Leita í fréttum mbl.is

Dóp og glæpagengi

var umræðuefnið á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi nú fyrir hádegið. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna flutti þar fræðsluefni um landnám glæpagengja á Íslandi.

Hann sagði að Hells Angels væru nú skilgreind hérlendis sem glæpagengi og þau væru sest hér að. Hann vakti athygli á að Hells Angels Corporation væri löglegt alþjóðafyrirtæki sem ætti miljónir dollara í sjóðum. Starfsemi þess næði yfir heim allan. Undirfélögin og klúbbarnir sæju um undirþætti starfseminnar sem er oft heldur ófrýnileg. Ekki mætti rugla þessu saman við starfsemi friðsamlegra vélhjólagengja sem eru mörg og nytsamleg.

Snorri sýndi myndir máli sinu til stuðning og sagði að lögreglan hefði viljað banna einskennisföt og merki Hells Angels til að draga úr ógninni sem af þessu fólki stafar. Það gefur auga leið að bara jakkinn er ógnun við almannafrið.

Þó hann Snorri segði það ekki þá er greinileg hliðstæða í hugsuninni í Þýskalandi þar sem nasistafáninn og merki hans eru einfaldlega bönnuð. Bannið útilokar að menn komi saman undir þessum merkjum og þá um leið útilokar að félagar geti endurtekið ógnunaraðferðir stormsveitanna SS og SA til að kúga og berja borgarana til hlýðni. Eins hlýtur það að vera öðruvísi þegar einkennisbúinn Vítisengill gefur þér á kjaftinn og þú þorir kannski lítið að gera af ótta við að allt gengið setjist að þér ef þú múðrar.

Ekki var maður nú sammála öllu sem Snorri bar á borð um illt eðli Vítisengla. Sjálfur hef ég keypt bíl af Vítisengli og gefist vel. En Vítisenglafélagið er ein og Frímúrarafélagið, þú getur bara gengið inn en ekki út þó þú hættir að starfa innan einhvers klúbbs. Þú ert Vítisengill eða Frímúrari svo lengi sem þú lifir. Að áletrun á jakka konu sem segir; "Eign Vítisengla", táknaði kvenfyrirlitningu vildi ég ekki kaupa af Snorra. Og að konan væri þarmeð allra gagn finnst mér barnaleg útlegging sem stenst áreiðanlega ekki. Miklu fremur er áletrunin til verndar konunni þar sem enginn þorir að bekkjast við hana í svona jakka.

Snorri vildi lítið ræða það sem sem skapar grundvöll starfsemi glæpagengja. En það er heft aðgengi og þar af leiðandi hátt verðlag að vörum sem fólkið vill ná í. Ég tel að hræsnarasamfélagið haldi eftirspurðri vöru frá fólkinu og skapi þannig grundvöll fyrir starfsemi glæpagengja . Dóp, brennivín og vændi er allt of dýrt og framboð of lítið fyrir eftirspurn. Á því þrífast gengi sem skaffa þennan varning til fúsra kaupenda. Rétt eins og AlCapone gerði í Chicago á bannárunum. Önnur gengi stunda innbrot og þjófnaði en þau voru minna í sviðsljósinu á þessum fundi. En Hells Angels sagði Snorri að stunduðu viðskipti við öll önnur gengi, hversu slæm þau væru og þau væri til miklu verri en Englarnir.

Snorri vísaði til einhverrar slæmrar reynslu Svisslendinga af einhverjum sprautugörðum þegar hann var spurður að því hvort ekki væri betra fyrir þjóðfélagið að útvega sprautufíklinum heróin fritt eða rónunum spritt undir eftirliti heldur en að vísa þeim á götuna til að fremja afbrot til að fá fé til að versla við Hells Angels gengin eða önnur ámóta selsköp eða landasala, til þess að komast yfir efnið sem viðkomandi bara getur ekki verið án. Afbrotin í kringum þessi mál eru það fyrirferðarmesta sem lögreglan fæst við. Og þá líka þau sem lögreglumennirnir sjálfir nærast á og tekur mestan tíma og færir þeim sjálfum auðvitað tekjur og yfirvinnu.

Hræsni samfélagsins okkar er það sem kyndir undir vandamálið. Eiturlyfjasjúklingur sem vill vera áfram í fíkninni er auðvitað sorglegt tilfelli sem við þurfum að reyna að nálgast og hjálpa með öllum tiltækum ráðum. En í miðju fráhvarfi virks fíkils er bara eitt ráð til: Meira.

Við ráðum ekki við allt í mannlegu fari því miður. 1-2 % mannkyns eru fíklar á einhvern hátt sem við ráðum ekki við. Þetta fólk heldur áfram að deyja fyrir augunum á okkur. En að fita glæpamenn vísvitandi á ógæfu þess fólks er og verður fáránlegt í mínum augum hvað sem aðrir segja.

Öll óhófleg eiturlyfjaneysla er stórskaðleg. Tóbak, brennivín, hass, heróin spítt, vændi og mansal. Þetta er allt stórhættulegt og ber að umgangast með ýtrustu varúð. En hver segir að það megi ekki nota skynsemina til drekka ekki of mikið eða taka ekki of stóran skammt? Af hverju ekki skynsemi en ekki bara tilfinningar? Margir fíklar gætu verið á lífi núna ef úrræði hefðu verið tiltæk þegar þeir þurftu sem mest á þeim að halda.

Snorri vék að ömurlegu ástandi lögreglunnar vegna niðurskurðar. Hann spurði hvort við tryðum því að í öllum Kópavogi og öllu Breiðholti væru núna tveir heilir lögreglumenn á vakt? Hvernig skyldi þeim ganga að leysa úr öllum málum? Hvernig er þetta hægt?

Hann fékk dynjandi lófatak fundarmann við hugleiðingum um að tekin væri upp vegabréfaskylda aftur til að sporna gegn komum glæpagengja til landsins. Andstaðan við Schengen er mjög útbreidd meðal almennra landsmanna en einhvern veginn virðist mér ekki mega ræða það fyrirkomulag upphátt. En samkomulagið sjálft er þó opið fyrir því að við tökum upp vegabréfaskyldu til landsins. Það bara hentar ekki handhöfum sannleikans að ræða þess hluti og því er ekkert að gert.

Meðan við ekki viðurkennum staðreyndir í málefnum dóps og glæpagengja þá heldur ástandið bara áfram að versna og vandmál lögreglunnar að vaxa.
Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er meira á bakvið þetta en bara hræsni. Það er líka hrein heimska - aðallega í fóli, sem heldur í alvörunni að hægt sé að gera heiminn betri með því að banna allt, og í pólitíkusum sem gera út á þá heimsku og vilja láta líta út eins og þeir séu að gera eitthvað, og/eða bara að nota/auka við völd sín.

Annað á þessu er að viss fullkomlega lögleg starfsemi græðir á allskyns bönnum. Þar fer fremst í flokki eftirlitsiðnaðurinn. Það er eitt mest skaðlega apparatið í heiminum akkúrat núna.

Og fólk nöldrar út af einhverjum Vítisenglum. Eins og þeir séu eitthvað hættulegir.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2012 kl. 18:08

2 identicon

Hið illa þrífst þegar hinir góðu aðhafast ekkert.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband