Leita í fréttum mbl.is

Ef ekki fangelsi?

þá hvar eiga glæpamenn að vera? Hvar á að geyma Breivik?

Hvenær ætlum við vísvitandi að fækka glæpamönnum í landinu með því að taka upp landamæraeftirlit? Upplýsingakerfið frá Schengen átti að gera lögreglu svo auðvelt að fylgjast með ferðum glæpamanna að ávinningur yrði margfaldur. Hefur þetta gerst? Er einhver sem vill færa rök fyrir því?

Hversvegna vill enginn þingmaður ræða Schengen samstarfið á þingi? Er það af því að meirihluti þingmanna hefur ekki það sem til þingmennsku þarf?

Vill enginn þeirra ræða hlutfall erlendra glæpamanna í íslenskum fangelsum og tengsl þess við Schengen? Bara byggja ný fangelsi fyrir milljarða þegar þess þarf ekki ef rétt er að staðið?

Eða ræða nýjan hátæknispítala og þörfina á honum?

Af hverju er þessi þöggun um fangelsismál og spítalamál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Úff...!

Þvílík xenóphóbía staðnaðs hugar fullorðins manns....

Þú hefur greinilega ekki mikið yfirgrip á þeirri alþjóðavæðingu sem ungt fólk elst upp við í dag, þú sérð hana væntanlega sem slæmt fyrirbæri... Ok...! Þú um það... Sumir myndu nú samt segja að Ísland væri að standa við skuldbindingar í sambandi við alþjóðlega samninga og lög, sem við skrifuðum undir um miðja síðustu öld, að byggja loksins alvöru fangelsi hérna á Íslandi...

Það getur vel verið að það sé hægt að hallmæla alþjóðavæðingunni á margan hátt en ef við tökum ekki þátt í henni að einhverju leiti þá verður á endanum á okkur lokað þannig að við endum svona svipað og Norður Kórea fyrir rest... (Sjá viðbrögð Breta við t.d framsalsbeðni okkar á Sigurði Kaupþings nú fyrir stuttu...)

Á sameiginlegum alþjóðlegum markaði verða glæpirnir, og þeir sem þá fremja, líka alþjóðlegir... (Sjá Banka-"glæpa"mennina okkar t.d...)

Svona sjónarhorn einsog þú hefur núna sýnt, með þessu bloggi þínu, er ekkert annað en bölvuð framsóknarhugsun...! Því af 190 og eitthvað fangaplássum sem eru hérna á landi þarf ekki marga fanga af erlendu ríkisfangi til að það verði hátt hlutfall af þeim í fangelsi...

Sævar Óli Helgason, 8.5.2012 kl. 21:23

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir með þér Halldór. En við Sævar Óla verð ég bara að spyrja hvar hann hefur alið manninn.? Schengen var hugsað fyrir lönd þar sem þú getur ekið á milli en ekki silgt. Íslendingar þrábáðu um að fá að vera "með" vegna þess að þeir tilheyra "stórustu" þjóðum heims og vilja í öryggisráðið og endalaust hægt að telja upp vitleysuna í stjórnvöldum á hverjum tíma sem hent sér er í. Schengen hefur ekkert með einhverja samninga sem skrifað var undir á miðri síðustu öld. Þetta voru íslensk stjórnvöld sem óskuðu eftir þessu, eftir að búið var að bulla nógu mikið með það að við ættum að vera í alþjóðasamstarfi og bla, bla bla. Danir eru byrjaðir aftur á sinni landamæravörslu við Þýskalnd og vilja loka fyrir þessa vitleysu. Bretar eru ekki í Schengen, enda bentu  á að þeir væru eyland og þar með ekki í vegakerfi Evrópu.  En nei, Íslendingar eru norður í ballarhafi og telja sig vera á þjóðvegi númer 1 í Evrópu og var mikið gert grýn af þessu þegar samþykkt var að Ísland gæti verið hluti af Schengen. Frá því var opnað fyrir þetta Schengen bull, hafa glæpir aldrei verið eins tíðir hér á landi af fólki af erlendum uppruna, vegna þess að ekkert eftirlit er haft með þeim sem hingað koma í gegnum Schengen. Þegar Ríkislögrustjóri ljær máls á  því að loka fyrir þetta bull, segir það þá ekki eitthvað..? Alþjóðavæðing er ekki eitthvað fyrirbæri sem að þjóðir verða taka þátt í skylirðislaust. Fyrst sem þarf að athuga er hvort það komi landi og þjóð til góðs. Ef ekki, þá tekur maður ekki þátt, bara til þess eins að geta sagt að maður sé með.

M.b.k

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.5.2012 kl. 10:50

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Æ Sævar Óli og alþjóðahugsun þín. Ég hugsa að ég hafi dvalið með örðum þjóðum og átt viðskipti við þær til jafns við flesta unga menn. Það var nú gaman að sjá þig slá um þig með grísku sem merkir upphaflega sjúklega hræðslu við hunda enda líta margir hrokagikkir á útlendinga sem hunda, sbr. Kínverjar en nútímakratar nota það um alla sem eru á móti alþjóðavæðingu, Þú sakar mig um framsóknarmennsku en það var nú Halldór Ásrímsson sem kom þessu á. Sumir sögðu þetta myndi verða til þæginda fyrir þá sem kæmu svo fullir úr flugvélum að þeir ættu í basli með að finna passann sinn.

Sigurður félagi, ég er mjög sammála þér. Aldrei skildi ég í Ingibjörgu Sólrúnu að eyða milljarði í að reyna að troða sjálfri sér í Öryggisráðið. Nú er hún búin að fá vellaunað djobb í Afganistan fyrir sig og hefur ekki heyrst múkk í krötum síðan um Öryggisráðsframboð.

Halldór Jónsson, 9.5.2012 kl. 12:27

4 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ykkur til uppfræðslu... Þá er ég bæði fyrrverandi fangavörður, og líka fyrrverandi fangi...

Frá því að ég starfaði sem fangavörður hafa fangaverðir, semog fangelsisyfirvöld, verið að bíða eftir löglegu, almeginlegu fangelsi sem hægt væri að treysta á s.kv alþjóðasáttmálum og lögum sem við Íslendingar höfum verið aðilar að og tekið upp hérna á landi með aðild að t.d Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindayfirlýsingu Evrópu...

Ástæðan fyrir því að þetta "margir" útlendingar eru í íslenskum fangelsum er aðalega sú að skipuleggjendur á ólöglegum innfluttningi til landsins notast aðalega við erlend burðardýr í staðinn fyrir íslensk... Hvort sem þessir höfuðpaurar er íslenskir eða ekki...

Enda er sagt að norðurlöndin og Kanada sé sama markaðssvæðið er kemur að eiturlyfjum... Það eru s.s alþjóðleg glæpasamtök sem "eiga" markaðinn, og það er einmitt samstarf okkar við erlend ríki í gegnum t.d Schengen sem hefur upplýst okkur um það... Að hallmæla einhverju vegna þess að maður skilur ekki dæmið... Er BARA framsóknarhugsun...!

Halldór Ásgríms var ekki einn í stjórn á sínum tíma og óþarfi að snúa útúr með því að eigna honum einum samninga og samstarf við önnur ríki sem Alþingi samþykkir...

Þið alið báðir á tortryggni gagnvart því sem er erlent... Og það skiptir ekki neinu máli hvursu mikið, eða lengi, þið hafið starfað með erlendum aðilum...

Sættið ykkur við það og komið útúr skápnum... Þið hræðist það sem þið skiljið ekki í stöðnuðum huga ykkar og umhverfi... Þið eru orðnir of gamlir...!

Sævar Óli Helgason, 9.5.2012 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband