Leita í fréttum mbl.is

Sarkozy fallinn

og þarmeð hefur Evrópusambandið fengið enn eitt tundurskeyti undir sjólínu.

Ég sé ekki eftir þessum Sarkozy þó að ég fagni aldrei sigri sósíalista eins og þessi Hollande er. Sarkozy hefur mælt upp í Merkel hverskonar kreppuráðstafanir ESB fyrir skuldug ríki eins og Grikkland. Menn sjá orðið núna að það er ekki hægt að fara þannig að við heilar þjóðir að fyrst lána þeim út yfir öll fjöll og segja þeim svo að éta það sem úti frýs þegar ljóst er að þau eru komin á hausinn.

Þetta er auðvitað þvílíkt ráðslag að ekki gengur upp nema í þröngum hausum sérhagsmuna eins og eru skrúfuð ofaná þau Merkel og Sarkozy. Öll hegðun þeirra saman og pukurfundir leiddu í ljós hverskonar selskap þetta ESB í rauninni er. Þetta er prívatklúbbur Þjóðverja og Frakka sem til þess að halda friðinn sín á milli fara nú saman í hernað gegn öllum litlu nágrannalöndunum og kúga í sameiningu þá sem þeir kúguðu áður og rændu sitt í hverju lagi. Grikkjaræflarnir muna sjálfsagt eftir heimsókn Hitlers á sínum tíma og geta borið saman dírektífurnar þá og núna. Það er skiljanlegat að Bretar verði alltaf tregir að trúa á þetta apparat þó að þeir hreyfi varirnar þegar hinir segja amen.

Þeir sem halda það að Íslendingar eigi eitthvað erindi með sitt ríkidæmi inn í þennan meginlandsklúbb til að láta stela af sér eru annaðvort "hagfræðingar eða vitleysingar" svo notuð sé nýleg samlíking.

Fyrir okkur er eiginlega áhugaverðara að vita hvor sé meiri kvennamaður Sarkozy eða Hollande. En enginn franskur forseti virðist standa undir nafni án þess að eiga einhverja afrekaskrá síðan deGaulle yfirgaf þá. Allavega er Sarkozy fallinn og farvel France!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband