Leita í fréttum mbl.is

Darling Google!

Í fyrsta sinn er ég ekki sammála Gunnari Rögnvaldssyni þeirri miklu mannvitsbrekku og bloggvini mínum.

Gunnar segir svo:

"Vandamálið með Google

er það að fyrirtæðið kann ekki að hafa viðskiptavini. Og kann ekki að umgangast þá. Fyrirtækið er ekki með eiginlega viðskiptavini og hefur aldrei haft eiginlega viðskiptavini, bara notendur og auglýsendur. Google er eins konar ókeypis þetta og hitt. Flest, ef ekki allt, sem þeir gera er gallað og heldur áfram að vera gallað, endalaust. Hlutabréf fyrirtækisins hafa varla haggast í 5 ár. Það segir sitt og sérstaklega á þeim tímum sem við lifum nú.

Leitarvélin þeirra er ekki lengur góð. Reyndar er ekkert af því sem Google gerir first class. Það er bara gert. Bara gert og gert þangað til peningarnir eru búnir.

Þetta fyrirtæki mun sennilega aldrei geta orðið stolt af þeim hlutum sem það aldrei gerði. Aldrei stolt af því sem það lét ekki leiðast út í.

Fyrirtækið er þess eðlis að það mun aldrei læra að hafa viðskiptavini. Og þeir sem vinna hjá fyrirtækinu eru því eftir því. Ótengdir og lost in space.

Darling Google er að fölna. Þeir stigu útaf stígnum."

Allt er rétt sem Gunnar segir nema síðasta setningin. Þó svo að Google setji einhverja krækju inn á mann sem skammar Íslendinga fyrir hvalveiðar, þá megum við ekki halda að það sæe dauðasök að setja útá Íslendinga.

Google er alltaf að batna. Google er dásamlegasta fyrirtæki í heimi. Það sem það er búið að gera fyrir mannkynið er ómetanlegt hvernig sem á það er litið. Og þér og mér og öllu mannkyninu er fært þetta allt ókeypis. Hvað yrði það lengi ef íslenskir lágvöruverðskaupmenn kæmust þar til valda?

Google á að fá friðarverðlaun Nóbels, bókmenntaverðlaun Nóbels, eðlisfræðiverðlaun Nóbels og helst allar þær orður sem til eru, innifalinn Fálkakrossinnaf sverustu gerð áður en Óli lætur af embætti.

Guðisélof fyrir GOOGLE!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband