3.5.2012 | 21:02
Vegarykið
sem var á öllum vegum landsins í gamla daga hefur minnkað með tilkomu olíumalarinnar á flestum vegum út um landið. Ýmsir fáfarnir vegir hafa fengið slitlag meðan aðrir bíða. Hvaða lögmál ræður geta menn dundað við að skýra, en líklega hefur þingmannadugnaður og atkvæðamisvægið eitthvað að segja.
Ég bý að hluta við Bræðratunguveg frá gömlu Tungufljótsbrú að nýja Flúðaveginum. Þessi spotti er mikið keyrður og hvenær sem er þurrt þá stíga rykmekkrinir til himins eins og í gamla daga og leggja sig yfir ferðamannaáninguna við Faxa.
Ég leitaði svara hjá Vegagerðinni hvort þetta gæti borgað sig að sjá allan ofaníburðinn hreinsast af veginum með þessum hætti þegar þurrt er og þegar rignir kemur þvottabretti svo hart að rútur geta ekki keyrt veginn. Ég gæti alveg verið rólegur var svarið, þetta hefur ekkert að gera með skynsemi. Peningaleysið og niðurskurðurinn væri orsökin
Ég fékk þær upplýsingar að þessi spotti minn yrði líkast til ekki lagfærður á minni lífstíð. Slíkt væri peningaleysið og niðurskurðurinn. Voila.
Rykbinding var mér sagt kostar 3 tonn af salti á kílómetrann og svo vinnan til viðbótar. Þó endingin sé varla nema 1-2 mánuðir, þá væri þetta þó skárra yfir blásumarið á þessum stað.Kostnaður yrði kannski hálfmilljón á kílómetrann yfir sumarið. Heflun og stöðugur ofaníburður á þenna veg hlýtur að kosta talsvert á hverju ári sem kæmi til móts við þetta.
Alvöru Klæðning á vegi kostar hinsvegar 10 sinnum meira. En dugir þá mörg ár væntanlega og kostar 5-6 milljónir á kílómetrann.
Ættu Íslendingar ekki að setja skyldubúnað í alla bíla sem skuldfæra fyrir aðgang að öllum jarðgöngum landsins þegar þau eru keyrð? Þá má leggja niður hliðið í Hvalfjarðargöngum og rukka fyrir Héðinsfjarðargöng, Vestfjarðargöng, Norðfjarðargöng, Vaðlaheiðargöng. Sáraeinfaldur og ódýr búnaður eins og SunPass í Ameríku skuldfærir smáupphæð fyrir hverja notkun á Visakortið. Í staðinn fá menn vegabætur og jarðgöng fyrr en ella.
Af hverju má þá ekki reyna eitthvað nýtt? SunPass kerfið getur meira að segja hleypt tilteknum Framsóknarmönnum og öðrum minnihlutahópum í útrýmingarhættu gratís í gegn ef menn telja það nauðsynlegt. En "Grimsby-lýðurinn" verði látinn borga eins og fyrri dagnn og standa undir framkvæmdunum.
Annars hafa menn bara vegarykið áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"Ég gæti alveg verið rólegur var svarið, þetta hefur ekkert að gera með skynsemi. Peningaleysið og niðurskurðurinn væri orsökin "
Þetta getur ekki staðist hjá blessaðri Vegagerðinni, því ástandið var engu skárra á meðan nóg var til af peningunum. Þarna veldur eitthvað annað.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 4.5.2012 kl. 08:49
Ég leyfi mér að efast um að það sé tíu sinnum dýrara að leggja olíumöl á þennan veg, en að rykbinda hann og halda við svo sómi sé að. Hugsanlega er þó hægt að fá þennan mun með því að trassa verulega viðhaldið.
Eftir því sem mig mynnir, þá er þessi vegur sem þú nefnir uppbyggður og í raun tilbúinn til slitlags. Því ætti ekki að þurfa mikla undirvinnu. einungis afréttingu og slitlagið þar ofaná.
Þá gleimist oft það tjón bílar verða fyrir á malarvegum. Það er mikill kostnaður, sem að vísu fellur sjaldnast á vegagerðina.
Gunnar Heiðarsson, 4.5.2012 kl. 12:45
Þórhallur,
Hefur ekki alltaf vantað pening hjá Vegagerðinni? Verkefnavalið var nú oft í gamla daga talið litað af pólitík, einn þingmaður var duglegur í Borgarfirðinum og það var byggð stór steinsteypubrú yfir Norðurá heim að atkvæðinu hans,"Og helvítis maðurinn gerði mér það að flytja barta yfir brúna þegar hún var komin" sagði þingmaðurinn í hreinskilni sinni.
Gunnar, ég veit ekki betri tölur en þetta, 5000 kall metrinn á 7.5 m. veg fyrir bundið slitlag. En hvað segirðu um mínar tillögur um SunPass kerfi í alla bíla og svo gjaldfærist á þeim stöðum þar sem gjald er sett. Ekkert vesen. Brotamenn á óskoðuðum bílum eða með lokuð kort vegna vanskila eru bara myndaðir og rukkaðir.
Malarvegirnir eru hroðalegar afturgöngur frá því í gamla daga. Þeir eiga hvergi að vera til. Það er rétt hjá þér, þegar allt er reiknað þá verðaur allt dýrara.
Halldór Jónsson, 4.5.2012 kl. 18:56
Almennt séð er ég á móti vegtollum, tel við greiða meira en nóg gegnum gjöld af eldsneyti.
Vegtollar eru þó ekki óþekktir á Íslandi, eins og við vitum. Þar er þó um að ræða einkaframkvæmdir sem eiga að borga sig upp. Óréttlætið við t.d. Hvalfjarðargöngin er að ekki skuli koma til frádráttar sá mikli kostnaður sem ríkið hefur sparað vegna viðhalds vegarins um Hvalfjörð. Sú stærð átti vissulega að koma sem lækkun kostnaðar við byggingu gangnanna, jafnvel þó þau væru byggð af einkaaðilum. Þá er einnig órétlæti að meðan maður ekur þessa rúma fimm km. sem göngin eru, þá greiðir maður tvöfaldann skatt, annars vegar til Spalar og hins vegar til ríkissins gegnum eldsneytisgjöld.
Eins og ég segi þá er ég almennt séð á móti veggjöldum. Það er þó ekki svo að ekki sé hægt að réttlæta slík gjöld, þegar um einkaframkvæmd er að ræða, þá á ég við ekta einkaframkvæmd, ekki gerfi einkaframkvæmd eins og ætlað er með Vaðlaheiðagöng.
En það þarf að fara varleg í allar kerfisbreytingar og frumskilyrði að önnur gjöld lækki á móti. Þessi leið gæti fljótt undið utaná sig og nægir að hugsa til þess ef sá fjármálaráðherra sem hér var við völd frá febrúar 2009 til síðustu áramóta, hefði haft svona skattstofn. Hann hefði sannarlega nýtt sér hann!!
Kosturinn við eldsneytisgjöld er að hver borgar til samfélagsins eftir akstri og hvernig ökutæki hann velur sér. SunPass kerfið getur þjónað á sama hátt og hefur að auki ýmsa kosti. En öll tækni er þó þeim annmarka háð að einhver getur komist framhjá henni.
Í dag eru þessi eldsneytisgjöld svo há að vegagerðin ætti ekki að skorta fé. Vandinn er að vegagerðin fær bara ekki þetta fjármagn, það er notað til annara verkefna. Það er ekkert sem segir að gjöld innheimt með öðrum hætti skili sér betur til þess er þau eru ætluð.
Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að virðisauki er lagður á þá skatta sem eru inn í verði eldsneytis. Að leggja skatt á skatt er auðvitað siðleysi.
Skattlagning er alltaf vandmeðfarin. Sumir, einkum þeir sem eru á vinstri væng stjórnmála, er gjarnir á að misnota þá. Það er þó ekkert að því að greiða skatta fyrir það sem maður notar, vandinn er að sá skattur er gjarnan nýttur til einhvers allt annars. Flóknir skatar eru sýnu verri og eftir því sem skattstofnum fjölgar, verður misnotkun ríkisvaldsins auðveldari.
SunPass kerfið er notað sumstaðar erlendis og í raun ekkert sem mælir gegn því að taka það upp hér. En ekki sem viðbót, heldur í staðinn fyrir eldsneytisgjöld. Það hefur þann kost að hægt væri að hafa mismunandi gjöld eftir því hvar ekið er. T.d. væri gjaldið hæst þegar ekið væri um dýr jarðgöng en félli alveg niður þegar ekið er eftir malarvegum. Þetta myndi virka sem hvati á stjórnvöld að útrýma malarvegum og bæta vegakerfið. Það væri vissulega hægt að nýta þetta kerfi á margan hátt og það myndi útrýma þörf fyrir litað og ólitað eldsneyti og það svindl sem það býður upp á.
Ég er því ekkert á móti SunPass kerfinu, en alfarið á móti því að það yrði tekið upp sem viðbót á það sem fyrir er.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 5.5.2012 kl. 09:29
Margt mælir þú þekkingu og viti Gunnar.
Ástæða þess að ég velti fyrir mér SunPass er að með því gætum við fengið ýmsar framkvæmdir fyrr og notið þeirra hérna megin grafar. Ég var ekki endilega að hugsa þetta sem viðbót fyrir þá skatta sem fyrir eru. En hætt er við að svona maður eins og Steingrímur J. myndi ráðast til atlögu við okkur ef hann fengi færi á því og þar með yrði kerfið að nýju kúgunartæki.
En hugmyndir þínar eru nýjar fyrir mér og koma fyllilega til skoðunar með mismunandi gjöld eftir því hvar ekið væri. Eiginlega bráðsnjallt hjá þér.
Halldór Jónsson, 5.5.2012 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.