7.5.2012 | 22:54
Verum góð við glæpamennina okkar!
Nýjasta nýtt frá Skandinavíu stendur í fréttum:
"Á sama tíma og 65 fangar sitji inni á hverja hundrað þúsund íbúa á Norðurlöndum sitji 85 inni í Þýskalandi, 150 á Englandi, 550 í Rússlandi og 750 í Bandaríkjunum.
Á Norðurlöndunum séu fangarnir um einn tíundi af því sem þeir eru í Bandaríkjunum, segir. Lappi-Seppälä segir þetta þó ekki hafa áhrif á glæpatíðnina og því sé ekki hægt að nota fangelsisdóma til að draga úr glæpum."
Já já. Er ekki þessi þjóð alltaf að heimta að einhverjir axli ábyrgð? Geir Haarde til dæmis? Til hvers sendi Steingrímur J. hann Geir fyrir Landsdóm ef hann ætlaði ekki að koma honum í tugthús?
Nú heldur einhver spekingur frá Finnlandi að það skipti engu máli að setja glæpamenn í tugthús. Það breyti engu um glæpina.
Bandaríkjamenn segja að glæpamenn eigi að vera í fangelsum. Þess lengur sem þeir brjóta oftar af sér. Í þriðja sinn er það stundum lífstíð.
Ef glæpamenn eiga ekki að vera í fangelsum, hvar eiga þeir þá að vera svo að þeir láti aðra í friði? Hvar á Breivík að halda sig? Eða eru menn að tala um að Kristján skrifari hafi kunnað bestu formúluna?
Hvenær ætla menn að endurskoða þetta ótætis Schengen? Til dæmis núna þegar erlendu bófagengin eru farin að stela heilu bílunum að næturlagi sem hverfa sporlaust með gámum úr landi? Ekki er hægt að skilja sérútbúna jeppa eftir úti á götu yfir nótt án þess að ráðist sé á þá.
Hversu lengi á að vera bannað að tala um Schengen? Hversu lengi á að halda því fram að við fáum svo miklar upplýsingar með því að það borgi sig að sleppa vegabréfunum?
Nýja fangelsið á Hólmsheiði verður til dæmis betri vistunarstaður heldur en bjóðast ósjálfbjarga sjúklingum og gamalmennum. 56 herbergi með kynlífsíbúðum, líkamsrækt, bókasafni, kaffistofum, sálfræðingum, læknastofum, verzlun, íþróttavöllum, vinnustofum, reykherbergjum. Þannig er prógrammið.
Brasílíski læknirinn og morðinginn sagði að íslensk fangelsi væru fimmstjörnu hótel miðað við brasílísk fangelsi og reyndi líka mikið að fá sleppa við að verða sendur heim.
Ég hélt að við gengjum nægilega upp í því að vera góð við glæpamenn þó að þessi Lappi sé ekki að senda okkur tóninn og níða Bandaríkjamenn í leiðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Maður spyr sig og aðra hverjir stjórni Íslandi og veröldinni?
Það minnsta sem fólk gæti gert, er að segja sannleikann, til að mögulegt sé að vita út frá hvaða raunverulegu stöðu sé hægt að vinna.
Að viðurkenna öðru hverju sín eigin stóru mistök er mesta styrkleikamerki hverrar persónu. Auðmýkt er mild og sterk, samhliða sanngirnis og réttlætiskennd til að reiðast yfir óréttlæti og óheiðarleika/lygi. Sá sem ræðs alltaf á aðra, en viðurkennir aldrei nein mistök hjá sjálfum sér, er ekki trúverðugur, né traustsins virði.
Enginn í þessari jarðvistar-tilveruvídd er fullkominn. Það er ó-umdeilanleg staðreynd.
Við gerum öll mistök, í mismiklu mæli. Eineltis-kúganir hvítflibbanna skapa og ýta undir grimma hegðun þess saklausa almennings sem fyrir þeim kúgunum verða, í gegnum brenglaða og stórgallaða stjórnsýslu. Sú grimma hegðun þeirra sem fyrir stjórnsýslu-kúguninni verða brýst skiljanlega út, og bitnar oft á þeim sem síst skyldi, sem er saklaus almenningur.
Og afbrota-boltinn rúllar og hleður utan á sig. Almenningi er ekki gert mögulegt að lifa af á löglegan og heiðarlegan hátt. Glæpir skapa sjúkdóma og fleiri glæpi.
Þannig búa heims-hvítflibba-foringjarnir til stríðandi fylkingar, og sundra allri samstöðu almennings.
Samviskubit (allir hafa samvisku, þó oft sé djúpt á henni) í innstu sálarkytrum hvítflibbanna birtist í aðbúnaðar-hugmyndum þeirra fyrir "afbrotafólk"(smákrimma). Þeir vita innst inni að smákrimmarnir eru látnir taka á sig sakir hvítflibbanna, með skipulagðri svikastjórnsýslu sem brýtur fólk niður. Lyfjamafían er aðalstjórnandinn í öllu heims-svikabatteríinu.
Þegar maður fylgist með meðvirkni fólks með hvítflibbaglæpa-lýðnum, þá er greinilegt á hegðun og framferði stjórnmála/embættismanna, að þessu fólki er mútað og það keypt til að standa með þessu hvítflibba-mafíuliði, gegn eigin vilja.
Líklega trúa margir, að með því að standa með "kusk-lausu", straujuðu og vatnsgreiddu glæponum fjármálafyrirtækjanna, þá séu þeir að tryggja öryggi afkomenda sinna. En það er einmitt þveröfugt.
Það er verið að fylgja stefnu sem mun koma afkomendum okkar ver en okkur sjálfum, með því að taka sig ekki saman um að segja satt og rétt frá öllu, og taka áhættuna sem af því hlýst í augnablikinu. Það mun koma öllum best í framtíðinni, að segja frá staðreyndum, og hvernig við höfum á ýmsan hátt látið blekkjast og hræðast til að spila með mafíunni á einhvern hátt.
Þá þarf almenningur að hætta dómhörkunni í garð þeirra sem hafa kjark til að segja frá mistökum sínum og ótta-viðbrögðum við þessa hættulegu hvítflibba-mafíu. Við þurfum að skilja hvers vegna allt er eins og það er, og hverjir sitja á toppnum í veröldinni, og kúga og hóta fólki til ótta og hlýðni.
Sá sem lætur stjórnast af kúgunum og ótta, er fangi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2012 kl. 09:47
Tek alveg undir með þér hvað varðar Schengen vitleysuna og að íslensk fangelsi eru örugglega lúxus dvalarstaðir ef við miðum okkur við mörg önnur ríki. En ekki tel ég neitt hrósvert í Bandaríkjunum varðandi dóms og fangelsismál. Það er ekki skrýtið þó þar sitji stórt hlutfall þjóðarinnar inni þegar horft er til þess hvernig dómstólar þar dæma jafnvel börn til óheyrilegrar refsivistar fyrir nánast engar sakir.
Þórir Kjartansson, 8.5.2012 kl. 09:51
Ann mín SIgríður, ég næ nú ekki alveg hvert þú ert að fara. Helst skilst mér að hvítflibbarnir setji fangelsisstaðalinn til þess að vera öruggir ef þeir fá gistingu sjálfir. Þetta með iðrunina. Er nóg að Breivik irðist?
Ertu að meina Davíð og Sjálfstæðisflokkinn með þessum orðum:
"Eineltis-kúganir hvítflibbanna skapa og ýta undir grimma hegðun þess saklausa almennings sem fyrir þeim kúgunum verða, í gegnum brenglaða og stórgallaða stjórnsýslu. Sú grimma hegðun þeirra sem fyrir stjórnsýslu-kúguninni verða brýst skiljanlega út, og bitnar oft á þeim sem síst skyldi, sem er saklaus almenningur."
Og ekki skil ég hvert þú ert að fara með þessu:
"Þá þarf almenningur að hætta dómhörkunni í garð þeirra sem hafa kjark til að segja frá mistökum sínum og ótta-viðbrögðum við þessa hættulegu hvítflibba-mafíu. Við þurfum að skilja hvers vegna allt er eins og það er, og hverjir sitja á toppnum í veröldinni, og kúga og hóta fólki til ótta og hlýðni." Ertu að tala um Breivik?
Þórir ,
Ertu að tala um mál Arons Pálma með nánast engar sakir ? Trúir þú því að bandarískir dómarar séu ekki með öllum mjalla? Eða lögin vitlaus? Eða dæma þeir eftir eigin lögum og reglum?
Mér finnst það merki um alvöru þjóðfélag sem hefur 0.75 % þjóðarinnar á bak við lás og slá.Miðað við að 2 % mannkyns séu ekki í lagi þá er þetta ekki fráleitt. O.04 % hjá okkur er út í hött. Fólkið hér eru engir englar.
Halldór Jónsson, 8.5.2012 kl. 11:20
Halldór. Ég horfi framhjá Breivík þegar ég hugsa svona vítt og djúpt. Ég velti fyrir mér forsögu afbrotafólks, til að reyna að skilja hvað gerir fólk að svona sjúkum manneskjum, hverju nafni sem þeir nefnast.
Að telja Davíð, Jóhönnu og Steingrím með þeim hvítflibbum sem ég hafði í huga í þessum hugleiðingum, er bara eins og brandari á heimsmælikvarða hvítflibbanna. Davíð hefur gert marga góða hluti, þótt hann hafi einhverra óútskýrðrahluta vegna leiðst inn á þá braut sem hann gerði. Ég vil sjá Alister Darling svara spurningum í Landsdómi, á sama hátt og kúguð, blekkt fórnarlömb á Íslandi voru látin gera.
Það eru heimstopparnir sem ég á við, þegar ég er að tala um hvítflibba-mafíu í þessum pistli. Ekkert er svart-hvítt, og þess vegna þarf að velta fyrir sér samhengi hlutanna í víðasta og dýpsta skilningi, ef við viljum komast að rót vandans, og vera raunverulega réttlát í dómum okkar mannlegra, ófullkominna og breyskra.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2012 kl. 15:26
Halldór kallinn minn.
Þú hlýtur að vera að grínast með þessum pistli þínum eða tala um þinn innri mann, því þessi ruglpistill minnir á rökfræði meðlima "Flat Earth Society" þegar þeir eru í alvöru að sannfæra fólk um að jörðin sé flöt og að allir sem segja nokkuð annað lifi í fantasiu eða séu króniskt heimskir.
Að öðru leyti er pistillinn betur nothæfur sem lýsing á biturleika manns sem notar refsigleði biblíu og kirkjunar til að fá afsökun fyrir illgirni sína og einmanaleika.
Ef neikvæðni og illgirni í garð fólks sem minna mega sín í þjóðfélaginu væri refsiferð samkvæmt lögum, þá væri stór hluti þjóðarinnar afbrotamenn og þú fengir æfilangt í mörgum löndum.
Þeir sem tala um lúxus í fangelsum á Íslandi bara af því að til eru verri fangelsi út í heimi, gera það vegna þess að þeir sjálfir hafa reynslu af að sitja í fangelsum í ólíkum löndum eða hafa veruð að vinna þar.
Á Íslandi er stéttaskipting sem oft hefur verið hægt að sjá á yfirheyrsluaðferðum lögreglu og rannsóknaraðila sé kíkt á sögu þeirra.
Illa á sig komnir fársjúkir fíklar játa á sig hluti sem þeir vita ekki haus eða hala á, menn voru keyrðir niður í skúringafötur með aðferðum sem eru þekktar við yfirheyrslur á terroristum erlendis og listin er endalaus. Því er treyst að almenningur sé ekki að aumkast yfir þessu fólki því annars myndu menn ekki þora þessu.
Annars er ekkert til sem heitir lúxus fangelsi. Það er bara illgirni fólks og þeir sem fróa sér við að bera saman kúk og skít.
Ekki frekar enn fólk ræði um að spennitreyja á íslensku geðsjúkrahúsi sé úr miklu flottara efni enn spennitreyja í útlensku geðsjúkrahúsi.
Stelir þú banka á Íslandi með öllu innihaldi eða sértu brotlegur ráðherra á Íslandi, er þér boðið upp á sérbúið hvítflibba leikrit sem er kallaður Landsdómur svo það sé nú alveg öruggt að engin lendi í íslenska lúxusfangelsinu.
Það sem ég meina eiginlega er að það er pínlegt að sjá fólk tala um hluti sem það hefur nákvæmlega ekkert vit á, og gerir lítið annað enn að vitna í stærstu glæpasamtök á Íslandi, þjóðkirkjuna og handbók hennar í móralisma sem er best þekkt undir nafninu, Biblía.
Allt of margir nota illvirki annara til að geta fengið útrás fyrir sínar eigin neikvæðu hugafarslegu hlið og sama fólk hefur engan áhuga að reyna að stoppa þetta. Ef glæpir stoppuðu algjörlega, ofbeldi og allt, og allir verða heiðarlegir yfir nótt.
Á hverju ætlar þá fólk að hneykslast?
Óskar Arnórsson, 8.5.2012 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.