Leita í fréttum mbl.is

Lausung við lygi

skulu menn gjalda samkvæmt fornu heilræði. Jóhanna Sigurðardóttir hefur þó allavega heyrt þetta einhvern tímann á ferð sinni um Dýrafjörð. Framundan er því nokkur revíutíð fyrir almenning í boði Alþingis.

Það verður sannarlega fyndið að fylgjast með Alþingi á sjónvarpinu nú fram eftir sumri. Horfa á tilraunir ríkisstjórnanrinnar til að skáka hersveitum sínum fram og aftur um ímyndaðar átakalínur stjórnmálanna. Jóhanna heldur að hún sé að búa í haginn fyrir þjóðina og vinna Brüssel eitthvert gagn. En er álíka afdrifarík fyrir framtíð þjóðarinnar og Hitler í byrgi sínu seinni part apríl 1945. Núverandi Alingi er þannig ónýtt til allra verka og ætti að hypja sig heim.

Það er alveg sama hvar á er gripið. Allt dellumakerí sem ríkisstjórnin er að bjóða uppá verður óhjákvæmilega umsvifalaust afnumið þegar nýkjörið þing kemur saman næst. Fyrir þær sakir einar hversu afspyrnu vitlausar flestar hennar tillögur eru, svo sem margföldun veiðilgjaldsins sem afturvirks skatts og fækkun ráðuneyta í boði Brüssel.

Eitt er þó svolítið fyndið að horfa á. Hvernig Jóhanna er að spila á Þór greyið Saari. Heldur honum uppi á kjaftæði fyrir stuðning hans en er greinilega bara að toga hann á asnaeyrunum og leggur ekki neina áherslu á að borga honum fyrir stuðninginn nema lausungina eina. Enda segir einhversstaðar að menn skuli gjalda lausung við lygi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband