Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna þjóð?


hefði manni kannski getað dottið í hug að spyrja sig þegar Egill Helgason fékk Manuel Hinds til að taka undir með sér að rakka niður íslensku krónuna. Ísland væri svoddan örþjóð með örmynt og greiddi þessvegna hærri vexti en aðrir. Þessi örþjóð sem kemst fyrir í einni blokk á Manhattan og leiðari Morgunblaðsins gerir að umtali í dag á snilldarlegan hátt.

Vissulega getur umræðustjóri ríkisins hann Egill Helgason fengið marga viðmælendur sína, bæði "vitleysinga og hagfræðinga" til að undirstrika skoðun sína á smæð Íslendinga og nauðsyn alþjóðavæðingar. En ætti hann þá ekki sjálfur að hætta með Kiljuþáttinn sinn um leið?. Því hvað hefur örþjóð að gera með eigið mál og bókmenntir þegar allir kunna ensku?

Hjá þjóðinni gengur önnur síbylja sem er orðin næsta þreytandi þó að Agli sé ekki einum um að kenna. Er þessi sífelllda vaxtaumræða ekki farin að tröllríða þessi þjóðfélagi? Það er eins og öll tilveran snúist um að taka lán á lán ofan og stynja svo þegar á að borga til baka? Öllu máli skipti hver sé vaxatprósentan á lánunum? Örlán, hraðpeningar, íbúðalán, Visa-raðgreiðslur, Lán og aftur lán. Ekki hvort greiddir séu vextir á sparnað? Enginn virðist sjá samhengið í því að erlendir peningar streymdu til landsins í hávexti Seðlabankans og núverandi hættu á að þeir vilji fara til baka í alþjóðlega vaxtaleysið? Af hverju komu þeir hingað? Hvað þarf til að fá þá vera um kyrrt?

Heill söfnuður manna undir sjálfskipuðum kórstjórum hrópar á verðtrygginguna burt. Kórinn veltir ekki fyrir sér hvaðan peningar eiga að koma. Þetta fólk ætti hugsanlega að lesa bók eftir Njál Ferguson um tilurð peninganna. Það myndi þá frekar gera sér grein fyrir því hver vilji lána þeim sína peninga án þess að eiga von í að fá þá til baka og hversvegna.

Það hrópar ekkert af þessu fólks um það hvernig eigi að verðtryggja sparnað svo að eitthvað fé myndist i sjóðum. En án sparnaðar einhverra er ekkert hægt að lána út. Og af hverju eiga sparendur skilyrðislaust að tapa? Jú Murphy segir það í lögmálum sínum að það sé siðlaust að láta bjálfa halda fé sínu. Og Murphy hefur yfirleitt rétt fyrir sér.

Júlíus Björnsson subprimelánagúrú og Jón Magnússon í verðtryggingarkórnum eru löngu búnir að reikna ú hvernig hægt sé að lána peninga þannig að þeir tapist hratt og örugglega og íþyngi ekki lántakendum um of. Júlíus skilur það hinsvegar betur en Jón að allur peningur heimsins rýrnar eftir ákveðnu lögmáli hvort sem hann heitir króna, pund eða dollari og það hefur áhrif á lánskjör. Til dæmis hefur dollarinn tapað sem nemur 85 centum af sér síðan Nixon afnam gulltrygginguna fyrir margt löngu. Og 98 centum af dollara Roosewelts.

Örþjóð, með örmál, og örkrónu. Af hverju á hún ekki bara að leggja niður tunguna, bókmenntirnar og krónuna, friða hvalinn og refinn og ganga í ESB ?

Hversvegna erum við að reyna að vera þjóð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér er ekki örgrannt um að þessi grein þín eigi erindi við alla.Annað, helst vildi ég leggja niður Samfylkinguna,með þeim sem stjórna henni núna. Það er bara alls ekki ósanngjarnt,því óhemjugangurinn,er þau komust til valda,sýnir okkur vanstillu af grófustu gerð,stig magnast ef eitthvað er. Þeim sést ekki fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2012 kl. 10:31

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það varð ekki heimsendir sem einhverjum var borgað fyrir að ljúga.

Þess vegna þarf heims-fjármálakerfið verðbréfa-svikula að leiðrétta svikamyllu-vinnubrögðin. Verðbréfaævintýri heimsins hefur aldrei byggst á raunverulegu réttlæti, heldur ólöglegu píramída-blekkingarspili. Duga ekki 3. heimskreppur til að fólk skilji þetta? Er öllum sama um réttlætið? Líka réttarríkjum?

Á Íslandi er verðtrygging innheimt á kolólöglegan hátt og vextir líka. Ég bendi á vef Guðbjörns Jónssonar: gudbjornj.blog

Stjórnvöld geta ekki keyrt áfram á fullri ferð á stjórnsýslu-lögbrotaleiðinni, án alvarlegra afleiðinga fyrir alla. Það skiptir ekki máli hvar í flokki fólk er. Ef lög/mannréttindabrot er takmark stjórnsýslunnar er ekki von á góðu fyrir nokkurn mann á Íslandi. Ekki einu sinni þá sem telja sig gulltryggða gerendur í vari mafíunnar sem stýrir Íslandi.

Eina leiðin að réttlæti fyrir alla er:

SAMEINUÐ STÖNDUM VIÐ OG SUNDRUÐ FÖLLUM VIÐ.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2012 kl. 12:31

3 Smámynd: Starbuck

Gaman þætti mér að heyra frá þér hvernig ungt fólk á að fara að því að koma sér þaki yfir höfuðið án þess að taka lán!?  Ég hefði feginn viljað sleppa við að taka lán fyrir litlu blokkaríbúðinni sem ég keypti 2008.  Lánin af henni hafa hækkað um ca. 10 milljónir á fjórum árum - sem þér þykir náttúrlega alveg eðlilegt er það ekki?

Hvernig var það annars, var ekki verðtryggingin sett á til að koma í veg fyrir að sparnaður fólks brynni upp í verðbólgubálinu?

Þú talar um að allar peningar rýrni, hvaða nafni sem þeir kallast.  Þetta er rétt en ekki vegna þess að það sé eitthvað náttúrulögmál heldur vegna þess að fjármálakerfi heimsins er ein stór svikamylla þar sem peningar í umferð verða þannig til að einkabankar búa þá til úr engu þegar þeir veita útlán.  Síðan heimta þeir vexti af þessari peningaframleiðslu sem leiðir óhjákvæmileg til verðbólgu og stöðugt vaxandi skuldsetningar.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/adeins-meira-um-skuldir-og-peninga

http://www.umbot.org/

Starbuck, 1.5.2012 kl. 14:10

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já Halldór. Það er gott að vera sparifjárseigandi á Íslandi. Þeir þurfa aldrei að hafa áhyggjur af því að tapa. Verðtryggingin sér til þess. Lántakendum fækkar óðfluga og fleiri og fleiri sjá sér ekki fært út úr skuldavandanum nema með gjaldþroti og eignaupptaka bankanna er í hámæli sem aldrei fyrr. En hvernig ætla sparifjáreigendur að ávaxta sitt pund þegar engin er lántakendinn..??? Hvað skeður þá..??? Dautt fé er engum til góðs og allra síst sparifjareigendum. Ef ekki verður komið í veg fyrir þettta vaxtaokur sem verðtryggingin er, endar hér allt í volæði og þá á ég við alla sem höndla með fé. Þetta er svo borðliggjandi hvert stefnir og rökin fyrir þessari verðtryggingu er orðin löngu úrelt lumma. Nema kannski fyrir þá sem ekki vilja sjá hvert stefnir. Ef fer fram sem horfir og ekkert verður gert til að stöðva þessa grýlu (verðtrygginguna) erum við kannski að horfa uppá annað og verra hrun heldur en komið er. Ekki gagnast það mönnum að liggja með þetta undir koddanum, því þegar það skeður er komin algjör stöðnun á hreyfingu fjármagns og engvum til góðs. Allra síst spairfjáreigendum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.5.2012 kl. 14:24

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Starbucks

Það er rétt að verðtrygging var nauðvörn. Þá fengu valdir menn pólitísk lán, sérílagi SÍS og Framóknarmenn og borgupðu aldrei neitt bitastætt til baka, eins og tildæmis geymslugjöld é keti fyrir bændur. 'olafur setti lögin og allir voru með. Við tók nýr tími þar sem hægt var að fá húsnæðislán fyrir 80 % , síðan 90 % ,100 % og svo margfalt x verð. 2008 varð hrun.Allt sem er til skamms tíma miðað við það gengur ekki upp. Því lagði Landsfundur Sjálfstæðisdlokksins það til að flytja höfuðstólinn fram fyrir hrun og bytja aftur með vísitölur eftir hrun. Á þetta hlusta ekki alþýðuvinirnir.

Þú spyrð:

Gaman þætti mér að heyra frá þér hvernig ungt fólk á að fara að því að koma sér þaki yfir höfuðið án þess að taka lán!?

Það er ekki hægt. Þjóðfélagið þarf að reyna að leysa það.Í fgamla daga fengum menn, allir, húsnæðislán einu sinni fyrir 30% af 100 m2 sem verðbólgan hjálpaði að borga. Viltu það aftur?

Að öðru leyti eiga vextir að vera svo háir sem til eru fífl að borga sagði gamli Sveinn. Það svarar þá þér vinur Hjaltested að öllu leyti. Framboð og eftgirspurn.

Ef enginn vill fá lán er heldur ekki hægt að borga vexti á innlán, einfalt. Þú ræður hinsvegar hvort þú tekur Visa raðgreiðslur á 30 % skammtímavöxtum eða sparar ef þú hefur vinnu. Atvinnuleysingi eins og ég hefur engann afgang til að spara. Þú getur sparað sem rakar saman fé í flugvirkjun og getur ákveðið hverju þú eyðir.

Bankar búa til peninga með bank multiplier. Það er lögmáið fyrir starfseni þeirra. Ég hef hinsvegar séð fífl stjórna bönkum og setja þá á hausinn eins og fíflin í Kaupþingi og sumum Sparisjóðum, sem lána allt féið til örfárra tengdra aðila eins og mannsins í Sviss og kavíarbræðra, sem svo sitja upi með sallt sitt á þurru.

Halldór Jónsson, 2.5.2012 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband