu til starfsmanna sinna. Kaupið er lágt hér í Bandaríkjunum, svívirðilega lágt í framreiðslu til dæmis. Kaninn veit að blessað fólkið hefur ekkert annað að lifa á en tippin og meta þessvegna þau störf þannig. Allir tippa 20 % því þeir vita að starfsmaðurinn fær í raun ekkert annað.

Horfið á fólkið í WalMart. Þið mynduð ekki ráða margt af þvi í gegnum flottu ráðningastofurnar á Íslandi, Capacent og hvað þær heita þar sem fullorðin og lífsreyndur maður fer í viðtal og blaður hjá einshverjum stelpuhálfvita en veit að spyrjandinn er óreyndur hálfviti sem mun aðeins gera tillögu um að ráða einhvern annan hálfvita sem er með betri kennitölu en gamlingjann. Davíð Oddsons myndi akdrei fá kassatarf í Bónus þó honum lægi mikið við.

WalMart er stórkostlegt fyrirtæki og ég held að allt sem Róbert segir sé byggt á fordómum fremur en rökum.

Halldór Jónsson, 18.3.2012 kl. 02:09

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Elsku Halldór, ég hætti hjá "Rúmfó" fyrir 2 árum síðan, enda var það aldrei mitt!

Myndi ráða þig "in a heart beat"  ef ég réði yfir stjórnun hjá Wal Mart, enda ert þú skemmtilegur, viðræðugóður. reynslumikill vel menntaður og klár karl, sem ég væri stolt af að hafa innan minna raða, ef ég réði!

Þekki alveg þetta sjónarmið; að Wal Mart er eina fyrirtækið sem ræður fólk yfir ákveðinn aldur.  Hin hliðin á þeirri sögu er að verið er að nýta aldeilis frábæran, en oft lúinn starfskraft við það að heilsa og kveðja viðskiptavini, setja í poka og vísa til vegar, borgar því innan við lágmarkslaun, vegna þess að þeir komast upp með það (ekkert union).  Eins og þú, hef ég oft skipst á orðum við þessa kynslóð starfsmanna hjá WalMart, og hef ekki fundið þessa blússandi hamingju, sem þú skynjar, kannski er það sólinni að kenna!   

Ég er alveg sannfærð um að starfsgeta fólks nær langt fram yfir þennan löggilta skilyrta aldur.  Wal Mart sannar það, en því miður þá á ég alltaf erfitt að horfa upp á fólk niðurlægt og misnotað!   

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.3.2012 kl. 08:00

7 identicon

Ég  hef líka tekið eftir þessu með gamla fólkið hjá Wal Mart, víða þegar maður kemur inn stendur yfirleitt einhver gamlinginn við dyrnar og býður góðan daginn, og ég hef líka orðið var við það að það er mikið um fólk á miðjum aldri við kassana sem  setur vöruna ofan í pokann fyrir mann, sem er öðruvísi en hér heima þar sem maður þarf að troða í pokann og borga svo þar að auki sérstaklega fyrir hann. Kassafólkið er kurteist og alls ekki að sjá að því líði illa í vinnunni. Fyrir sum bæjarfélög held ég að Wal Mart skipti miklu máli atvinnulega séð, þar sem ekki er að öðru að hverfa. Fyrir utan þetta er svo náttúrulega rúsínan í pylsuendanum það að vöruúrvalið er æðislegt og verðið á öllu svo langt fyrir neðan það sem þekkist hér á Íslandi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 08:01

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Upp úr 1960 hvað var þá að gerast í meiri háttar ríkum Vesturlanda? Stefna var að stöðva fjölgun í stærstu fjármálaborgum [Capital cities]. Fjámála vegna þess að borgir eru reiðufjáruppspretta, og aðgangur að þéttbýlum borgum dýr : City tax er víða algengur ofan á sales tax. Þess vegna er vöruverð líka alltaf ódýrara á landsbyggðinni erlendis.  Það kostar pening að hýsa yfirbyggingu stjórnsýlunnar  og það kostar peninga að gera borgir eftirsóttar.  Dæmi um hvað Ísland er öðruvísi, hér er yfirleitt allt ódýrara en út á landi.

Áherslan var lögð á að stækka minn fjármálaborgir og jafnvel stonanýa neytenda markaði, þrep söluskatts endastaður vöru og þjónust það er smásalan, innheldur erlendis 1000 sinnum fleiri keppendur en milli þrepið og það dreifir áhættu af skatta skilum. Líka að dreifa launa skatti jafn á alla starfsmenn. Hér er lið sem er uppfrætt á heimskum Íslendingu síðustu 30 ár, sem heldur að launaskattar sé teknir af einstaklingum sem vinna ekki afkastavinnu. Skattar í borgum leggjast frá fornu fari á lögaðila, og skiptast í eignarskatta [max 1,99%] , söluveltuskatta og launaveltuskatta.    Launin er ríkisins en kaupið starfsmanna.  Heildar skattar lögaðila vsk, standa undir öllum ekki vsk. geirum. Skattar langir á starfsmenn ekki raunvirðisskapandi  rekstra eru táknaræmar millifærslu í heildar samhengi. Sínum tíma og ennþá tekið fram í lögum erlendis hugsað til að þessir starfsmenn njöti sömu virðingar og hinir.  Skattar af bátum og býlum einyrkja geta verið uppskeru eða afla tengdir  þar er hægta hugsa sér skatta tekna af tekjum.  Launskattar er átætlaði  á geira og svo lagðir á  og teknar af aftur sem við tiltekna skatta prósentu.  

Sálfræðin er að hafa allar prósentur sem lægstar og þessa vegna kalla stjórnsýsluskattin mörgum  nöfnum. 

Sumir geirar eiga auðvelt með að svíkja söluskatta og þá er gott að hafa starfsmannaskatta, því auðvelt er að fara inn í fyrirtæki og finna einn svartan og loka rekstri í framhaldi, hinsvegar eru söluskattar á slík fyrirtækjum yfirleitt lægri í prósentum af veltu.


Upp úr 1970 kom fram alþjóðraunvirðis staðal ppp það er hann byrjaði mæla allt sem selt er á hverju ári [söluskattskylt] í öllum heiminum og finnur þannig vegin meðatöl af öllu, sem er þá raunvirðið í millríkja viðskiptum það árið. Áður var miðað eingöngu við sölu á neytenda mörkuðum OCED ríkja.    

Einnig koma fram sú hugmynd hjá Alþjóða samfélaginu [ASG fellur undir Sameinuðu þjóðirnar] að auka þyrfti eftirspurn og framboð almennra neytenda eftir efnislegu raunvirði hjá ríkjum utan Vesturlanda. Þá mun hafa verið gefin 30 ára aðlögðunartími  eins og sjá má í dag.  Lækka skyldi kostnað vegna millstéttar á Vesturlöndum.  Fækka eignarhalds aðilum og lækka eiginfé í í grunnneyslu geirum.  Bæði í USA og EU var hagrætt í framleiðum og færri stjórnir og starfsmenn en meiri velta. Þetta var þá upphaf neytenda keðjanna, lækka launkostnað ekki hækka hann eins og gerðist á Íslandi. Neytendur á að fá meira raunvirði á langtímaforsendum fyrir minni pening.

Raunvirði í Walmart pakkningu er ekki fyrir atvinnuleitendur 10 % fátækustu í EU, eins og Euroshopper.
Það skiptir ennþá máli í USA hvor grænmeti og ávextir eru nýir og fallegir eða hvort þeir er gamlir og beyglaðir.  

Raftæki voru áður með langtíma endingu  [> 30 ár], þetta þótt ekki gott þars sem hægt gekk til að byrja með að auka eftir spurn í þriðja heiminum, þá var fundir upp að þynna málma sem skipta máli þannig að ending  takmarkist við um 5 ár. Það þýðir þá að nývara sem kostar 1000 kr. lækkar um 200 kr. að raunvirði á hverju ári.  
Ísskápur sem endist 30 ár og kostar 150.000 kr, kostar 5.000 kr. ári og 5 ára skápur ætti þá að kosta 25.000 kr.

Íslenskir neytendur vita ekki hvort fiskiflök eru ýsa eða lýsa, rækjur í 3 til fimmta flokki eru minni, og svo er líka um dilkakjöt, þar vega bein mikið meira.    

Svo til að fá meiri spennu var fundið upp erlendis til við bótar við síðasta söludag, að merkja best fyrir og þá gildir um Best fyrir ef þetta eru 5 ár, að ef nýtt kostar 1000 kr. og svo lækkar verið hlutfallslega með hverju ári. 

Þegar allir Íslendingar í 30 ár haf tekið sig saman um að breyta neyslu venjum sínum og kaupa minna raunvirði fyrir sama pening ár eftir ár, þá lækkar verð á innflutningi til landsins og viðskiptajöfnuður verður í þessum geirum óhagstæður fyrir útlendinga. Hagnaður úr Íslenskum geirum miklu meiri prósentulega en hliðstæðum geirum erlendis. Smálsölu álaging á fasteignir um 2000 var ekki 2,0% hún var 30 %.
Alþjóðabankinn  er með raunvirði á öllum fasteigna fermetrum á hreinu.
Fátækar stjórnsýslur vilja taka þátt í  Alþjóðasamstarfi með þeim meiriháttar ríkjum og það kostar gjaldeyri.  Það er mikil misskilningur að EU ætli sér borga yfirbyggingar Meðlima Ríka í framtíðinni eða á langtímforsendum.

Raunvirði á 1. og 2. þrepi vsk er ákveðið og hámarkaða af Brussell. Meðlima stjórnsýslur sem troða á þessi þrep , vöxtum og sköttum og tryggingum til hækkunar umfram Brussel Raunvirði HCPI, fá það leiðrétt í formi lægra gengins.  Öllum stjórnsýslum í  ríkjum EU  er heimilt að græða eins og þær vilja á eigin þegnum en afskipti af tekjum þegna annarra ríkja eru ekki gróðupptaka fyrir þau ríki sem geta ekki lifað af sínum eigin heimamarkaði. 

EU bíður upp á HCPI  sem tryggir 30 hagvöxt, en 30% lægra raunvirði fyrir það sama mælt PPP. 

Íslendingar eru búinir að brenna upp eiginfé eða hagræða í sjávarútvegi síðust 30 ár, EU er mjög sátt og vexti má færa yfir til neytenda á meginlandinu, raunvirðið heimsins á sjávarafurðum hefur lækkað að meðtali. Fiskverðhækkar á mörkuðum í Kanada, vegna þess að þar eins og í Usa ríkja almennar verðlagshækkkanir um 20% til 25 % á öllum 60 mánuðum.  Almennar verðlagshækkanir endur spegla hækkanir í alvöru hlutbréfa kauphöllum erlendis, þar fjámagna vsk. fyrirtæki sig og líka í gegnum hávaxta áhættu raunvaxta banka  þessi minniháttar. UM smápenginga almennings á sparsjóðsbókum erlendis í borgum þar sem borgir er hættir að vaxa, gildir að þegar börninn leggja aura inn þá taka gamlingjar þá út , þetta kallast eðlilegt bókhaldslegt jafnvægi og tyggir þeim gömlu yfirleitt nánast verðtyggingu fyrir geymslu sem 100% örugg.

Plata almenning til spara við sig lífið og afhenda áhættu sjóðum raunvexti  stóran hluta af samtímtekjum sínum er sínkt. Betra er að almenningur geti keypt hlutabréf og verðtyggð ríkiskludabréf beint[milliliðalaust] á netinu og losnað þannig við milliliði sem vita ekkert um fjárfestingar  eins og skilja má af reynslu síðust 30 ár.

Hér fyrir 30 árum voru engir áhættubankar og þá vöru útlánvextir í samræmi lægir til skammstíma og lengri tíma.  Hinsvegar var ekki hægta að lána nema gegn tryggum veðum: til dæmis ríkisskuldabréfum , reiðufé inn á sparsjóðisbókum og fast tekju samningi hjá ábyrgum lögaðila, um lengri lán en 61 mán gildir alltaf bakveð í fasteign 80% af staðgreiðslu verði. Endurgreiðsla á fyrsta á ári borgar uppboðskostnað.  

Hinsvegar komu inn í öruggu bakka allskonar furðufuglar sem vildu veðsetja allt milli himins og jarðar [t.d.rekstralegar fasteignir]og fá svo í framhaldi lán út á væntalegar sölu tekjur þá umfram rauntekjur á síðasta tímabili. Svör banka vöru þeir væru ekki fasteigna salar og vildu ekki fá greitt með örðu en reiðufé, fyrirkæði vantað meira hlutafé það fer vanalega í rekstrarlegar eignir.   Hinsvegar var hægt að stofna varsjóði vegna víxlasölu og þá lagði banki um 5% af þeim víxkulum sem hann keypti inn á verðtryggðan reikning í nafni lögaðila,  12 x 5 % = 60% af veltu á ári.

80% af fjármálaveltu meirihátta ríkja er IRR það er skilar raunvirði, 20% er skammtíma áhættu pælingar um  un raunvextir í lengri eða skemmri tíma. Þetta sem er mest áberandi í erlendum fréttum.

Það eru engar spár eða rágerðar gerðir um almennar raunkauphækknir á Vesturlöndum þessa öld og skammtíma áhættu fjárfestum á Vesturlöndum fækkar á hverjum degi sem gera út á neytenda markaði á Vesturlöndum.

Hér á Íslendi í samanburði voru vextir síðustu 30 ára á skammtíma neyslu og áhættulánum alltof lágir um 15% í þýskaland minnst, það eru litlu lánin, hinsvegar eru hér ekki til staðar 30 ára jafngreiðsluveðskuldir raunvaxtalausar til kaupa á meðal húsnæði eða með max. 1,99% raunvöxtum til kaupa á nýju húsnæði sem er þá selt miðað við raunvirði á sambærilegu húsnæði í Norður-Norður Ameríku. Ísland er eins öfgugt og hugsast getur í dag.     

Fátæka ekkja gaf aleigu sína, litli maður missti aleiguna sína í hruni þeirra sem fengu ekki lánað fyrir byltinguna á fjámálamálageira Íslands.  Milli fjármálaðilar kosta allir um 2,0% raunvexti minnst ef ekki er gert ráð fyrir samdrætti til elífífðar.  Hluti framtíðar skulda í efnahaga er að eiga fyrir í reiðufé hækkunum vegna verðbólgu næsta árs. Ráðgerð [expected á banka ensku: USA almenningur tengir þetta "hope" eða væntingum eins og Seðlabankinn hér sem, segir AGS að geri ráði fyrir 2,5% verðbólgu í takt við þýskland það er 12,5% línulega á 5 árum] verðbólga sem er lögð á er ekki ekki hægt að greiða út í arð fyrirfram.   Verðbólga til lengri tíma er alltaf hugsuð línuleg erlendis þanning ef hún er ráðgerð 150% á 30 árum þá er hún 5,0% að meðtali á ári.  Hinvegar er almennt hefði fyrir því að breyta öllu vöxtum í prósentur miðað við 360 dag. Verðbólga getur hinsvegar sveiflast upp og niður á 30 árum og þar sem EU setur 25% á mark á 60 mánuði. Þá spá vogunasjóðir því að ef verðbólga er búinn að vera nánast núll [dauð kauphöll]  í 30 mánuði þá rjúki hún veldivíslega upp næstu 30 mánuði. Mismunur á föstu innleggi á sparisjóðbók og jafngreiðsluskuld er að skuldin er greitt niður hlutfallslega, í bókhaldi bankans fær hann mest greitt af raunvirði fyrst. Sé 30 ára heildarskuld 80 ein. raunvirði og 60 ein. verðbætur = 140 ein.  Þá greiðist niður 4,7 ein. ári    Eftir um 8 ár er öll skuldin ekki bara útborgunin kominn niður fyrir 100 ein. staðgreiðluverð á bakveði. Íslensku bankarnir og lífeyrisjóðir voru í bullandi keppni við áhættu banka erlendis , keppni sem var glötuð gagnvart öruggum lífeyrissjóðum og bönkum frá upphafi og  eins og dæminn sanna jafnglötuð gangvart professional vogunarsjóðum erlendis.  Uppeldið skiptir máli og hvar maður verslar. 

Júlíus Björnsson, 18.3.2012 kl. 11:25

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir hlý orð í minn garð kæra Jenný. Það er hvergi blússandi hamingja hjá fátækum gamlingjum, hvorki á Íslandi né annarsstaðar eða fátæklingum yfirleitt. En fólk þarf að fæða sig og klæða og það gerir WalMart betur en aðrir að dómi viðskiptavinanna sem þurf a velta hverjum eyri

Halldór Jónsson, 18.3.2012 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband